<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 26, 2004

Auntie Maaaaja...
Þetta ávarp er ég búin að heyra allmörgum sinnum núna undanfarna daga. Ég var nefnilega að koma frá Woodbridge þar sem ég passaði Ben á meðan Ásta skar upp hin ýmsustu dýragrey og gaf nýrnaveikum og kjálkabrotnum kisum ýmist að borða eða sprautuna fyrir svefninn langa.

Á meðan kjassaði ég kisuna þeirra heima, slappaði af og lék við Ben. Í gær var ég barnapía í heilan dag. Ég er nú ekkert sérstaklega mikil barnagæla og skemmti mér ekkert konunglega sem AuPair þá 2 mánuði sem ég entist í því hlutverki, en þetta var leikur einn. Ég ákvað bara að það væri best að henda sér á gólfið (bókstaflega) og inní heim 4 ára stráks. Sem þýddi mikið bullerí, sprikl við Halla og Ladda bulleríismúsíkksnilld og ýmsir skylminga/ljóna-eltinga/Star-Wars leikir. Þetta brutum við upp með ferð niðrí bæ að sjá myndina Shark Tale í litlu gömlu og mjög svo sjarmerandi bíói. Fín mynd og hressandi helgi hjá Auntie Maaaju.

Ég kem sjaldan tómhent heim frá Woodbridge. Sit hér og mönsja á Tromp súkkulaði sem Ásta átti afgangs frá nammisendingu að heiman. Er reyndar búin að loka pakkanum kyrfilega og troða honum uppí skáp núna því þetta dót er ávanabindandi! Amk hættulega gott. (Hver fann upp þetta snilldar “marsipan” sem er í svo mörgu nammi á Íslandi? Það getur varla talist hágæðamarsipan á la Odense en sá gaur eða gella ætti að fá verðlaun að mínu mati!).

Í Woodbridge eru einnig margar delicatessen búðir og ég splæsti í tyrkneskt eplate og thai red curry paste úr einni slíkri í morgun á röltinu. Í kvöldmatinn hér er hinsvegar bara pulsupottréttur. Eini rétturinn sem ég man almennilega eftir úr matreiðslutímum hjá Álfheiði í Álftamýrarskóla í den, og í raun mjög ólíklegur kandidat sá, en hann hefur samt verið mis-reglulega á mínum borðum síðan. Líklega af því hann er svo einfaldur - og ódýr og glettilega góður (og strákar fíla hann vel, amk. strákurinn á þessu heimili - mæli samt ekki með honum ef verið er að bjóða í rómantískan kvöldverð): sjóða slatta af hrísgrjónum, bræða smjör á pönnu og setja vænan slatta af karrýi útí, steikja lauk og eplabita í því, skera svo nokkrar pulsur í bita, bæta þeim í, bæta í hrísgrjónunum, velta vel og steikja aðeins lengur. Mér finnst gott að skvetta svo smá soyasósu á minn skammt. Já þessa snilld lærði maður í matreiðslu, ásamt fæðuhringnum blessaða sem maður var minntur duglega á einu sinni í viku. Nú er náttúrulega búið að hring-snúa við þessum blessaða hring eftir tilkomu Atkins (mig minnir að “korn og brauðmeti” hafi verið ca. 1/3 af hringnum). Grey Álfheiður að þurfa að díla við það ef hún er enn að kenna þarna, en hún var minnir mig aldrei neitt sérstaklega góð að díla við “flóknari sitúasjónir”sem prakkaraskólakrakkar ollu oft á tíðum, blessunin. Það liggur við að maður gæti líka kennt Álfheiði og fæðuhringnum hennar um aukakílóin frá öllu brauð- og pastaátinu sem fylgir því að fylgja hinum einu-sinni-svo-heilaga-hring (þegar ég hugsa um það þá var hún ekki alveg laus við þau sjalf held ég). En ég á henni samt alltaf pulsupottréttinn að þakka. Og svo treysti ég frekar Álfheiði góðu en Hr. Atkins til að vita hvað er hollt og hvað ekki.

