<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 26, 2005

TF...nei TRI-stuð (hoho)
Í dag er stór dagur hjá fyrirtækinu litla á Baker Street. Við erum að gefa út árlegu skýrsluna okkar um frammistöðu hótelmarkaðarins í UK á síðasta ári (já, það tekur heila 5 mánuði að reikna það út). Verðum með kynningu á henni í kvöld og bjóðum helstu kúnnum. 250 manns. Bossarnir (dýrka þetta orð!) hafa eflaust miklar væntingar til manns um að maður sé duglegur að kynna sjálfan sig og fyrirtækið. Úff, ekki alveg mín deild svona networking stöff, meirihlutinn kallar sem hafa networkað sín á milli í áratugi, en jæja, helli bara í mig tveimur vínglösum, zúmma inná promising fórnarlömb, bulla eitthvað gáfulegt og treð inná þá nafnspjaldinu mínu. Ætti að ganga upp. Nú þegar búin að sikta út kall á listanum sem ég tók viðtal við um daginn og kall hjá Ferðamálaráði Bretlands sem væri gaman að tala við (hehemm veistu að það munaði litlu að þið hefðuð ráðið mig um daginn...?).

Af þessu tilefni erum við líka að launch-a nýrri heimasíðu (jessöss löngu komin tími á öppdeit þar!) og bæklingi. Á heimasíðunni (held ad su nyja verdi kannski ekki virk fyrr en a morgun) er hvorki meira né minna mynd af fölri en skælbrosandi Fröken Fix, og vel “sexed-up” fullyrðingar um reynslu hennar. Já, hmmm mér þóttu þeir TRI ansi kræfir í því hvernig their fóru með staðreyndir en það er svosem ekkert ósatt þarna. Hljómar bara hrikalega vel og ég lána kannski eitthvað af þessu næst þegar ég öppdeita CV-ið mitt. Múhaha. Vona bara að kúnnarnir lesi ekki lýsinguna á heimasíðunni áður en ég tala við þá í kvöld. “So, I saw that you have extensive experience in hotel operations...” já einmitt 8 mánuðir sem receptionisti hjá City Inn (bíddu...og City Inn er kúnni! garg). Oh well. Efast um að nokkur leggi beint á minnið hvað Fröken Fix hefur unnið sér til frægðar, nema kannski helst að hún kunni íslensku og norsku. Það ku vera frekar spes á þessum slóðum.

Jamm ætla að reyna að standa mig vel í kvöld. Hafa fasta í hausnum mynd af launahækkun..slef slef...Svo fæ ég ágætis “verðlaun” líka um helgina en það er bank holiday og við Binni ætlum að skella okkur til B B B Bristol! Fengum þessa líka svaka díla á hóteli (aðal keppinaut City Inn hehe), lestarmiðum og leikhúsmiðum. Loks sjáum við leikrit í Old Vic, elsta starfandi leikhúsinu í UK: The Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde, all-male cast. Should be interesting. Skellum okkur eflaust líka á uppáhaldspöbb okkar ever, White Lion Inn við Clifton brúnna, og jazzholuna góðu Tantric Jazz.

Já maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni um helgar þegar það er gesta-hallæri á heimilinu. Og gott ad komast i burtu fra sudaustur horninu og stefna vestur. Er nefnilega i fylu uti London i dag. Var 2 klst 15 min a leid i vinnuna i morgun, eftir ad hafa verid stuck lengst nidri tube kerfinu eins og i sardinudos og vera svo rekin uppur thvi aftur vegna “emergency”. Ekki mjog thaegilegt ad heyra ad thad se emergency (bomba? slys?) i theim kringumstaedum. Er enn ad jafna mig hreinlega! Flaektist svo um undirheimana a theim 3 linum sem virkudu og kom inn thryst og threytt. Nei, London er ekki vinkona min i dag grrrrr.

|

föstudagur, maí 20, 2005

Um Eurovision og tolvuleiki
Island ekki med i Eurovision – frat madur. Afram Norge og strakarnir i Wig Wam i stadinn? Vissi reyndar ekki fyrr en i gaer ad keppnin vaeri nuna um helgina – nanast ekkert talad um thessa keppni i fjolmidlum her. Annars er thessi keppni natturulega bara djok. Ein risastor timaskekkja. Thaettir eins og Pop Idol, X-factor og Fame Academy longu bunir ad taka frammur thessu. Thad eina goda vid keppnina er ad hun er agaetis astaeda fyrir parti! En vid Binni verdum fjarri godu gamni hvort sem er a morgun, eigum mida a show i London – hef ekki farid a show sidan vid fluttum hingad ut svo eg er mjog spennt. Treysti a ad thad verdi amk. betra en Eurovision.

