<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Engin ritgerð og tómur kofi
Það var hálf skrýtið að kveikja á tölvunni í gær og vera ekki að fara í ritgerðina. Já - því hún er nú loksins búin!

Ég slapp nú ekki alveg við last-minute stress. Ég var búin að ákveða að skila ritgerðinni til innbindingar fyrir helgi og hélt ég hefði nægan tíma uppí skóla á fimmtudaginn til kl. 14 (þegar ég átti að sjálfboðaliðast). Klukkan tólf byrjaði allt að fara í hönk. Allt leit vel út nema þessa eina helv.. mynd sem þurfti að laga. Ég lét tölvuaðstoðarmann sem var að sjálfsögðu ekkert að flýta sér, laga hana, og svo skellti ég henni í ritgerðina aftur og þá fraus alltsaman...eftir það bilaði prentarinn og vantaði pappír og bla og bla og bla (var gjörsamlega að tjúllast og hefði seriously getað barið mann og annan)....þangað til allt leit loksins út fyrir að vera í lagi og ég henti ritgerðinni inn, og hljóp svo sveitt og þreytt og alltof sein í sjálfboðavinnuna. Það vildi svo skemmtilega til líka að þetta var einn mest bissí dagurinn á Dapdune Warf: sjóræningjapartí fyrir krakkana -massa traffík og engin Mæja til að selja miða. Gúlp. Mér leið frekar illa yfir þessu, fannst ég hafa brugðist mínu krúttlega Dapdune Wharf dáldið. Enginn þorir að skamma mann þarna því maður er jú að gefa vinnuna sína. En það reddaðist alltsaman, og ég bauðst nú til að vinna í gær á Bank Holiday þegar enginn annar vildi vinna.

Já, það tiheyrir held ég bara að lenda í smá stressi svona á síðustu mínútu. Þá finnur maður betur fyrir því að svona verkefni sé lokið.

Ég er samt ekki alveg búin að fatta það að mínum tilgangi sem námsmanni sé tæknilega lokið (get heldur ekki alveg losað mig við tilfinninguna um að það hafi kannski vantað 1 eða 2 bls. í ritgerðina sem ég henti inn svona í flýti...ehe jæja kemur í ljós í dag þegar ég sæki hana). Búin að vera svo bissí að skemmta mér um helgina. Á föstudaginn skiluðu Karen og Rhi inn sínum ritgerðum og við fórum á barinn og skáluðum í kokteilum (ég fékk mér ekta Sex & the City Cosmopolitan í tilefni dagsins). Svo joinaði Binni og við fórum öll á Thai Terrace veitingastaðinn að halda uppá það að við stelpurnar séum nú lausar við ritgerðakvaðir. Gott kvöld.

Á laugardaginn hitti ég svo Ólöfu vinkonu í London. Við eyddum deginum í gott rölt um Covent Garden svæðið og búðarráp. Ekki laust við að maður hafi “verðlaunað” sig aðeins í búðunum. Var m.a.s. óvenju ævintýraleg og keypti mér eiturgrænt mínípils í öllum æsingnum -sjáum til hvort það eigi nokkurn tímann eftir að rata úr skápnum og á mig, hmm. Við skemmtum okkur líka konunglega við að fara í hinar óvenjulegustu búðir, t.d. astrology búð (stjörnukort, stjörnukíkar, stjörnuspeki og bara allt stjörnutengt) og undirfatabúð sem reyndist svo ekki vera svo sakleysisleg...ýmis tryllitæki til boða auk bráðfyndinna leiðbeinandi bóka um hvernig er hægt að gera ótrúlegustu kúnstir, m.a.s. hægt að kaupa ekta gamaldags reglustikur ef maður skyldi vilja fara í kennaraleik... Þetta var nú samt alltsaman mjög smekklegt, ekki eins og í nágrannahverfinu seedy Soho. Gott flissefni fyrir okkur stelpur.

Sama dag kom Ægir í stutta heimsókn. Um kvöldið var hér því óvenju margt um manninn. Kærasti Karenar kom líka. Það var slegin upp heljarinnar grillveisla og setið úti fram á nótt. Gott kvöld nr. 2.

