<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 26, 2005

Jei eg spottadi fraega manneskju i gaer her a Baker Street: Janet Street Porter, bladamann og kulista med meiru.

Ja, reyndar er hun kannski meira B-celebrity (sem sannast med thvi ad hun var i raunveruleikathaettinum "I'm a celebrity, get me out of here!") - en hun er samt ein flottasta konan i Bretlandi ad minu mati - ein af thessum sjaldgaefu tough-nut feminista kellingum (pardon my french segi eg eins og Binni) sem eru lika hrikalega fyndnar. Her eru daemi um thad sem hun hefur latid utur ser....

"I've owned more sofas than I've had husbands. Both sag in the end, but I generally fall out of love with the furniture quicker than the men."

"Politics is a profession which doesn't take women seriously until there's an election in the offing and their vote might be needed. Appealing to women voters is a cynical ploy that won't work, because politics treats women who want to enter the profession as second best..."

"We need a new version of Who's Who in these days of instant celebrity stardom So whatever happened to Paul Burrell? With a new reality television a week planned for 2005 featuring subjects as diverse as masked celebrity wrestling to rearing a plastic baby, soon almost everyone in the UK will have had the opportunity to appear on camera having a colonic irrigation, doing the washing up or failing at a new skill like brick laying or golf. Before long, we'll all have had our moment of fame, and be boasting at dinner parties that we°ve actually met a family who have set a new trend by refusing to swap homes with a bunch of illegal Latvian immigrants for a BBC2 series on life in a fish processing plant in Scotland."

"Caesar salad is one of my favourite lunch foods. You can shovel it in and talk at the same time."

"Obviously I've spent most of my working life with men and they have this way of operating which seems a bit alien to me. At a big meeting at the BBC this bloke said to me: 'I'm going to put my dick on the table at this point...' I though: 'No, not really.' What he meant was, 'I'm going to be perfectly honest.'"

"Send a fiver to Bono to ease our suffering. I long for the day when a month passes without a bloody charity appeal fronted by Sue Cook, Terry Wogan or Lennie Henry and Dawn French littering up my viewing time. Charity records are another manifestation of our inability just to donate, with no strings attached. Bono and his mates could donate money from all the decent records they've made but thatçs not seen as 'fun'. Recording a crap song line by line in expensive recording studios all over the world and dubbing it together in a fricassee of talent just produces one result - rubbish. In fact, why don't we start sending money to Bono now in the hope that there's still time to abort the project."

Thad vantar meira af svona folki i heiminum - tell it like it is!

|

fimmtudagur, október 20, 2005

Eins gott ad flyja bara til Islands....!

Miklum vetrarkulda spáð í Bretlandi
Breskir veðurfræðingar vara við því að komandi vetur geti orðið sá kaldasti í áratug. Undangengnir vetur hafi verið mildir og megi fólk búast við kaldari vetri nú en áður, að sögn veðurfræðinganna, sem byggja útreikninga sína á niðurstöðum rannsóknar á breytingum á sjávarhita. Að sögn bresku fréttastofunnar Sky getur kaldur vetur orðið fjölda fólks að fjörtjóni.
Að sögn veðurfræðinganna benda útreikningarnir til þess að kaldara verði í Evrópu en undangengna vetur. Byggja þeir niðurstöður sínar m.a. á því að hitabreytingar fylgi ákveðnu ferli. Þeir setja reyndar þann fyrirvara á útreikninga sína, að hitabreytingar fylgi ekki ætíð ferlinu og því rætist stundum ekki úr spám þeirra.
Lækkun meðalhita um eina gráðu að vetri til getur orðið til þess að 8.000 manns láti lífið í Bretlandi einu saman, samkvæmt Sky.
Ríkisstjórn Bretlands segir megin ástæðu þess að fólk látist vegna kulda vera þá, að það hafi ekki ráð á að hita hús sín almennilega.

|

miðvikudagur, október 19, 2005

Grískur Gullfoss?
Það ótrúlegasta gerðist á litla hótelinu sem við gistum á á eyjunni Amorgos um daginn, sem ég verð bara að segja frá. Hótelið var hálftómt og við fengum herbergi númer 4 á 2. hæð. Getið þið hvað hékk við hliðina á hurðinni okkar? Mynd af Gullfossi! Ég sver það. Þetta var svona gömul upplituð ljósmynd örugglega frá 1950, af okkar ástkæra fossi. Ekki spurning að þetta var Gullfoss, frá þessu týpíska sjónarhorni frá stígnum niður að honum. Myndin hékk þarna á meðal annarra svipaðra mynda frá Grikklandi við hurðir annarra gesta. Hvernig í ósköpunum þessi mynd rataði á þetta litla gistiheimili er erfitt að ímynda sér (og það á akkúrat þessu hóteli sem örugglega ekki margir Íslendingar hafa komið á áður og við akkurat þetta herbergi).