Var a fullu i Playstation i gaer – sma skorpa thessa dagana. Komst loksins afram um daginn eftir ad hafa verid fost i nokkurn tima, en aefingin skapadi meistarann! Buin ad festast sma nokkrum sinnum sidan, en er nu komin a gott skrid og fer bradum ad klara leikinn held eg. Er lika alveg bradum til i ad profa nyjan leik. Ef einhver veit um skemmtilega leiki tha endilega koma med uppastungur. Er ad spa i Indiana Jones, Loru Croft, eda kannski Sims...hefur einhver profad Sims? Eg var nu einu sinni ad reyna vid SimCity i laptoppnum minum en komst aldrei afram – var a fullu ad reyna ad leggja rafmagn fyrir ibua borgarinnar en tokst thad einhvernveginn ekki...svo redustu geimverur bara a borgina mina fyrir rest og eydilogdu hana! Hundfult.

Annars thotti mer gaman ad sja grein um daginn um agaeti tolvuleikja. Tolvuleikir fa alltof mikid “bad press” thessa dagana, ad their seu ad gera unga folkid feitt og heimskt og ofbeldishneigt. Their hafa liklega e-d ad segja um ad krakkar hanga meira inni en adur en hitt er eg ekki svo viss um. Gaurinn sem skrifadi thessa grein varpadi ljosi a thad hversu erfidir margir tolvukleikir i dag eru – madur tharf oft ad hugsa hratt, velja ur morgum moguleikum og taka akvardanir. Meira interaktivt en baekur t.d. (Margt i sjonvarpi i dag hefur lika thessa eiginleika, t.d. raunveruleikasjonvarp sem snyst ad morgu leyti um strategiur – svipad og i tafli kannski?! bara miklu meira spennandi!) Thad er freistingin ad sja naesta bord og eflaust afleidingar akvardanna sinna, sem sygur folk inni leikina. Meikar sens, ahugavert, og eflaust efni i doktorsritgerd. Anyone?

My worst fears are confirmed…..sidustu daga er eg buin ad sja otal yfirskriftir i blodunum: “Tube Hell this summer – overcrowding and blazing heat”, “Tube closures for 3 months”, “Rail strike”, o.s.frv. Thetta er ekki fyndid lengur! Well, litid sem madur getur gert. Reyni ad komast af med blaevaenginn sem eg keypti i Sevilla i fyrra.

|

þriðjudagur, maí 17, 2005

Fröken Fix að meika það
Ja eða svona næstum því. Fór í “appraisal” í vinnunni fyrir nokkrum dögum og fékk bara þetta líka massagóða feedback. Er víst að standa mig mjög vel og hef farið frammúr væntingum vinnuveitenda minna. Það lá við að þeir hneigðu sig fyrir mér, ja allavegana þökkuðu þeir mér í bak og fyrir fyrir frammistöðuna. Maður roðnaði næstum, bjóst ekki alveg við þessu...! En ég er víst á góðri leið með að geta unnið alveg sjálfstætt sem er “of great value to our company”, svona til að kvóta bossana mína frábæru beint. Ætla að muna það þegar ég fer í launaviðtal í júní og heimta mannsæmandi laun, grrrrr! Já það er sérstaklega mikilvægt að standa sig vel núna því það eru búnar að vera miklar breytingar hjá fyrirtækinu, nokkrir að hætta og því þarf eflaust bráðlega að prómótera aðra.....

Svo ég er ánægð með það. Finn enda að þetta starf á mjög vel við mig. Og verður bara skemmtilegra, en ég var kannski óþarflega neikvæð í byrjun þegar ég hugsa tilbaka 4 mánuði. Loksins komin á rétta braut í vinnumálum - ja kannski ekki enn í draumadjobbinu en nær því amk. Consultancy er málið pour moi.