Og nú er kofinn orðinn hálf tómur aftur. Dótið hennar Karenar farið, þvottavélin á fullu að þvo öll aukalökin og handklæðin og uppþvottavélin hamast við að vaska upp öll vínglösin og skítugu grilldiskana. ég að skrifa atvinnuumsóknir og blogg og að sjálfboðaliðast. Fer að reyna að koma þessari ritgerðarblessun á framfæri lika. Manni leiðist þó ekki!

|

laugardagur, ágúst 21, 2004

Sjónvarpshallæri
Síðan Big Brother þátturinn kláraðist er búið að vera algjört sjónvarpshallæri hér á bæ. Ég hélt að maður væri orðinn svo hundleiður á raunveruleikasjónvarpi en annað kom í ljós við byrjun þessa þáttar! Ég var alveg húkt mínus tímann sem ég var á Íslandi (þá kúplaðist maður jafn furðulega auðveldlega útúr honum). Þó ég sé nú frekar latur sjónvarpságlápandi þá var mér farið að líða afskaplega vel að vita alltaf af því að kl. 9 á kvöldin væri nýtt öppdeit af því sem var að gerast í húsinu. Og uppáhalds Big Brother dagurinn minn var sunnudagur því þá var “sálfræðilega hliðin” tekin fyrir, þ.e. verið að greina þátttakendurna, hvernig þeir væru að “leika leikinn”, hvernig persónuleiki þeirra kæmi fram og breyttist, hver væri líklegur til að vinna etc. Þetta var það sem mér fannst skemmtilegast við þennan þátt (fyrir utan ástarsamband hússins, alla nasty leikina og rifrildin sem ég verð að viðurkenna að hafa haft mjög gaman af, hehe).

Það er nefnilega dáldið spúkí hvernig fólk hagar sér misjafnlega og breytist þegar það er innilokað með 12 öðrum í litlu húsi í margar vikur. Hóp dynamíkkin var orðin sérstaklega skemmtileg uppundir það síðasta og maður var farinn að sjá tvöfaldar hliðar á öllum þarna inni. Einn daginn fannst mér Victor bestur því hann var svo witty og kúl á því, svo næsta dag hundreifst hann og var ógeðslega leiðinlegur við sætu og góðu Shell og þá kaus ég hann út (og það gerðu greinilega fleiri því hann var rekinn út næsta dag). Sama með Jason, algjör brandarakall fyrst, en svo var hann síkvartandi og röflandi “this is shite man” með skoskum háfjallahreim það sem eftir var. Aðrir héldust grunsamlega jafngeðugir þarna inni, og sumir sem virtust pirrandi í fyrstu blómstruðu svo eftir því sem á leið.

Það má segja að hún sem hafi unnið, portúgalska Nadia sem var einu sinni strákur, með hýenu hlátur, rödd eins og hún hafi gleymt að kyngja egginu sem hún fékk sér í morgunmat og sem fékk endrum og eins hræðileg nikótínfráhvarfseinkennabrjálæðisköst hafi verið þannig. Maður fékk smám saman samúð með greyinu sem þurfti að lifa með “leyndarmálinu” sínu (þ.e. kynskiptiaðgerðin) sem gæti komist upp hvenær sem var, og allt í einu var bara hláturinn skræki orðinn liggur við eini hláturinn í Big Brother húsinu og ómissandi hluti af kvöldi inni í stofu og hún var bara ýkt krútt tiplandi um á háu hælunum sínum að reyna að vera kvenleg í þröngu kjólunum þrátt fyrir engar mjaðmir. Það tókst líka - og Nadia “hló sjálfa sig” alla leið að úrslitakvöldinu.

Þetta fær mann til að hugsa um hvað maður er oft fljótur að dæma fólk. Það er nefnilega ekki alltaf allt sem sýnist...Og þetta fær mann líka til að hugsa aðeins um hvernig maður yrði í þessum aðstæðum...þó ég vilji halda að ég yrði helst einsog rólega og góða Shell, þá myndi ég aldrei þora þessu, maður veit ekki, það kæmi kannski bara einhver evil Mæja í ljós!? (fyrir utan það að ég myndi ekki vilja bjóða þjóðinni uppá það að horfa á mig gúffandi í mig fiskiúrgangsjukki eða sláandi garðinn allsber, eins og sumir þarna gerðu). Já þrátt fyrir að þessi þáttur fái misjafna dóma hjá fólki þá finnst mér bara semsagt bara ansi mikið í hann spunnið.

