<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 27, 2005

Home sweet home
Jæja þá er maður mættur á klakann, í rokið og rigninguna og jólin búin. Loks búið að takast að snúa sólarhringnum rétt. Það voru nokkur viðbrigði að koma í skammdegið og stórfurðulegt að þurfa allt í einu að klæðast "normal" fötum og mála sig (maður var bara búinn að gleyma því hvað maður getur verið sætur, ha?) en það er gott að vera kominn á endastöð enda búið að vera mikið fart á manni undanfarið. Mér finnst samt einhvernveginn eins og ég hljóti að vera á leiðinni út til UK aftur í næstu viku bara. Verð stöðugt að minna mig á að svo er ekki. Er samt mjög sátt við þetta.

Svo líður ekki á löngu þangað til maður verður kominn út til UK aftur hvort sem er. Kaldhæðni örlaganna, hehe, en fyrsta vinnuferðin mín verður eftir 2 vikur til Manchester í tilefni þess að Icelandair er að hefja flug þangað. Ekki eitt ljótt orð meir um þá borg þá hmmm. Nei nei bara gott mál. Annars hlakka ég bara óskaplega mikið til að byrja í nýju vinnunni.

En fyrst er að koma þaki yfir höfuðið í þessu brjálaða roki. Við Binni flytjum niður á Óðinsgötu 22a í dag eftir afslöppuð jól hjá fjölskyldunni. Við erum frekar sambandslaus enda síma, gsm og netlaus, en ef einhver hefur áhuga á að heilsa uppá okkur þá má endilega koma við bara á Óðó en þar verður okkur að finna mestan part sólarhringsins næstu vikuna. Við verðum þar að reyna að skvísa öllu draslinu okkar inn og flikka aðeins uppá íbúðina. Þá bið ég bara að heilsa þangað til ég kemst næst á netið...

|

þriðjudagur, desember 20, 2005

Stora eplid svikur aldrei
Vid Binni erum buin ad hafa thad gott hja Modda og Ernu i New York undanfarna daga. Naestum thvi of gott bara. Buin ad testa american breakfast a alvoru diner, guffa i okkar risa buffalo burger og slurpa NY-style raspberry cheesecake, mmmm. Thetta er semsagt engin megrunarferd. Arg. Eg sem helt eg yrdi svo gronn og fin fyrir jolin eftir vonda matinn og turbo-raepuna sem eg bjost vid ad fa i ferdinni. Nei nei viti menn maturinn var bara svona massagodur allsstadar sem vid erum buin ad vera, og ekkert raepuvesen. Nema thad komi kannski a morgun eftir allt thetta at her i NY. Jaeja nog um raeputal, ekki mjog lystaukandi svona rett fyrir jolin, hermm.

Likaminn var reyndar ekki alveg ad meika thetta transition ur 30 stiga hita og raka i frumskoginum, og i nistandi kuldann herna. Madur var ekki buinn ad pakka fotum fyrir thetta loftslag svo eg fekk thetta heljarinnar kvef a degi 1. Og smitadi alla a heimilinu virdist vera. Host host. En madur laetur thad ekki a sig fa. Og heldur ekki verkfallid, en allar almenningssamgongur lagu nidri i dag. Vid Binni vorum svo dugleg i dag ad labba alla leid ofan ur Empire State a 34 straeti gegnum midtown og upp Broadway a 113 straeti thar sem Moddi og Erna bua. Huff! Eg vona bara ad thad gangi vel ad na fluginu okkar a morgun til London.

Thratt fyrir kulda hofum vid verid mjog heppin med vedur, heidskirt og fallegt. Og gaman ad rolta um her i borginni, eg er buin ad fa morg flashback fra thvi thegar eg var her sumarid 1999 i einhversskonar starfsthjalfun. Kikti a thar sem fyrirtaekid mitt var til husa, en mer syndist vera buid ad breyta ollu og einhver hundljotur banki kominn thangad i stadinn. Einnig var skrytid ad sja Ground Zero en thegar eg var her sidast thotti mer einmitt skemmtilegast af ollu ad fara upp i turnana tvo, svo gedveikt utsyni. En nuna er thetta bara heljarinnar stort, tomt svaedi. Opid sar. Hrikalegt ad sja thetta.