Mikið er annars hressandi að hafa allt svona skipulagt og prófessional með feedbackið, ég hef amk. ekki kynnst svona áður. Farið ofan í hvernig maður stendur sig á öllum helstu sviðum - hvar maður stendur sig vel og hvar maður þarf að bæta sig. Og ég finn strax að í framhaldinu er verið að láta mig hafa verkefni sem bæði nýta þau svið sem ég er góð í og önnur sem taka á sviðum sem ég þarf meiri þjálfun í. Góð stjórnun einfaldlega. Munar öllu.

Hvað varðar verkefni hef ég samt verið að flakka soldið á milli undanfarið, byrja á einu og svo er hætt við og byrjað á nýju (þeir geta aldrei ákveðið sig þessir kúnnar!). No Bristol eftir alltsaman um daginn. Þá byrjað á Newcastle. Ég var farin að hlakka til að heilsa uppá það fyrrum mekka kaupglaðra Íslendinga en þá var því frestað líka. Fór þá að kíkja á spænska markaðinn sem var góð tilbreyting og nú er ég að hanna og útfæra smá rannsókn á markaðsaðgerðum upper-budget hótelfyrirtækja. Jibbí gaman.

En yfir í aðra sálma. Nýafstaðin helgi var tíðindalítil fyrir utan eilítið “djamm” sem við Binni lentum á á föstudaginn var. Ja, “römbuðum á” frekar bókstaflega. Við vorum bara að labba heim frá hefðbundnu “pöbb eftir vinnu-pizza eftir pöbb-pöbb eftir pizzu” dæmi þegar við röltum framhjá hótelbar sem við héldum alltaf að væri ekkert sérstakur og höfum oftsinnis labbað framhjá, svona hálffalinn einhvernveginn, en við nánari athugun kom í ljós að þetta er heljarinnar djammstaður! Stórt dansgólf og DJ og bongótrommur. Diskó friskó! Við vorum ekki lengi að panta á barnum og skella okkur á dansgólfið. Ég sem hef ekki dansað í háa herrans tíð nýtti sko tækifærið og tjúttaði villt og galið. Nýtti hvert einasta bít. Elska hreinlega að dansa en hér fær maður ekki mörg tækifæri til þess bæði vegna pöbbakúltúrsins (siiiiitja og drekka bjór vessgú , “laddish style") og þess að maður á enga vini hér til að tjútta með, snökt...En nú hef ég fundið bjargvætt minn, hótelbarinn góða. Og dansa bara við Binna Rokk eða sjálfa mig. Maður bjargar sér sko. Það verður nú samt að segjast að þetta var þokkalegur kjötmarkaður. Vúffa. Allir að glápa glápa glápa...dressaðir upp og slick. Nema við í skítugum vinnufötum, en það gerði ekkert til. Gott óvænt djammerí.

Það kom í fréttum um daginn að þetta sumar verði eitt hið heitasta ever hér í Bretlandi. Maður ætti kannski að gleðjast? En það fyrsta sem ég hugsa um er að þurfa að ferðast um í ógeðslega heitu og sveittu tjúbi, með öllum túristunum í ofanálag....úúúúfff! Maður er þegar farinn að finna fyrir aukinni traffík í kerfinu, hópar af frönskum krökkum á skólaferðalagi sem kunna ekki að standa hægra megin i rúllustigunum, og Ameríkanar og Japanir labbandi lúshægt og dragandi á eftir sér risaferðatöskur - sem maður dettur um. It´s only gonna get worse...ó boy!

|

miðvikudagur, maí 11, 2005

Heia Norge!
Osló ferðin mín um síðustu helgi var “kjempefin” í alla staði. Ótrúlega hefur maður gott af smá breytingu á umhverfi sínu. Þessi ferð var þvílíkt“frisk pust” inní líf manns (hehe verð bara að sletta aðeins hérna!). “Pusturinn” byrjaði strax þegar flugvélin lenti í Sandefjord (ég fattaði ekki að annað lággjaldaflugfélag flýgur beint til Gardermoen...úps). Rútan frá flugvellinum tekur 2 tíma, en maður fyrirgaf það alveg því á móti kom að flugvélin flaug meðfram hinni gullfallegu suðurströnd Noregs í sólarlagi -ógleymanleg sýn- og svo virtist sem maður lenti í miðjum skógi. Aldeilis hressandi upplifun.