- - -

Rosalega er ég orðin spennt að vita hver vinnur kosningarnar í USA, eins og eflaust margir aðrir. Ég eiginlega sárvorkenni kjósendum þar því þeir eiga erfitt verk fyrir höndum að mínu mati. Ég hefði hreinlega ekki hugmynd um hvort ég ætti að kjósa Bush eða Kerry! Tveir frekar slappir kostir að mínu mati. Ég er á hlið Kerrys þegar kemur að samfélagsmálum eins og fóstureyðingum, stofnfrumurannsóknum og réttindum samkynhneiðgra (eins og Joan Rivers orðaði það svo vel um daginn í spjallþætti: “Of course I’m for gay marriage - it’s not fair that only us straight people have to go through divorce!”), en þegar kemur að þessu illnefnda “war against terror” þá veit ég ekki hvort er betra - að það haldi áfram í höndum Bush sem virðist þó amk. vera staðfastur í sinni stefnu og hafa heljarinnar drifkraft, eða fari í hendur Kerrys, sem, ja...þó ég þykist fylgjast sæmilega vel með þessu öllu saman þá finnst mér ég ekki ennþá hafa heyrt hans stefnu í þeim málum? Hmmm. Já ég er fegin að vera ekki Ameríkani núna.

Það er áhugavert hvernig áherslur hafa breyst í þessum kosningum vs. fyrri kosningar sem ég þekki. Áherslan er núna næstum öll á að “vernda Ameríku fyrir villimönnum” og á liðna atburði (9/11 osfrv.), í stað þess að líta til framtíðar eins og venjulega hefur verið áherslan. Mér finnst það hálf niðurdrepandi eitthvað. Better presidents -bring them on!

|

föstudagur, október 22, 2004

Af blöðrum og bólgnum heila
Vá það er bara komið að helgi aftur. Þetta er búin að vera heldur skrýtin vika. Er búin að vera í vinnuviðtölum alla vikuna meira eða minna. Úff þvílík keyrsla. Er komin með margfaldar blöðrur á fæturna eftir að hafa labbað til og frá og á milli lestarstöðva í London og Guildford á támjóum hælaskóm sem ég hef ekki farið í í marga mánuði. Og bólginn heila eftir að hafa bókstaflega “spilt my guts out” eins og þeir segja hér, í umsóknum og viðtölum. Það liggur við að ég sé komin með ógeð á CV-inu mínu og að reyna að selja heilann á mér aftur og aftur. Væri alveg til í að skipta alveg um nám og reynslu, vill einhver lána mér CV-ið sitt? Það væri aldeilis fersk reynsla að þurfa að selja sig sem geimverkfræðing eða fótsnyrti.

Annars held ég að þessi vika og undirbúningur hennar hafi verið hrein tímaeyðsla. Eitt starfið var algjört frat, ekkert eins og starfslýsingin sagði til um, og svo held ég að ég sé með of mikla reynslu/nám í hin störfin. Það er alltaf annaðhvort eða, virðist vera. Annað hvort er maður ekki með nógu mikla reynslu eða með of mikla. Stuck in the middle.

Ó jæja. En þessi vika var ekki alslæm. Öll viðtöl eru góð æfing fyrir önnur viðtöl og svo fékk ég að kíkja inn á nokkra skemmtilega staði eins og t.d. Somerset House í gær. Ein magnaðasta byggingin við Thames sem inniheldur nokkur gallerí þar sem er m.a. góður skammtur af impressionista málverkum eftir Monet, Manet, Degas... you name it, m.a.s. uppáhaldsmálverkið mitt eftir Modigliani sem ég hermdi eftir sjálf einhverntímann í Myndlistaskólanum forðum daga (sumir muna kannski eftir því litla málverki í stofunni á Óðinsgötunni -nakin kona sem situr og hallar höfði). Þarna var það, alveg óvænt, bara 6 sinnum stærra, og ég verð að segja að ég held að ég hafi náð því bara ansi vel!