Já, svo það er lítið annað að gera á kvöldin en að læra eða lesa þessa dagana. Ekkert í sjónvarpinu, enda er nú sjónvarpsáhorf almennt með því lægsta um þessar mundir þegar flestir eru í fríi. Þó er byrjaður nýr þáttur núna sem ég held að muni koma mér til bjargar amk. á föstudagskvöldum (þ.e. þau föstudagskvöld sem við Binni erum ekki dansandi Can Can niður High Street). Það er offspring þáttur “Ali G” gaursins með alter ego-unum Borat frá Kazakstan og Bruno, hommanum aus Österreich. Ég hlæ mig vitlausa yfir þessum klaufalega Borat gaur. Bo’ Selecta er líka frábær þáttur, um gaur með hollenskan hreim sem er celebrity obsessed og mjög svo klæminn. Algjör snilld. Borat og Bo’ Selecta bjarga sjónvarpshallærinu.

|

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Þjófstart
Eftirfarandi sá ég á mbl.is í gær:

Telur land sem fer undir Kárahnjúkavirkjun a.m.k. 2 milljarða virði

Þýski hagfræðingurinn David Bothe hefur unnið viðamikla rannsókn í þeim tilgangi að reyna að varpa ljósi á virði þess landsvæðis sem fer undir Kárahnjúkavirkjun. Bendir rannsókn Bothes til þess að virði landsvæðisins sé að lágmarki 2 milljarðar króna og að líklega mun meira.

Bothe mun halda fyrirlestur á vegum Landverndar og Umhverfisstofnunar Háskóla Íslands á morgun en Bothe hefur nýlega varið doktorsritgerð um þetta efni við Kölnarháskóla. Í fyrirlestrinum mun David Bothe fjalla um rannsókn sína á fjárhagslegu mati á landinu og náttúrunni sem verður fórnað vegna virkjunar Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal.

Í tilkynningu frá Landvernd kemur fram, að rannsókn Bothes byggist á aðferð sem gangi undir heitinu „skilyrt verðmætamat". Hann hafði samband við um eitt þúsund Íslendinga, 20 ára og eldri af öllu landinu, og lagði fyrir þá spurningalista sem byggðist á tveimur valkostum. Með þessu tókst honum að afla upplýsinga um vilja landsmanna til að leggja fram fjármagn sem gæti tryggt að farin yrði önnur leið til að afla orku en felst í Kárahnjúkavirkjun.

- - -

Skilyrt verðmætamat? Það er einmitt það sem ég er að gera í ritgerðinni minni! (það fjallar í grunninn um það að leggja fjárhagslegt mat á “vöru” sem er ekki á markaði). Ég var einmitt að spá hvort þessi aðferð hefði verið notuð á Íslandi áður - greinilega ekki - og einhvernveginn grunaði mig að svona mat hefði ekki átt sér stað fyrir kostnaðar-ábatagreiningu Káraknjúkavirkjunnar...þetta kemur nú ansi seint fyrir það, ha? Ussussuss.

En þetta er samt bara kúl. Ég er greinilega að gera breakthrough stuff. Gerir ritgerðina mína kannski seljanlegri. Ég ætti kannski bara að halda fyrirlestur sjálf! T.d. komst ég að því að virði Gullfoss sem ferðamannastaðar er ca. 116 milljónir á ári og virði Skaftafells sem ferðamannastaðar ca. 76 milljónir á ári. Merkilegt nokk. You heard it here first! En sem betur fer á ekki að fara að sökkva þeim stöðum þannig að þetta virði þeirra helst - þó það verði enn að haldast kyrrt í pyngjum ferðamannanna amk. enn um sinn..