Það er ótrúlegt hvað lönd geta verið ólík þó það taki bara 1 ½ tíma að fljúga á milli þeirra. Maður tók strax eftir plássinu og fólksfæðinni - eitthvað annað en troðna London. Svo hreinlegt líka. Sæt stór gul og rauð timburhús þutu framhjá á leið inní borgina. Þjóðarstoltið greinilegt af fánunum um allt (100 ára jubileum 17. maí í næstu viku -annars þarf ekki mikið til að fá norðmenn til að flagga hvort sem er). Minningarnar hlóðust alveg upp á leið inní borgina - “þarna tók ég oft sporvagninn, þarna vann ég eitt sumar, þarna fékk ég mér Texburger”....mjög skrýtin tilfinning.

Og flestallir háir og ljóshærðir, og óneitanlega “penara” fólk en það breska... Talandi um útlit, maður tók reyndar alveg eftir því að það liggur einhver einkennileg pressa í loftinu um að allir eigi að vera svo “kúl” og að borgin eigi að vera eitthvað svo “kúl”. Vivian vinkona sem ég gisti hjá nefndi þetta að fyrra bragði við mig. Svona svipað dæmi og er í Reykjavík eflaust. Einhver rembingur við að vera svo öðruvísi og kúl en samt eru allir eins í “kúl”heitunum! Allar stelpur í þröngum gallabuxum ofan í brúnum stígvélum og margir strákar með tóbaksklúta um hausinn (sú bylgja kemur amk. ekki héðan!). Ein undantekning er þó alltaf trausti hópurinn í útivistarpakkanum í bænum, þ.e. fólk í úlpum í norsku fánalitunum með bakpoka eins og það sé á leið uppá fjöll (og örugglega appelsínur og Kvikk Lunsj í pokanum en það er nefnilega innihald týpísks “turpakke” að sögn norðmanna). Það er auðvitað kúl.

Fyrsta daginn fórum við Vivian í stóran göngutúr. Það var jú uppstigningardagur og því að sjálfsögðu allt “stengt” að hefðbundnum norskum hætti. Þó ekki gamli skólinn minn NMH. Þar voru krakkar í prófum. Sátu við borð að leysa hópverkefni eins og maður gerði fyrir 6 árum. Ekki mikið breyst. Púff maður þau voru oft heavy helgar og heillar-viku hópprófin. Við gengum líka framhjá stöðum sem ég bjó á sem voru, ef eitthvað er, enn meira scruffy en mig minnti (eða kannski er standardinn bara orðinn hærri núna...). Fékk mér pulsu með steiktum og french hot dog dressing sllllurp. Um kvöldið hittum við svo Anne, þýska vinkonu mína sem er enn í Osló, í Grunerlokka sem var að verða “hip” hverfið í Osló þegar ég var þar og er núna þokkalega orðið það og jafnvel að verða yfirtekið af öðru hverfi núna. Anne hafði ekki breyst mikið heldur. Við töluðum fjálglega um hvað væri búið að gerast í okkar lífum síðustu 5 ár, yfir burritos og mojitos sllllurp. Dj...voru drykkirnir annars dýrir, whooaa! Það hefur heldur ekki breyst. Kjell Magne stýrir því með harðri hendi -og hefur allt Oslóarfólk upp á móti sér skv. því sem ég heyrði.

Eftir fyrsta daginn og nokkra bjóra var norskan farin að renna úr munni mér ansi liðlega. Eitt og eitt orð sem ég strandaði á. (En á endanum var ég hætt að taka eftir syngjandanum sem manni finnst svo augljós fyrst og á erfitt með að ná sjálfur, og svo var ég mas. farin að tala ensku með norskum hreim þegar við átti, herregud!)