Það var líka ýmislegt annað gert í vikunni. Slappað af fyrir framan sjónvarpið og horft á “The Apprentice” þar sem Harvard graduates ofl. keppa um hylli Trump kallsins góða sem er ýkt strangur. Þau eiga að gera allskyns verkefni fyrir hann og ef þau standa sig ekki þá er það bara “You are fired” - get outta here! Það er einhvernveginn lúmskt huggandi að sjá aðra með margfalt dýrari háskólagráður en ég er með, ganga misvel, ussussusss! Já, og svo komst ég líka að því að ég er með ofnæmi fyrir kolunum sem við þurfum að nota í arininn til að halda stofunni heitri í vetur. Það var verra.



|

laugardagur, október 16, 2004

Góðir grannar eru gulls ígildi
Það erum við Binni nú sannfærð um. Fyrir nokkrum vikum fengum við nýja nágranna. Gömlu nágrannarnir höfðu verið frekar fyrirferðamiklir. Það var eins og heil fílshjörð væri sífellt trampandi um fyrir ofan, þvottavélin var stöðugt í gangi (stundum var eins og maður væri inní henni) og svo virtist Hurðaskellir vera í góðum gír í húsinu. Frekar fýlulegt fólk líka. Svo við vonuðumst til að nýju nágrannarnir yrðu aðeins betri.

Nýi gæinn er soldið hippalegur (hef ekki séð stelpuna) svo ég bjóst við frekar chilluðu dæmi. Þetta par er vissulega hljóðlátara en það fyrra, en bara svo ýkt hljóðlátt og greinilega viðkvæmt fyrir hávaða að gæinn er alltaf að koma niður að kvarta! Okkur finnst það pínu ósanngjarnt því okkur Binna finnst við vera svooo góðir nágrannar, ekki mikil læti hér enda oftast bara við tvö hérna heima og aldrei stór partí, en jemminn nú má ekki aðeins hækka í djassinum á laugardagsvköldi og tala saman þá er gaurinn farinn að kvarta, argghh! Í gær kl. 8 vorum við Binni aðeins að fíflast í stofunni, og hækkuðum í mest cheesy lagi ever (einhver snilld með 80’s rokktöffurunum Van Halen) og eftir aðeins ½ mínútu kom gæinn niður: “I’ve had a fxxxxxx bad week and I’m fxxxxxx tired blahhh”. Það var ekkert verið að bíða aðeins og sjá hvort við myndum lækka aftur eftir gott hláturskast yfir einu lagi (sem við hefðum gert enda líklega takmörk fyrir því á hversu mörg Van Halen lög maður getur hlustað í einni bunu).

Jæja, hvað veit maður, greyið hann var kannski nýbúinn að rífast við kærustuna eða eitthvað. Þetta er auðvitað frekar gamalt hús svo bassinn getur ómað ansi sterkt í gegn get ég alveg ímyndað mér. En tónlistin sem við spilum er nú svo mikil gæðatónlist (Van Halen, ha, hvað meinarðu?) að þau ættu bara að vera himinlifandi að heyra hana. Og goddammit kl. 8 á föstudagskvöldi -getur maðurinn ekki fengið sér eyrnatappa? Maður er orðinn hálfparanoid núna, maður þorir varla að hækka í fréttunum þegar maður er að laga mat. Og við erum búin að flytja ghettoblasterinn okkar litla inní eldhús núna líka...bráðum verða þessir nágrannar farnir að stjórna lífi manns ef þetta heldur svona áfram! Við Binni erum samt komin með smá plan núna, að bjóða liðinu niður, mýkja þau yfir bjórkollu -eða bjóða þeim bara í gott og hávaðasamt partý hehe. Þá geta þau ekki kvartað lengur.

Málið er kannski bara að Bretar búa svo þéttbýlt og eru ekki vanir heimapartýjum fram á nótt eins og á Íslandi -hér fara flestir bara á pöbbinn og eru komnir heim snemma og fara bara að sofa. Enda erum við farin að taka það mynstur upp sjálf. Ekki útaf nágrönnunum, heldur kannski bara af því að -sniff- við eigum ekki nógu marga vini hér sem vilja koma í partí -sniff - og svo er svo gott að geta vaknað ferskur næsta morgun... En þessi menningaraðlögun virðist ekki duga í augum nágrannans. We are just noisy Icelanders. Enginn happy “Neighbours....” söngur hér á bæ semsagt. Ó boy ó boy.