Planið var alltaf að spyrja hóteleigandann um þetta, en þegar ég fór að borga honum síðasta kvöldið var ég svo upptekin af því að skoða allar marúmyndirnar og annað furðulegt dót sem hékk á veggjunum inná skrifstofu hjá honum, og hann svo upptekin af því að ota að mér flösku með ógeðslegum líkjör í kveðjugjöf, að ég steingleymdi því. Ég var næstum því búin að vekja kallinn næsta morgun kl. 6 þegar við þurftum að fara útí ferju...garg ég er enn að pirra mig á því að hafa ekki spurt hann! Kallinn er örugglega ekki með e-mail heldur. Ætti maður að hringja til að svala forvitninni? Æ nei hann talaði sáralitla ensku hvort sem er og myndi ekkert skilja í mér. Hmmm nei ætli “the mystery of the golden waterfall picture” verði ekki bara alltaf mystery...húhúhúúúú. Eða hvað, ætli tvíburabróðir Gullfoss leynist einhversstaðar á grísku eyjunum? Jæja ég er amk með sönnun á þessu öllu saman í myndaalbúminu!

Fyrst ég er enn að röfla um Grikkland þá dettur mér eitt annað skondið í hug. En eins og örugglega margir (sérstaklega karlkyns) Íslendingar hafa fattað á undan okkur og fundist gasalega sniðugt þá er Grikkland örugglega eina landið þar sem það er “socially acceptable” að fara til hóru. Setningar eins og “förum til hóru fyrst...”, “ hey frábært, þarna er hóra” og “eigum við að sofa uppí hóru í kvöld eða?” (yikes!) voru ekki óalgengar í ferðinni okkar. Ojojojjj. Ástæðan er sú að “hóra” þýðir höfuðborg á grísku. Ahahahaha svaka fyndið. Ja, allavegana gat maður oft ekki varist brosi yfir ósmekklegheitunum sem urðu að koma útúr manni stundum þarna...

Annað fyndið, ósmekklegt, eða hvað sem menn vilja kalla það er sú staðreynd að ég festi kaup á diski með engum öðrum en hjartaknúsaranum Lionel Ritchie um daginn. Roðn (hey, hann var þó á tilboði!). Nei þetta ekki djók. Ég fattaði um daginn að það væru sko bara nokkur lög sem ég fílaði með manninum. Hvað er meira feel-good grúví en “All Night Long”, meira partý en “Dancing on the Ceiling” og meira chill-out en “Easy”? Ég skippa reyndar yfir slatta af freeeekar slepjulegum ballöðum inná milli - er t.d. ekki ennþá að meika “Hello”. En á heildina litið er þetta fínn diskur, voga ég mér að segja. Ég er bara hopeless fíkill á 80s hljómborðstakta eins og í “Running with the Night”, það er staðreynd. Hey fyrst ég er að minnast á svona tilgangslausa staðreynd um sjálfa mig, þá er kannski eins gott að klára “klukkið” sem allir eru að senda á milli þessa dagana en ég hef ekki haft tækifæri á að svara ennþá. Here goes:

1. Ég hreinlega dýrka hallærisleg 80s lög með fullt af synthesizer-rugli. Því asnalegri hljóð því betra: beepbeep...fúúúmmm
2. Mín fyrsta minning er þegar ég var stungin í kinnina af býflugu á rólunni sem ég fékk í afmælsgjöf 3 ára - Ouch!
3. Ég elska allt súrt - ekki bara súrt hlaup heldur súrsaðan lauk beint uppúr krukkunni og pickled onion/salt & vinegar/worcester sauce snakk líka frá UK - mun sakna þess þegar ég flyt! slurp
4. Af öllum skordýrum er ég hræddust við hrossaflugur (undarlegt nokk ekki svo mikid býflugur).
5. Ég man mis-tilgangslausa hluti mjög vel eins og símanúmer, póstnúmer (þessi löngu bresku sko), bankareiknings númer, kennitölur og reyndar nöfn líka....af því ég skynja tölur og stafi sem liti - já Sonja þú ert “gul” og Hrund þú ert “græn” hvort sem ykkur líkar betur eða verr! hehe flestum finnst þetta hrikalega skrýtið en ef einhver sem les þetta kannast við þetta sjálfur þá kallast þetta fyrirbrigði samskynjun - kemur í ýmsum útgáfum td. finna sumir bragð af vissum hljóðum og allskonar svona en sem betur fer er ég ekki svo absúrd :-O