Daginn eftir fór ég ein á röltið í sólskinsblíðu niður í bæ þar sem var mikil stemmning, margir búnir að taka sér frí. Settist á Aker Brygge, horfði á bátana í höfninni og furðaði mig enn og aftur yfir ljótleika ráðhússins. Hitti svo Caroline og Lars fyrrum “samboere” sem var einkar gaman. Þau höfðu ekkert breyst heldur. Lars sami furðufuglinn, býr enn í íbúðinni “okkar” á Osterhausgate (!!) og gengur víst ekkert of vel með nýja galleríið sitt sem leit annars mjög vel út. Enda risky business það. Caroline að meika það í blaðamennskunni og líklega á leið til London í heimsókn, kuuuuult! Um kvöldið kíktum við á ókeypis útitónleika sem kom svo í ljós að var ekki mikið varið í - allt of mikið af unglingum og engin ölsala og öll bestu norsku böndin þegar búin að spila þegar við komum. Bara einhver væminn Espen Lind að væla í míkrófóninn. Ég hefði viljað sjá Kurt Nilsen “the hobbit idol” en við nenntum ekki að bíða. Og gáfum skít í unglingafóðrið Mel C og Brian McFadden. Enduðum því á pöbbarölti í Grönland (nýjasta hip hverfinu sem var alls ekki hip fyrir 5 árum). Þar var íslenskur stíll á hlutunum - biðraðir til að komast inn á staði, dyraverðir, rándýrir drykkir og svo mikill troðningur á barnum að dýrmætur bjórinn helltist allur yfir mann hvort sem er. Hrrrmpphh. En kebab-inn á eftir var góður. Það staðfestist hérmeð að norskt kebab er það besta í heimi! Algjört þurrt krapp sem maður fær hér í UK. Þarna kunna þeir að gera almennilegt djúsí stöff. Alveg sama þó maður fái magapínu á eftir, hehemm.

Á laugardeginum var svo farið útí eina eyjuna í Oslóarfirðinum, Hovedöya. Sól og fínt fyrsta hálftímann. Algjör paradís, allir að grilla og í sólbaði, að dást að sumarbústöðunum á hinum eyjunum og bátunum í kring. Eftir hálftíma í paradís kom svo allt í einu geðveikt rok, teppin okkar fuku útum allt og við hnipruðum okkur saman og hámuðum í okkur brenndu pulsurnar (sem voru nb. í “lompe” flatköku ekki pulsubrauði sem bragðaðist bara furðuvel). Brrr. Ekta norðurlanda dæmi, að láta sig hafa það, að neita að viðurkenna að það sé orðið of kalt til að sitja úti og pína sig og sannfæra um að þetta sé málið! Alveg geggjað. Svona er alltaf svo gaman í minningunni.

Áður en haldið var heim var svo keyptur brauðostur (cheddarinn hérna er svo assk...þurr ofan á brauðið) og lifrarkæfa, og nammi handa vinnufélögunum sem fekk góðar viðtökur, mas. lakkrísinn kláraðist! Kom líka heim með Lisu Ekdahl disk sem mig hefur langað í svo lengi en aldrei fundið hérna úti. Öppna upp ditt fönster...trallallallala. Keypti líka tvær norskar bækur en varð að hætta við að kaupa bók með uppáhalds myndasögu hetjunni minni þessa dagana, Nemi, snökt, því hún var of dýr. Verð bara að láta duga að lesa nokkrar slíkar snilldar-Nemi-ræmur í Metro á vikudögum í tjúbinu.

En það var líka bara gott að koma aftur til London/Guildford. Aftur í þrengslin og “sorry”, “excuse me”, “thank you” yrðin sem þeim fylgja....innanum fólk í allskonar tísku og ekki-tísku.

En mig langar strax aftur til Norge. Og taka þá Binnalíus með. Og kíkja þá á alvöru firði og fjöll, t.d. Geirangursfjörðiinn og Preikestolen. Það myndi hann sko fíla, det vet jeg nok.

|

þriðjudagur, maí 03, 2005

Summer summer summer time....
Og mér er heitt í kinnunum og ég er rauð á nefinu eftir heitustu helgi ársins. Fórum í einn lengsta göngutúr síðan við fluttum hingað í gær á Bank Holiday, meðfram ánni í áttina frá bænum. Vorum svo forvitin að sjá hvað lægi framundan ef við færum bara aaaaðeins lengra að við enduðum í bænum Send (?) einhversstaðar “lengst í burtu”. Ja, amk. vorum við orðin svo glorhungruð og þreytt og þyrst þegar við loksins fundum pöbbinn sem var búið að lofa manni á National Trust skiltunum meðfram ánni, að við urðum freeeekar pirruð þegar stelpan á barnum sagði að það væri ekki lengur hægt að panta mat. Argghh. Alveg ekta svona “computer says NO” situasjon. Urrrrrr. Ekki einu sinni franskar? NO. Computer says NO. Þó fólkið á næsta borði væri að skófla í sig nýsteiktum hamborgum og laukhringjum. Svo það varð á endanum bara gos og crisps poki og labbað tilbaka með blöðrur á fótunum og öskrandi garnagaul. Samt gaman. “Explorer-inn” í manni fékk smá útrás.