Verst að komast ekki á þennan fyrirlestur. Hefði verið gaman að skella sér í Norræna húsið og sjá hvaða merku menn sætu þar. Jæja en ég veit svosem allt um skilyrt verðmætamat nú þegar. Kannski ég hafi bara samband sjálf við Herr Bothe. Skammi hann fyrir að þjófstarta svona á ritgerðarefninu mínu. Ja bitte.


|

mánudagur, ágúst 16, 2004

Lokaspretturinn
2 vikur til stefnu. Þá er ritgerðin í höfn. Vúffa það verður gott. Er orðin hálf leið á að hafa þessa ritgerð hangandi yfir mér. Ekki það, það tekur ekkert léttara við...vinnuleitin verður löng og ströng býst ég við. Hún er reyndar þegar byrjuð, umsóknir farnar af stað til ráðgjafafyrirtækis í ferðamálum og safns í London. Örugglega störf sem svona 1000 manns sækja um! Ætli aumur Íslendingur eigi séns? Jæja, það kemur í ljós.

Ég reyni bara að njóta síðustu dagana sem námsmaður, því það er annars bara frekar næs finnst mér. Ég er mjög fegin að vera ekki í stressi með þessa ritgerð, og eiginlega held ég að ég hafi verið mjög heppin að hafa bara fengið eitt frústrasjónskast hingað til - þegar ég skildi hvorki upp né niður í einhverri double-logarithmic multiple regression tölfræði og fannst eins og allt væri komið í hnút. En hnúturinn leystist með góðri hjálp Binna og nú er ég komin í loka-leiðréttingar og yfirferð. Er eiginlega grunsamlega róleg yfir þessu öllu saman. Týpískt að það komi eitthvað uppá á síðustu stundu og maður lendi í e-ju stressi með þetta, haha, en það myndi nú bara tilheyra.

Ég er búin að vera það afslöppuð með þetta alltsaman að ég hef getað tekið mér ágætis frí um helgar og á kvöldin og svona. Nýafstaðin helgi var t.d. mjög góð Guildford helgi. Karen vinkona joinaði okkur Binna í pöbbarölt og pizzu á föstudaginn - við enduðum á því að dansa Can-Can niður High Street syngjandi “Die Biene Maja” lagið mér til heiðurs. Svo talaði ég við Ástu systir á laugardaginn og við ákváðum í skyndi að það væri kominn tími til að þau Ben kæmu nú í heimsókn til okkar. þá þegar! Svo þau bara brunuðu niðureftir til okkar á undir 2 tímum. Við hittumst nú ekki svo oft, svo það var gaman að fara í stóra parkinn hér fyrir ofan og hleypa litla gorminum lausum í buslulaugina og leiktækin. Grillað í gær og gaman.

Á næstu vikum eigum við Binni svo ekkert frekar á hættu að verða einmana, því hér verður stríður straumur góðs fólks úr öllum átttum. Um næstu helgi flytur Karen inn til okkar, en leigusamningurinn hennar rennur út þá og hún fer ekki alveg strax aftur til Dzermany. Helgina á eftir kemur Ólöf vinkona og svo hefur víst Ægir vinur Binna líka tilkynnt komu sína svo það verður fjör á bæ -sérstaklega fyrir mig því þá verður ritgerðin mín komin í bindingu. Svo kemur Alex “the Greek” í byrjun sept í 2-3 vikur til að ljúka sinni ritgerð - hann gistir örugglega amk. eitthvað hjá okkur -amk. ef hann kemur með eðal fetaost, ouzo og handtínt oregano með sér, hehe. Svo ætlum við Binni að reyna að skjótast eitthvert um miðjan sept í smá frí, svo koma 2 ef ekki 3 vinir Binna í lok sept júha þá verður aftur fjör á Stocton Road.

Og þá er bara kominn október og þetta góða sumar búið! Böhöhö grátur og gnístran tanna!

|

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Sálfræði 101 upprifjun
Cognition and Emotion
Higgins' Theory

Higgins (1987) proposed that each person has multiple mental representations of the self, and that a discrepancy between any pair of these representations has emotional consequences. The three big categories of representations are actual, ideal, and ought self. The actual self is who one really is. The ideal self is who one would like to be. The ought self is who one feels it is one's duty to be.

The actual, ideal, and ought selves can be further divided according to whether they are held by oneself or by others. For example, there is an actual/own self, an ideal/own self, and an ideal/other self. An actual/own:ideal/own discrepancy (for example) results in dejection, whereas an actual/own:ideal/other discrepancy results in shame.

Higgins' (1987) theory is an elaborate way of subdividing personality. Higgins' division of personality into six components might be compared to Freud's division into three (id, ego, and superego).