En thad er ekki laust vid ad madur se smam saman ad komast i jolaskap herna. Ollu jolalegra her en i mid-ameriku verd eg ad segja. Their spila almennileg jolalog herna, thessi gomlu godu - ekkert "Feliz Navidad" rugl eins og i Mexico (tho var svolitid skondid hvad madur var farinn ad geta raulad med thessum latin jolalogum a endanum!). Reyndar held eg ad eg komist ekki i almennilegt jolaskap fyrr en eg lendi a klakanum hreinlega. Okkur gengur lika frekar illa i jolainnkaupum, ja reyndar eru thau fa og engin eftir (sem betur fer thvi thad thydir ekkert jolastress en eg thekki ekki thydingu thess ords hvort sem er), en verdur madur ekki ad fylla minnst 2 aukatoskur fyrst madur er herna og dollarinn svo hagstaedur? jaeja amk gengur thad illa af einhverjum astaedum. Td. er eg ekki ad fila New York tiskuna. Risa bobble-kapur med lodhettu, derhufur, hvitir strigaskor og svona. En okkur tokst tho ad kaupa eitt eftir mikla umhugsun: taddaraddada.....stafraena myndavel! Erum rett buin ad kveikja a henni svo eg lofa ekki myndum alveg strax. Reyndar fyndid ad vid skulum loksins kaupa vel thegar bloggin okkar eru a sidasta snuningi og lif okkar bradum ad verda kannski heldur meira vanafost og boring, en jaeja, tha er madur amk kominn i klubbinn. Thydir vist ekkert annad. Annars var thetta mjog fyndin bud sem vid forum i. Allt gydingar sem vinna tharna, i ollum gallanum, med gydingahufur, langa krullubarta osfrv. Svona 200 stk krullubartar serfrodir um allt taeknilegt. Og vorurnar komu fljugjandi til manns a faeribandi i loftinu. Ja margt skrytid i henni ameriku.

Ja svo thetta er buid ad vera fint herna. Mer tokst lika ad kikja adeins a Sigga Skyrgam sem er ad gera spennandi hluti her. En a morgun er thad flug til London og stutt dvol i gomlu godu Guildford til ad taka sidustu (bresku) paentuna fyrir jol. Og eg er alveg satt vid thad. Thetta eru bunar ad vera geggjadar 5 vikur a ferdalagi. En nu er madur ordinn svolitid threyttur a ad lifa uppur bakpoka og vera i somu fotunum alla daga. Og er reddi ad koma heim til mommu og pabba i kalkun med jolamessuna glymjandi inni i eldhusi. Ahhh.

|

mánudagur, desember 12, 2005

Su gamla rokkar

Hofum dvalid undanfarna daga i gomlu hofudborg Guatemala, Antigua. Madur heldur sig fyrir utan "nyju" hofudborgina Guatemala City enda rikir thar vist ottalegt lagaleysi og ofbeldi. En Antigua er voda naes. I dag forum vid i gongu upp eldfjall her rett hja, Vulcan Pacaya. Horku pul ad fara tharna upp og madur fekk ad kikja ofan i toppinn - hann Pacaya gamli pustar vel, ekki laust vid ad madur hafi andad ad ser nokkrum vaenum skommtum af eitrudum gufum i leidinni, puff! Annars minnti brennisteinsfylan mann bara a Island eiginlega.

Sem minnir mig a thad, nu eru minna en 2 vikur eftir af ferdinni, Jesus Maria! Flestum thykir nu 2 vikna fri bara dagott (sjalf man eg varla eftir thvi ad hafa farid i lengra fri en skitna viku) en allt i einu virkar thetta svo litid. Ferdin hefur samt gengid svo vel ad vid erum komin frammur planinu okkar. Svo vid getum baett vid "bonusum". Fljugum a morgun nordur i land til ad tekka a Tikal pyramidunum thar sem apakettir rada vist rikjum (fyrir utan Maya draugana). Verdum thar i tvaer naetur. Tha er thad New York fyrir helgi, en vid gatum lengt New York dvolina i 5 daga i stad 3. Jibbi! Hefur eflaust slaem ahrif a ferda budgetid en what the h... madur er ekki a hverjum degi i Nyju Jorvik. Jafnvel ad madur geti reddad joladressinu a sidustu stundu i Macy`s.

Tha var thad ekki lengra i bili enda er eg ordin threytt a thessu stifa Guatemalenska lyklabordi.



|

fimmtudagur, desember 08, 2005

Paradis...
...er her a thessu hoteli a Lake Atitlan.

Liklega fallegasta utsyni i heimi yfir undurfagurt vatn umkringt eldfjollum.

Bidjum ad heilsa.