Já öll einkenni sumars eru að byrja að koma í ljós. Góða lyktin af sólaráburði og after-sun. Cricket-kallarnir komnir út á völl fyrir framan húsið í sínu hvítu búningunum. Bjöllur ísbílsins orðnar kunnuglegur hljómur aftur. Garðurinn allur að lifna við -feitar býflugur, fuglsungar og íkorni gær á fullu útum allt. Og búið að planta nokkrum vel völdum blómum úr B&Q í beðin. Freistaðist ekki til að kaupa tómata, eggaldin og jarðarberjaplöntur því ég veit að maurarnir og sníglarnir myndu bara éta þetta allt nema maður sé með e-ð skothelt system, skordýraeitur osfrv. Þá er ekki lengur mikill tilgangur með svona “lífrænni ræktun”, er það nokkuð? Maurarnir átu amk. vænan skammt af kryddjurtunum mínum í fyrra og ég nenni ekki því svekkelsi aftur. Það var samt erfitt að labba framhjá loforðinu um manns eigin aldingarð þarna í B&Q í dag.

Talandi um aldin. Ég er búin að finna frelsara minn í hádegispásum í vinnunni. Frrrrrresco! Pínulítill skærgulur staður rétt hjá skrifstofunni sem sérhæfir sig í djúsgerð. Ferskur djús úr öllum mögulegum ávaxta og grænmetis (ughhh) tegundum. Ahh akkúrat það sem maður þarf til að fríska sig við. Í staðinn fyrir pepsimaxið sem ég kaupi mér stundum og held að ég sé að gera e-ð voða sniðugt (sykurlaust og samt massa koffín og svona) en svo líður mér ekkert vel eftir það. En Fresco djús er eins og að fá sólskinsskot beint í æð. Ætla að smakka kiwi næst, kannski kiwi og melónu saman. Og jarðarber, og og og....En sleppi þó sellerísafanum sem Rhi var svo djörf að prófa um daginn (það bragðaðist alveg jafn illa og maður ímyndar sér sko). Sleppi líka “safa dagsins” sem er yfirleitt einhver duló blanda eins og “rauðrófa+ engifer+ kínakál” (er ekki að djóka þetta var um daginn). Á að vera eitthvað svaka detox dæmi - jeje whatever, jarðarber er alveg meira en fínt fyrir mig takk, “detox” eða ekki.

Það lítur allt út fyrir að þetta verði menningarsumarið mikla hjá okkur Binna í ár. Kominn tími til. Man varla hvenær ég fór síðast á safn eða í leikhús. Fullt af óplönuðum fríhelgum framundan sem má nota í svoleiðis. Binni gaf mér í útskriftargjöf miða á The Producers eftir Mel Brooks sem við förum á núna í maí, en það ku vera alveg organdi fyndið show. Ætla að heimta að fá að stjórna soldið þeim degi, fara í Tate Britain eða V&A, eða í dýragarðinn eins og Kolla og Aron gerðu um daginn ef veðrið er gott. Enda svo á spænsku tapas pleisi nammmm. Það lítur svo allt út fyrir að við munum skella okkur á nokkra tónleika í sumar líka. V-festival rétt hjá Ástu systur - þar verða Oasis, Texas, Chemical Brothers ofl. og etv. Guilfest hér nokkur skref frá húsinu okkar. Hemm já. Í fyrra var það Blondie, í ár er það draumur Binna, old fart stöff: The Pogues (gömul fólksí írsk grúppa sem ég þekki ekki) og The Proclaimers (skosku tvíburanördarnir: “500 mææææjls...”) en þá síðarnefndu hef ég aldrei þolað! En reyndar, þá er ég búin að lofa Binna að fara með honum ef hann 1) fær engann annan með sér 2) gefur mér miða, eða 3) ef Ásta og Justin vilja líka koma að hlusta á skosk harðlífishljóð. Því ég gæti nefnilega farið “for the laugh”. Spurning samt hvort maður geti hlegið mkið lengur þegar þeir eru komnir á lag nr. 10 “A letter tuuuuuuu Amerrrrrrrrikkkkkkkaa...”
Nei þá langar mig nú eiginlega frekar á Bacardi Live festival í London en þar er Jamiroquai að spila (sunnudaginn 3. júlí, 30 pund miðinn) og diskó-grúv DJ-ar líka, eins og Joey Negro úúújeeeeee. Ætla að reyna að plata Binna, en ef einhver Jamiroquai aðdáandi hefur áhuga á að koma í heimsókn og skella sér með- bara hafa samband!