Nú er laugardagskvöld og ég er ein í kotinu. Ekki oft sem það gerist. Binni er í London að hitta franskan fyrrum bekkjarfélaga sinn og þeir eru núna á Brick Lane, eflaust að fá sér ljúffengan karrýrétt. Á meðan nýt ég tækifærið og borða túnfisksalat og súrt hlaup (bæði eru liggur við á bannlista þegar tveir eru á þessu heimili) og fæ mína Brick Lane stemmningu með því að hlusta á nýja Monsoon Wedding diskinn minn. En passa að hafa hann stilltan mjööööög lágt. Banglabangladangla.

|

fimmtudagur, október 14, 2004

Vinnuleysisgledi
I gaer helt eg uppa ad hafa ekki fengid draumadjobbid. Ja, sneri thessari nidurstodu bara uppi gladan dag og skaladi i paentu med strakunum (Binna og Francesco). Skv. areidanlegum heimildum Arkenford Ltd. tha er vist yfirmadur deildarinnar sem eg sotti um hja algjor faviti. Ja, hann er amk. algjor faviti fyrir ad hafa ekki viljad rada mig! hrrmmpph!

Svo eg held otraud afram og undirby mig fyrir naestu vidtol...meiri russibaninn thessi vinnuleit.

Alex for i fyrradag og Francesco i gaer svo kofinn er aftur ordinn heldur tomlegur. Notadar gestasaengur og koddar liggja eins og hravidi um allt og tomar bjordosir skreyta eldhusbordid. Thad er nu meiri luksusinn a manni thegar gestagangur er mikill. Thydir sko ekkert ad vera i megrun. Matarveislur heima (oft med godgaeti sem gestirnir koma med), ut ad borda, bjor a hverju kvoldi, vuffa! Nu er 1 vika i naesta gest, Einar Mar, en tha verd eg reyndar thvi midur ad stinga af til Woodbridge aftur - er buin ad lofa storu systur ad passa. Ae thad er kannski bara agaett, thad verdur amk. orugglega heilbrigdari helgi en undanfarnar helgar...lit bara a thetta sem ekki-mjog-fancy detox-kur hehe.

Jaeja best ad drifa sig heim ad kikja aftur a visitor attraction management baekurnar, er lika ad aerast og kafna af ad vera i tolvuverinu her uppi skola, hundrad 18-20 ara krakkar ad skrifa hopverkefni her i kring. Og eg bara ad blogga, madur er heppinn!



|

mánudagur, október 11, 2004

Flækingskind
Það er búinn að vera flækingur á manni undanfarna daga. Sl. fimmtudag fór ég til London í atvinnuviðtal. Daginn áður fór ég í klippingu hjá "rakaranum á horninu" svo ég yrði nú örugglega fín í viðtalinu. Ég sagði við stelpuna “2 inches” og einhvernveginn tókst henni að misskilja það -snipp- hálft hárið farið af mér í einni svipan :-O Ég horfði í angist minni á gullnu lokkana mína liggja eins og hráviði á gólfinu og vera sópaðir í burtu miskunnarlaust! Fröken Fix er semsagt orðin stutthærð, amk. stutthærðari en nokkru sinni. Og skolhærðari en nokkru sinni, því allar fyrrverandi strípur eru farnar líka. Mér leist nú ekkert á blikuna og ég held því miður að grey hárgreiðslustelpan hafi fundið það...allan daginn varð ég að líta í hvern einasta glampandi flöt sem ég gekk framhjá til að “tékka” á þessu - hrökk við í hvert skipti. Gat ekki ákveðið hvort ég liti meira út sem gömul kelling með permanent, ég sjálf þegar ég var 2ja ára eða Mæja býfluga (það tvennt síðastnefnda er reyndar sama lúkkið). Fór að ímynda mér að mér myndi líða svo illa útaf þessu í viðtalinu að það myndi misheppnast, ég yrði kannski að vera með húfu, osfrv. En viti menn, næsta morgun þegar ég var komin í draktina var ég bara ánægð með það sem ég sá í speglinum. Og viðtalið gekk stórvel (3 daga undirbúningur hjálpaði til). Ég mun fá svar núna á næstu dögum, en er samt ekki of vongóð því ég held að samkeppnin sé ansi hörð. En ég er með 2 viðtöl í viðbót bókuð í næstu viku á öðrum stöðum svo það er gott að vita af því ef þetta bregst, og gott að vita að eitthvað er að virka í þessari atvinnuleit.