Þar hafið þið það.

|

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Vid Binni attum frabaera helgi i Hampshire nuna sidustu helgi. Binni gerir henni agaetlega skil svo eg aetla ad sleppa frasogn...akved frekar ad skrifa um dufnaauglysingar her f. nedan:

|
Dúfnakurr
Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég um herferð Dove fyrir nýtt body lotion. Auglýsingaherferðin gekk útá að láta “venjulegar” konur (þ.e. ekki “súpermódel”) sýna áhrif kremsins og ná þannig til markhópsins. Ég get með ánægju tilkynnt að herferð þessi gekk afar vel. Markaðshlutdeild Dove í body lotion deildinni hefur víst aukist frá 1 uppí 6% og þetta blessaða krem bara hreinlega rokselst (mörg hundruð prósenta aukning). Konur makandi þessu á sig í tonnatali. Til hamingju dúfnaeigendur.

Menn eru þó enn með skiptar skoðanir um hvort það að auglýsa vörur með “venjulegum” módelum virki. Marks og Spencer reyndu þetta víst einu sinni og það mistókst hrapallega. Kannski er eitthvað annað að verki, t.d. bara “stand out” faktorinn að verki. Magn auglýsinga svo mikið og langflestar snyrtivöruauglýsingar sýna sömu súpermódel týpurnar, þess vegna stendur þessi útúr og fær mikla athygli. Þessar svakalegu tölur gefa samt í skyn að það sé e-ð meira sem menn eru að gera rétt. Eins og vanir auglýsingamenn vita þá er athygli ekki nóg...

Persónulega hefði ég haldið að Marks og Spencer dæmið væri nærri lagi. Amk. samkvæmt því sem ég hef lært í sálfræði. Sjálfsímynd manns er samansett af undir-sjálfum og eitt af þeim er “ideal self”, sá einstaklingur sem maður vill vera. Það er alveg afskaplega mannlegt að eiga sér fyrirmyndir og vilja verða betri, hvort sem það snýst um stinnari læri eða að verða betri dúfnaræktandi. Og það er það sem auglýsingar að sjálfsögðu byggja á. Að kitla löngunina hjá neytandanum að komast þetta pínu litið nærri sinni ideal ímynd og vekja hjá honum löngunina til að prófa hvort þessi eða hin varan eða þjónustan geti ekki einmitt fyllt oggu lítið uppí bilið á milli raunsjálfsins og draumaímyndarinnar.

Já, ég er mjög imponeruð af þessu hjá Dove. Og mjög ánægð með velgengi þessarar herferðar. Það virðist hafa svínvirkað í þetta skiptið að hafa módelin nær raun-ímyndinni. Hefur virkað sannfærandi. Enda virkaði það sannfærandi á mig (mér finnst ég bara svo svakalega vel stinn þessa dagana að mér finnst ég ekki þurfa kremið og hef þess vegna ekki keypt það, ha ha! eða kannski eru stinnari læri bara hreinlega ekki hluti af mínu ideal sjálfi...). Svo er þetta ferskur blær og góð skilaboð inní auglýsingaflóðið, eins og ég talaði um hér um daginn.

Þó ég sé hætt (amk. í bili) í auglýsingabransanum þá þykir mér þessi heimur alveg makalaust áhugaverður. Það sem er svo heillandi en samt svo pirrandi við hann er einmitt hvað hlutirnir eru aldrei 100%. Hvernig hafa auglýsingar áhrif á okkur? hmm ekki alveg vitað Hversu nálægt er þeorían raunveruleikanum? sama svar, enda sér maður hvað kenningin um ideal sjálfið gildir greinilega ekki alltaf Er söluaukning auglýsingum að þakka? stundum Er söluminnkun lélegum auglýsingum að kenna? stundum Þetta gráa svæði leika menn í bransanum sér líka endalaust með. Ekkert gefið. Gaman að því.


|

föstudagur, ágúst 06, 2004

London i tisku

Af mbl.is i dag:

Will Smith vill búa í Lundúnum

Bandaríski leikarinn Will Smith varð svo hrifinn af Lundúnum þegar hann kom þangað til þess að kynna nýjustu kvikmynd sína, sem nefnist I, Robot, að hann ákvað að hefja leit að húsi í miðhluta borgarinnar. Hann segist vilja búa í Lundúnum því borgin sé honum að skapi.
"Ég vil vera í miðpunktinum og því hef ég ákveðið að leita mér að íbúð í miðhluta borgarinnar. Þar eiga allir hlutir sér stað," segir Smith í samtali við götublaðið Daily Star. "Mig langar að vinna í borginni og fá fjölskylduna til þess að búa hér," segir leikarinn, sem er einn af mörgum þekktum Bandaríkjamönnum sem hefur ákveðið að festa kaup á íbúð í Bretlandi.
Meðal annars festi söngkonan Beyonce Knowles kaup á íbúð í Chelsea í Lundúnum í liðnum mánuði.

London er greinilega malid i dag. Alla helstu stjornur ad flytja hingad, eda til annara stada i Bretlandi. Madonna, Britney Spears, Kevin Spacey...

London baby, yeah!!!

|
Skroppid sudur
Eg er a undan fuglunum. Aetla ad skella mer til Hampshire um helgina til ad leika mer i risa-husi theirra Jeffrey hjona (mamma og pabbi Rhi vinkonu). Ekkert ad thvi ad skilja myglada ritgerd eftr heima og fa ad svamla adeins i lauginni og hlaupa um thessa ofau hektara sem thau eiga, i heita vedrinu.

Jafnvel ad madur fai ser eins og eina svalandi paentu lika (maetti halda ad Binni hefdi smokrad thessu kommenti inn...en hann kemur nu lika svo eg skrifa thetta bara fyrir hond okkar beggja)

Oh how marvellous, dahhling!!! (Mrs Bucket hreimur)
Hampshire baby, yeah!!! (Austin Powers hreimur)
Med odrum ordum: juhu!!!

|

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Glorious useless information
Einn besti vinur minn um þessar mundir er English Paperback Thesaurus (samheitaorðabók) sem ég keypti í hitteðfyrra fyrir Binna í skóinn (ó hvað það var nú sætt af mér!). Lítil bók en afskaplega hjálpleg við ritgerðaskriftir. Ef maður er svo algjör lúði, eins og ég stundum er, getur maður líka fundið allskyns skemmtilegt í henni, t.d. þetta:

Sound (= noise, resonance, reverberation, tone...)
*Sounds include: Bang, blare, blast, bleep, boom, buzz, chime, chink, chug, clack, clang, clank, clap, clash, clatter, clink, crack, crackle, crash, creak, crunch, cry, drone, echo, explosion, fizz, grate, grizzle, groan, gurgle, hiccup, hiss, honk, hoot, hurn, jangle, jingle, knock, moan, murmur, patter, peal, ping, pip, plop, pop, rattle, report, reverberation (hmm passar ekki alveg?), ring, rumble, rustle, scream, sigh, sizzle, skirl, slam, slurp, smack, snap, sniff, snore, snort, sob, splutter, squeal, squelch, swish, tap, throb, thud, thump, thunder, tick, ting, tinkle, toot, twang, wail, whimper, whine, whirr, whistle, whoop, yell.

Ji dúdda mía. Ég vissi ekki að það væru til svona mörg hljóð! En hvað þetta er yndisleg veröld. Þetta minnir mig annars á eitthvað...aha ætli listamaðurinn Roy Lichtenstein sem ég talaði um um daginn hafi ekki stúderað þennan thesaurus? Er ég kannski búin að uppgötva nyjan “Lichtenstein” code? Hann notadi amk. orðið “pop!”, en líka “wham!” og mitt uppáhalds “bratatat!” í verkunum sínum. Þessi thesaurus þarf að bæta því við hmm.

Já ágætt að geta gripið í svona hljóðabanka. Svona þegar maður vill segja eitthvað en dettur ekkert í hug...þad jafnast ekkert á við gott "gurgle" eða "slurp".

Annars er allt ágætt að frétta. Funhiti úti síðustu daga og við Binni höfum verið dugleg að vökva hvort annað úti í garði og stöffa í okkur ís. Grillveislur, vaxtabætur frá skattinum og annað ljúffengt líka. Og mamma og pabbi búin að koma sér í Séð og Heyrt. Meiri fjölskyldan, getur bara ekki haldið sig frá slúðurblöðunum...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?