<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 02, 2006

Blogg blogg og læs
Ehhhh...ef einhver er enn að flækjast inn á þetta blogg þá tilkynnist hérmeð að þetta er síðasta færslan (úbbs þetta átti nefnilega ekki að deyja út svona smám saman). Amk í bili. Ekkert markvert að segja frá lengur þar sem maður er nú búandi aftur á gamla Íslandi en ekki í spennandi úgglöndum. Búhú. En hver veit, kannski á maður eftir að gefast upp á meðal-jónsheitunum á Íslandi og flýja út aftur fyrr en varir og byrja að blogga aftur.

En ég efast um að það gerist í bráð. Lífið er bara ágætt núna hér heima. Sérstaklega eftir að klósettið hjá okkur fór að virka aftur. Við Binni erum búin að standa í smá upppússningu á Óðinsgötunni og baðherbergið var allt í volli um daginn. Burstuðum tennurnar uppúr eldhúsvaskinum í 3 vikur, fórum í sturtu í Sundhöllinni og ég varð að pissa án þess að setjast á setuna, svona útilegufílingur bara. Hef aldrei verið jafn þakklát fyrir að hafa eðlilega virkandi klósett sem má setjast á. Gott að fá svona áminningar reglulega um hvað maður hefur það gott hér í heimi miðað við flesta. Ég er ansi fegin miðstöðvarkyndingunni hér líka og hugsa með hryllingi hvernig við hefðum það á Stocton Road núna í þeim skítakulda sem hefur riðið yfir Evrópu uppá síðkastið. S k k k k j á l f...

Já svo það er bara allt í gúddí þessa dagana og 2006 lítur út fyrir að ætla að verða mjög gott ár. Hellingur af stórafmælum og brúðkaupum á dagskrá sem mér líst vel á, m.a. mitt eigið þrítugsafmæli (er það "jei" eða "ohh"?). Jei held ég bara því af því tilefni er vinkonuferðalag til suður-Ítalíu á dagskrá í sumar, sem er auðvitað molto bene. Vinnan lofar svo góðu. Amk streyma blaðamennirnir og ferðamennirnir inn og því nóg að gera.

Talandi um vinnuna, en þá má eiginlega segja að heimasíða Höfuðborgarstofu, www.visitreykjavik.is sé nýja “bloggið” mitt. Ég fæ amk vissa blogg-útrás í fréttunum sem ég set inn nánast daglega þar (og ég er ekki frá því að þjálfunin gegnum Fröken Fix bloggið sé að hafa góð áhrif á skrif mín fyrir Visit Reykjavik). En þarna á heimasíðunni geta lesendur lesið allt um hvað Reykjavík og Ísland sé frábært og bara svona líka spennandi eftir alltsaman, þrátt fyrir dýrtíð og Baugssvindl og virkjanir og hvalveiðar....Til hamingju Ísland. Já það er aldeilis að maður er orðinn súper-jákvæður. Ísland bezt í heimi.

En hvað um það. Það er svosem aldrei að vita nema maður taki upp bloggskrifin aftur einhverntímann. En eitt er víst, þetta er örugglega það síðasta sem ég skrifa á Fujitsu C-4110 fartölvuna mína, sem var ýkt flott þegar ég fékk hana árið 2000 en er orðin ansi hæg núna greyið og þung. En hún er sko aldeilis búin að duga - búið er að skrifa hvorki meira né minna en 3 heví háskólaritgerðir á hana.

Jæja þá kveður Fröken Fix. Ef ykkur langar að heyra fréttir þá er það bara að bjalla, meila, veifa til mín þegar þið labbið framhjá glugganum í Aðalstræti 2 (eins gott að passa sig að bora ekki í nefið) eða finna mig og Binna í enn einni pöbbaröltstilraun okkar hér í borg (það gengur eitthvað brösulega að finna hið gullna jafnvægi þar en þetta er allt að koma).

Thank you please.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?