Já stutt og laggott hár er bara málið. Kominn tími á breytingu.

Beint eftir viðtalið dreif ég mig til Guildford aftur til að taka á móti mömmu og pabba, þau þekktu mig nú varla með hárið svona og í drakt. Stutt heimsókn en góð, mini-sightseeing um bæinn og út að borða á uppáhalds tælenska veitingastaðnum okkar Binna sem ég hef svo oft talað um...chilli beef slurpinamm. Nokkrum pöbbaheimsóknum hent inní líka. Daginn eftir lá leið þeirra til Woodbridge til Ástu systur. Úr því það var föstudagur, spennufall alveg í gangi hjá mér og 2 viðtöl í viðbót komin í dagbókina, ákvað ég að taka mér gott frí um helgina og skellti mér bara með uppeftir. Ben hélt uppá 4 ára afmælið sitt á laugardeginum og ég hjálpaði til við að undirbúa það. Sjóræningjaþema og hoppukastali. 15 lítil krútt hlaupandi um húsið, hoppandi, skoppandi, hlæjandi og grenjandi...úff! Ben naut þess vel að vera aðal-gæinn. Ýkt fjör. Um kvöldið voru allir búnir á því og keyrt var á eðal sveitapöbb í dinner. Það var gott að hitta alla familíuna núna því ég mun líklega ekki hitta þau um jólin.

Svo nú er ég komin aftur til Guildford endurnærð. Home sweet home. Í kvöld koma Francesco og Alex og slegin verður upp veisla a la Stocton Road. Ég tek því rólega í dag og bý til kartöflusalat og eplaköku fyrir kvöldið og vona á meðan að síminn hringi með góðar fréttir frá London. Maður fær bara flashback frá því maður beið og vonaði eftir því að Binni hringdi í mann í fyrsta skipti...vonandi verður niðurstaðan nú jafn góð og það sem fylgdi því símtali...

|

þriðjudagur, október 05, 2004

Oheppileg tiska
Nennir einhver pliiiis ad tilkynna ad poncho er ekki lengur i tisku? Eg se ekkert nema lodna thrihyrninga allt i kring. Poncho-ar geta verid kul a einstaka manneskjum en eg hef sjaldan sed eins oheppilega fjolda-tisku og thetta poncho-aedi! Ljosbleikir og blair thrihyrningar svifandi um allt, half faranleg sjon eitthvad!

Lisa Ekdahl med tonleika a Islandi...djo...hefdi viljad fara. Kynntist djass-song thessara svensku flikku thegar eg bjo uti i Noregi, alveg aedi. Tharf ad kaupa mer disk vid fyrsta taekifaeri, held bara ad Bretar seu ekki alveg jafn mikid inna thessari skandinavisku linu...mikid eru their tha vitlausir...


|

mánudagur, október 04, 2004

Banna banna banna
(varúð: Mæjan er á alvarlegu og urr skamm nótunum í dag!)

Í fréttum í gær: búið að leggja til að banna Punch and Judy show í Bretlandi. Punch and Judy er brúðuleikhús, aldagömul bresk hefð. Um daginn réðust konur frá bresku “Stígamóta” samtökunum á brúðuleikhússtjórann, sökuðu hann um að vera að prómótera heimilisofbeldi og eyðilögðu sýninguna fyrir saklausum 4-5 ára áhorfendum. Sýningin inniheldur vissulega barsmíðar en gengur út á að Punch gerir eitthvað ljótt og segir “That´s the way to do it” og þá segja krakkarnir “Oh, no it isn´t” í kór. Undarleg lógíkk hjá þessum ekki-svo-friðsælum konum.