En talandi um menningu og sérstaklega spænska menningu, en ég var að fá sent til mín fyrstu útgáfu af spænskunámskeiði sem ég er orðin áskrifandi að. Já, alveg brilljant system held ég, fyrir þá sem hafa ekki tíma til að fara á námskeið en kunna slatta í tungumálinu og þurfa bara æfingu í að hlusta og lesa (því miður ekki tala en það er bara afsökun fyrir aðra Spánarferð): audiomagazine heitir þetta og er til á frönsku, þýsku, spænsku og ítölsku. Maður fær sendan disk með viðtölum og greinum úr frétta og menningarheimi þess lands sem á við, og blað svo maður geti lesið með, ásamt glósum og æfingum. Þetta fær maður sent svo hvern eða annan hvern mánuð. Þeir senda til útlanda líka svo nú er engin afsökun fyrir ryðgaða non-UK residents til að fríska ekki uppá tungumálakunnáttuna hehe.

Ég fór líka í sumarklippingu um helgina. Gat bara ekki haldið þetta út lengur. Síðustu 2 ár hef ég verið að spara í hárgreiðsluútgjöldum, hef neitað að borga meira en 20 pund fyrir klippinguna og hef sleppt strípum. Var af einhverjum undarlegum ástæðum líka forvitin að sjá minn eiginlega hárlit uppá nýtt eftir mörg strípuð ár. En al-strípulausa hárið entist ekki svo rosalega lengi. Fékk hreinlega ógeð af þessum dull skollit (who´s kidding who - hann er bara óspennandi hvað sem hver segir!). og skellti mér í hele pakken sem ég hafði engan veginn efni á, en það var þó bara “rakarinn á horninu” ekki Tony & Rippoff Guy svo ég sparaði nú kannski smá. Og vá hvað mér líður miklu betur. “Allt önnur manneskja” eins og Fía frænka mín á til að segja með reglulegu millibili. Blondínan reddí í sumarpakkann.

Svo er það bara heia Norge á morgun. Jada. 5 years on. Ýmislegt búið að breytast síðan þá. En samt ekki svo mikið. Held að ég sé ekkert svo breytt. En það verður gaman að sjá hvort vinir manns hafi eitthvað breyst. Mér er búið að takast að hafa uppi á öllum helstu vinum mínum sem ég átti þarna og eru þar enn, m.a. Caroline og Lars sem ég bjó með á Osterhausgate í miðju “slum” hverfi Osló. Caroline er nú blaðamaður hjá Aftenposten og Lars, sem var alltaf mjög sérstakur drengur og vissi ennþá minna en ég hvað hann vildi verða þegar hann yrði “stór”, er víst búinn að opna gallerí hjá ráðhúsinu. Það verður spennandi að sjá það. Og þau að sjálfsögðu. Er bara hrædd um að þetta verði ekki nógur tími. En þetta verður löng helgi pökkuð með skemmtilegu stöffi. Búið að plana picnic á eyju úti í firðinum ef veður leyfir. Og útitónleika niðrí bæ. Og afmælispartí. Og hitta alla á ýmsum stöðum. Öl og reker á Aker Brygge kannski. Aahh. Og kíkja svo á öllu gömlu staðina, NMH, ógeðslegu stúdentagarðana sem ég bjó á fyrst, kebabbúllurnar rétt hjá Osterhausgate (þar sem kall var einu sinni skotinn til bana), Tex-burger (næstum því betri en sjoppuborgararnir á Íslandi!). Og ég veit ekki hvað. Júbbí! Ætla að reyna að lesa aðeins í norsku bókinni sem ég er með hérna úti til að rifja upp. Gengur ekki vel. Held það hjálpi heldur ekki að vera að byrja á spænskunámskeiði. Tha fer madur ad segja hluti eins og “Hola, hvordan hablas du que?” Maður er meiri rugludallurinn.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?