M&B.

|

mánudagur, desember 05, 2005

I godum gir i Guatemala
Jaeja vid meikudum thad yfir landamaerin fyrir 3 dogum, floknasta landamaerayfirferd min til thessa - fyrst ruta, svo taxi, svo labba sma spol med pokana, svo aftur bill einhverja krokaleid, svo hent inni (mjog hraa) rutu og af stad - thad var heldur meiri kaos Guatemala megin og madur vonadi bara ad manni hefdi verid hent uppi rettu rutuna...juju. Thad er einkum tvennt sem madur vonast innilega eftir i Guatemala bussunum - nr eitt ad rutan hendist ekki af veginum (their aka aaaansi hratt herna og fjallshlidarnar eru aaaansi brattar) og nr. 2 ad farangurinn manns theytist ekki af grindinni ofan a. Hvorugt hefur gerst hingad til sem betur fer, og nu erum vid komin langleidina ad endastodinni. Fjukkett. En thad er samt mjog gaman ad ferdast med rutunum og thetta virkar alveg tho se soldill kaos. Thaer kallast "chicken busses" og eru litskrudugar skolarutur fra USA ca 1950. Their troda gjorsamlega i thaer folki, dyrum og farangri, spila gargandi haa marimba tonlist og svo hoppa krakkar uppi rutuna reglulega til ad selja manni avexti, gos, penna, allt mogulegt. Saetin eru pinkulitil og madur hangir a annarri rasskinninni og heldur ser fast i. Thad er stoppad hvar sem er og folk og farangur hendist af og a i rykmekki. Eins og segir rettilega i guide bokinni okkar: "there´s never a dull moment in a chicken bus".

Svo Guatemala lofar godu. Ekki svo olikt sudur Mexico, edlilega, en tho enn dramatiskara landslag, eldfjoll, og allt heldur hrarra. Enda fataekara land og nybuid ad verda fyrir hrikalegum fellibyl. Vid hofum ekki ordid mjog vor vid thad, nema i rutunni fra landamaerunum tha vorum vid stopp i ca klukkutima ad bida eftir ad komast yfir svaedi thar sem hafdi ordid sma skrida. Sma panikk (adallega yfir thvi ad geta ekki komist a klosettid og hafa ekki nog vatn!) en thad reddadist og trodfull rutan klongradist yfir og bibbadi hatt. I dag aetludum vid svo a svaedi thar sem madur getur badad sig i heitum hverum en thad er nu lokad vegna fellibylsins. Vid aetlum samt ad tekka a odrum bodum i stadinn. Ja thetta er heilmikid eldfjalla svaedi her, ha og tignarleg eldfjollin gnaefa yfir, og audvitad slatti af heitu vatni eins og a Islandi. A morgun er td planid ad fara uppi einskonar "Viti" theirra Guatemalabua. thad ma kannski spyrja sig af hverju madur tharf ad fara svona langt til ad labba uppa eldfjoll og fara i "bla lon", haha!

Fyrir ahugasama tha erum vid nuna stodd i borginni Quetzaltenango (kollud Xela - tho ekki einfaldara ad bera thad fram!) i vestur- halondunum. Stadarnofn hafa ordid skrytnari og skrytnari thvi lengra sem madur fer i austuratt...vid komum i gaer fra Huehuetenango (kollud thvi oskyra en kruttlega nafni huehue). Forum thadan a mjog afskekktan stad hatt uppi fjollum - 2 skroltandi timar i chicken bus - til Todos Santos Cuchutaman. Sa baer var nu bara draumur mannfraedinga - mjog traditional og hver einasti madur i hefbundnum skrautlegum buningi. Kallarnir i raudum rondottum buxum med strahatta og konurnar i utsaumudum blaum blussum med teppi a hausnum. Thad var markadsdagur thegar vid komum og mikid fjor. Og karlmenn baejarins greinilega ansi blautir! Engir barir til ad fara a svo allir hengu bara uti med bjor i hendi vaggandi og syngjandi....einkennileg utgafa af Laekjartorgi pre-frjals opnunartimi veitingarstada! Thetta var einkennilegur baer...hvitagaldur stundadur tharna (dyrafornir etc) og skrytin stemmning svipud og um daginn i juchitan i mexico...i thessum bae a madur lika ad varast ad taka myndir af folki - fyrir adeins nokkrum arum drapu their Japana sem var ad taka myndir af krokkum - yikes! En thetta var vinalegasta og myndarlegasta folk og thau bua tharna i mjog fallegu landslagi uppi fjollum, tala sitt eigid tungumal og hafa nog af mais til ad guffa i sig.

A morgun er planid ad halda afram til Lake Atitlan og slappa af thar i nokkra daga en thad ku vera einstaklega fallegt.

Bis spater.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?