Nú er mér gjörsamlega nóg boðið. Það er einhver bann-sveifla í gangi og ég er ekki að fíla hana. Fyrirsjáanlegt reykingabann náttúrulega efst á listanum (n.b. ég reyki ekki en er á móti banni m.a. útaf því að mér finnst bara tilheyra að fara á pöbbinn að hafa smá kósí reyk í loftinu! Það mætti kannski bara bæta loftræstinguna á sumum stöðum). Svo er nú í kjölfarið verið að banna alla mögulega hluti oft fyrir fáránlegar ástæður. Refaveiðar, önnur gömul hefð, á að banna hér því "grey refirnir" fá skamman en í augum sumra svolítið messy dauðdaga. Afleiðingarnar eru að hundruðir manna missa lífsviðurværið á örskömmum tíma og fjöldi dauðra kinda mun aukast í staðinn. Ég sver það bráðum verður farið að banna fiskveiðar ("grey fiskarnir..."), úff maður vill helst ekki ímynda sér hvaða afleiðingar það myndi nú hafa fyrir íslenska þjóðarbúið - og sálina. Og nú er lagt til að banna Punch and Judy af því það kennir víst börnum að heimilisofbeldi er bara kúl.

Hvað á að banna manni næst? Að bora í nefið? Ég er hrædd um að ef þetta heldur svona áfram þá verðum við öll steypt í sama - fullkomlega hættulausa og fullkomlega boring -mótið. Ég trúi því ekki að það að banna hlutina leysi alltaf vandamálin. Maður gæti í mörgum tilfellum allt eins bara lokað augunum. Það er eins og það verði líka alltaf að finna sökudólg fyrir miður gott mannlegt atferli (hefur einhver velt því fyrir sér af hverju það kallast mannlegt), og það nennir enginn að fara til botns í málið heldur bendir á næsta auðvelda skotmark. Afleiðingin er sú að oft lendir sökin á saklausum aðila.

Hér í UK er mikið talað um fyrirbærin “Nanny State” (pössupíuríkið) og “Compensation Culture” (kúltúr sem gengur út á að finna sökudólg fyrir allt sem miður fer í lífinu, þó það sé pjúra slys). Endalausu bönnin er dæmi um hið fyrrnefnda og dæmi um hið síðarnefnda er það sem byrjaði með því að kona höfðaði mál gegn McDonalds vegna þess að hún brenndi sig á kaffibolla fyrir nokkrum árum, og er komið út í það í dag t.d. að tré á leikvöllum eru söguð niður (einhver gæti klifrað upp og dottið niður og meitt sig og höfðað mál). Einnig eru kennarar hér hættir að þora að fara með krakka í skemmti-fræðsluferðir af hræðslu við að það gæti mögulega orðið slys og höfðað verði mál gegn þeim. Afleiðingin er sú að skólarnir eru að sligast undan tryggingakostnaði og pappírsvinnu. Hverjir tapa? Saklausir skólakrakkar. Annað stórt málefni er offituvandamálið. Hér spottaði einhver gáfaður gúbbi það að í tívolígörðum í Bretlandi væru ekki á boðstólum margir “hollir kostir” hvað varðaði fóður, og að það þyrfti að berjast gegn offituvandamálinu m.þ.a. þvinga þá staði til að bjóða uppá e-ð annað en Kentucky Fried og Burger King. Halló? Fólk fer í tívolí í mesta lagi svona 2-3svar á ári og vill eðlilega tríta sig þá. Ég held að Salad King í Thorpe Park hér í Surrey leysi ekki vandamálið.

Ok, þetta er fín lína og mannréttindi verður að virða og allt það (þó þau séu líka komin útí öfgar, fólk á orðið “rétt” á fáránlegustu hlutum og jafnvel dýr, en það er efni í annað blogg), en blimey þetta er í mínum augum bara að verða samfélagstragedía.

Hvernig væri að slaka aðeins á og hugsa málin til enda? Hvernig væri að viðurkenna að fólk er ólíkt og má vera ólíkt og að það er dýrt og leiðinlegt að allt þurfi að vera 150% politically correct og safe? Og hvernig væri að fara að tala um mannlega ábyrgð líka, ekki bara mannréttindi? Ég myndi gjarnan vilja sjá samtök fyrir mannlega ábyrgð stofnuð. Einhver með að stofna þau? Heyr heyr fyrir fjölbreytni og jákvæðni!


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?