Læt flakka með hérna líka stykki úr laginu “All Night Long” með vini mínum Lionel úr því ég var að tala um það hér fyrir ofan. Maður hefur svo oft verið að bulla með því en nú er maður kominn með textann:

Tom bo li de, say de moi ya
Yeah, jambo jumbo
Way to party, o we goin’
Oh, jambali
Tom bo li de, say de moi ya
Yeah, jambo jumbo!

Mig grunar að hér sé um swahili að ræða, með enskuslettum. Otrulegt nokk en ég á vinkonu sem kann swahili - ég þarf að fá hana til að staðfesta hvað “jambo jumbo” þýðir. hmmm. Swahili er ótrúlega krúttlegt tungumál - ég hef heyrt Rhi vinkonu, sem vann á safari garði í Tanzaníu í 6 ár, tala hana og hún hljómar alveg eins og barnamál - “gaga baba kiki...” -magnað. Getur varla verið svo erfitt að læra þá eða? Ég skelli mér kannski á swahili námskeið meðan Binni baslar við spænskuna næstu 4 vikur harharhar.

|

mánudagur, október 10, 2005

It´s all greek to me
Við Binni erum nýkomin tilbaka úr góðri Grikklands ferð. Okkur fannst soldið svindl ef sumarfríið okkar hefði bara verið á Íslandi svo við ákváðum að fara eitthvert aðeins hlýrra núna í haust, svona til að framlengja sumarið, þó enn sé nú ótrúlega hlýtt í Englandi.

Mig hefur langað að fara í grískt eyjahopp síðan ég var unglingur og allir voru að interrailast og eyjahoppast -en það varð aldrei úr neinu svoleiðis hjá mér þá. Ætli ég hefði ekki getað kallast “latent backpacker” - fyrst núna sem maður hefur einhvernveginn tækifæri til að gera eitthvað svona, 10 árum seinna en flestir (ég tilheyri reyndar stærri hópi sem er að gera einmitt það sama, skv bakpokaferðalanga-verkefninu mínu í sumar). Það er eitthvað svo heillandi við að sigla á milli eyja... Ég fór reyndar til Corfu fyrir nokkrum árum sem var mjög gaman og mig hefur alltaf langað aftur til Grikklands enda nóg að skoða, labba, letingjast, borða og drekka....

Þetta var líka ágætis tækifæri fyrir okkur Binna ad testa nýju græjurnar okkar fyrir Mexikóferðina (jæks, bara rúmur mánuður í hana!). Gott að tuska bakpokana og útivistarfötin aðeins til svo maður verði ekki jafn augljós bráð fyrir þjófana í Mex. Nógu augljós “gringo” er maður fyrir.

Við vorum auðvitað að ferðast “off-season”, sem reyndist smá gamble með veður (enn hlýtt en eyjarnar sem við vorum á reyndust heldur mikil rok-rassgöt í október!), en á móti kom að mjög lítið var um ferðamenn á minna þekktu eyjunum svo verð á gistingu var á helmingsafslætti, við gátum valið hvaða gististað sem var án þess að panta fyrirfram, og fengum súper þjónustu hvert sem við fórum því við vorum oftar en ekki einu viðskiptavinirnir!

Við komum okkur alla leið til eyjarinnar Naxos fyrsta daginn og völdum íbúðarhótel á toppprís með flottasta sólarlaginu á eyjunni - yfir Portara “hurðina” sem er soldið skrýtið fyrirbæri - það átti víst að byggja hof fyrir guðinn Díonysos á þessum litla tanga útfrá höfninni en það náðist bara að byggja innganginn, og eftir stendur hann, inngangur að engu...eða Naxos ef maður lítur á það þannig. Spúkí en kúl. Eftir að hafa skoðað bæinn og höfnina héldum við inní land (ef svo er haegt ad kalla thad) og fórum í hvorki meira né minna en 7 tíma göngu um sveitir Naxos. Naxos er stærsta og frjósamasta eyjan í Cyclades eyjaklasanum og því gott gönguland, og við Binni (aðallega Binni) stóðumst auðvitað ekki freistinguna að gerast fjallageitur í einn dag og testa það. Þetta var hörkuganga milli lítilla bæja og sætra kirkna og turna hér og þar, og framhjá ótal geitum og ösnum. Við vorum með útprentaða gönguleið af netinu sem virtist mjög nákvæm en reyndist svo vera frekar óljós á köflum...við eyddum því dágóðum tíma í að klöngrast uppá bratta kletta fylgjandi geitasporum, og klofandi yfir þyrnirunna (í stuttbuxum og sandölum -ái!) að óþörfu. En við vorum verðlaunuð með póstkorta-útsýni frá hæstu puntunum yfir á eyjarnar í kring, og ljúffengu feta-osts salati á einu tavernunni á leiðinni, í boði þessara mögnuðu geitna sem einnig hjálpuðu okkur upp klettana.

Eftir Naxos sigldum við yfir til Amorgos - Egill Helga vinur okkar hafði mælt með þeirri eyju og við treystum honum auðvitað. Amorgos er frekar lítil eyja, lítið þróuð túristalega séð og er svo sannarlega staðurinn til að slappa af og endurnæra sálina - hér er enginn að flýta sér. Við Binni sátum hinsvegar ekki aðgerðalaus og leigðum okkur vespur í tvo daga. Það var engin umferð og við gjörsamlega áttum eyjuna fyrir okkur - og þutumst um hana endilanga. Ég hafði aldrei prufað svona vespu áður en varð alveg hooked! Óviðjafnanlegt að bruna meðfram ströndinni í 500 metra hæð með þetta þvílíka útsýni....yahoooooooo! Maður skildi þokkalega valið á nafninu “The Big Blue” fyrir þá mynd, sem var tekin að hluta til hér. Sjórinn er sá skær-djúp-bláasti sem ég hef séð. Tveir staðir standa uppúr af þeim sem við scooteruðumst til - lítil strönd þar sem við vorum eina fólkið fyrir utan þýskt par um sjötugt sem synti hamingjusamt á evu/adams klæðunum, og klaustrið sem ég talaði um um daginn, sem er eins og klesst upp við klett. Klaustrið er 1300 ára gamalt og þar búa enn 3 munkar. Einn þeirra var mjög hress og bauð okkur heimatilbúinn kanellíkjör. Mmm slurp. Mjög gestkvæmir munkar, það, enda kannski lítið annað að gera þarna en að hella vel í sig og gesti á þessum einangraða stað (fyrir utan að iðka trúna en ég get varla ímyndað mér meira ideal stað til að gera það á enda geðveikt útsýni yfir sköpunarverkið).

Við gistum í hafnarbænum Katapola og nutum þess að slappa af á börunum á kvöldin og horfa á sólina setjast yfir fiskibátunum. Alveg hrikalega rómó! Maður varð eiginlega dáleiddur af þessu útsýni því það var ekkert sem truflaði - nema kannski þjónn sem kom með ferskan bjór ahhhh. Engir túristar, engin læti.

Túristar og læti voru þó það sem einkenndi Mykonos sem við skoðuðum síðasta daginn því flugið okkar var þaðan. Það var hálfgert menningarsjokk að koma þangað eftir kyrrðina á Amorgos! Við vorum auðvitað alveg jafn túristaleg og hver annar túristi þarna á svæðinu, en það var eitthvað mjög einkennilegt og næstum sorglegt að sjá hvernig bara turistar labba um bæinn eins og zombies með myndavélar og skoða minjagripina sem eru þeir sömu í hverri búð - það var eins og þetta væri svona gervi-leikfangabær. En þrátt fyrir þetta er Mykonos town fallegur bær og einkenni hans eru vindmyllur fyrir ofan bæinn - skiljanlegt fyrirbæri í rokinu þarna! Við fórum í ferð út til Delos líka sem er rétt fyrir utan, lítil eyja þar sem eru rústir borgar þar sem guðirnir Apollo og Artemis áttu að hafa fæðst. Rokið var svo mikið a leidinni að bátnum hvolfdi næstum því, boom boom skelltust öldurnar yfir okkur- ég lokaði nú bara augunum og vonaðist til að verða ekki sjóveik, en ameríska stelpan vid hlidina a mer hjalpadi ekki til – “Oh my gaaaaawwwwd” vaeldi hun hvad eftir annad. En madur lifdi thad af. Ætli grísku hafguðirnir hafi ekki bara verið eitthvað pirraðir þennan dag.

Svo nú er maður kominn heim aftur - þangað sem “heima” verður ekki “heima” mikið lengur þó...Og nú er að plana næstu ferð og flutning.....med verkefni i lovely Manchester i millitidinni....vúffa nóg að gera.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?