<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 31, 2005

Working girl
Einhver sagdi vid mig um daginn ad eg taladi of litid um vinnuna a blogginu minu. Her skal baett ur thvi.

Thetta er buin ad vera god vinnuvika, byrjadi audvitad a fridegi :) Thad hefur verid tiltolulega litid um verkefni a skrifstofunni i kringum paskana, svo i gaer og fyrradag utbjo eg asamt samstarfsmanni kynningu sem haldin var i gaer. Hugmyndin er ad hafa kynningar/fyrirlestra a ymsum malefnum a 2ja vikna fresti, og lettar veitingar med. Mjog god hugmynd, sma svona "simenntun" auk thess sem thetta gerir thessa daga eiginlega 1 klst styttri! Vid Puneet heldum i gaer semsagt fyrirlestur um hotelmarkadinn i UK, einskonar yfirlit yfir markadinn og helstu breytingar a sl. ari. Vid vorum baedi pinu stressud thvi vid hofum ju baedi bara verid her i 3 manudi og ad fara ad halda thennan fyrirlestur fyrir framan directors sem hafa aratuga reynslu i bransanum! En thetta gekk samt alltsaman bara vel, vinsopi lidkadi malbeinid og fyndnar myndir af netinu a milli powerpoint slaedanna fengu alla til ad hlaeja. Eg er sjalf margs visari thvi eg neyddist til ad ryna i tolur sem eg hafdi annars ekki verid svo mikid ad spa i, og thad kom i ljos ad thad atti vid um slatta af hinum a stofunni sem var agaett - og fengum vid gott hros fyrir thetta. Thad er nu kannski ekki mikid i frasogur faerandi hvad vid toludum um, en ef einhver hefur ahuga tha er hotelmarkadurinn i Bretlandi i godu studi um thessar mundir. Booming stuff. Nidursveifla 2001-2003 virdist vera lidin og hotel duglegri ad fylla og haekka verd -medalverd i London 2004 var nakvaemlega £88.07 nottin. Tha vitid thid thad, their sem hafa nennt ad lesa svona langt! Svo er bara ad vona ad London fai Olympiuleikana 2012 og tha verdur thetta enntha betra -eda enn meira ripp-off - fer eftir thvi hvernig madur litur a thetta (!). Thad er tho langt i thad, og flestir sem eg thekki a moti London 2012 v. alags a tjubid og council tax haekkana (en eg verd liklega farin hedan thegar thetta verdur hvort sem er hehe). Bretland er svo, eins og Island ad eg held, buid ad fa vidurkenningu sem "Approved Destination" fra Kina og tha ma buast vid stormi af Kinverskum ferdalongum inn i baedi lond. Jubbilallahei. Ymislegt ad gerast i hotelbransanum. Lika a Islandi. Einng er verid ad spa i ad logleida spilaviti og alles herna. Aetti ad gera thad lika a Islandi - spilaviti i Hveragerdi vaeri kul.

I dag er eg svo komin med nytt verkefni. Og thad er i, taddaddara...Bristol! Nu ofundar Binni mig sko. Fae liklegast ad skreppa a stadinn von bradar og tekka a pleisinu. Their sem vid vinnum fyrir eru ad spa i a byggja hotel a prima stad, i gamla brugghusinu vid ana beint a moti Castle Park, helv flott hus med geggjudu utsyni og smack bang i midbaenum. Held ad thetta verdi no-brainer. Eg er ss. mjog spennt yfir thessu verkefni og er strax komin a kaf ad bua til hin ymsustu kort og lista og ryna i tolur sem vid munum nota vid markadsgreininguna. Thaegilegt ad thekkja til stadarins. Eg mas. thekki hotelmarkadinn extra vel ut af taddaddara....City Inn! My old shitty inn. Nei nei ekkert svo shitty, en nuna einn adal keppinautur thessa nyja hotels! Aetli madur komi ekki vid og heilsi uppa gengid -ef eitthvad af thvi er enn ad vinna thar - spa i thvi thad er ekki meira en 1 1/2 ar sidan eg haetti sem receptionist a City Inn Bristol en nuna er eg consultant ad fara ad tekka a City Inn Bristol (stofan vinnur einnig mikid fyrir City Inn sem er ma ad plana utras til Evropu - adrir a stofunni eru ad vinna ad thvi). Lifid er skrytid.

OK tha held eg ad thetta se nog um vinnuna mina i bili. Back to work.

|

þriðjudagur, mars 29, 2005

Súkkulaðihæna (manudag 2. i paskum)
Ágætis páskahelgi liðin. Og ég nokkrum freknum ríkari eftir sveitagöngutúr dagsins og útisetu a pöbb í sól og blíðu. Aldeilis munur. Líka búin að gúffa í mig svolitlu síríussúkkulaði og er hálfdösuð eftir þetta alltsaman. Alveg að fara að sofna...En samt ennþá svo bjart úti núna -búið að flýta klukkunni en annars munaði minnstu að við gleymdum að breyta henni, úps! Maður er enn svo óvanur slíku umstangi.

Rosalega fínt að fá svona langt frí. Mætti alveg vera oftar svona hehe. Á föstudaginn var mikill Íslendingadagur en þá slógum við Binni allnokkrar flugur í einu höggi mþa. hitta slatta af íslenskum vinum sama dag. Allir voru auðvitað í London til að sjá Stuðmenn (sem er ansi skrýtin hugmynd þegar maður hugsar betur útí það) - ja nema við Binni - en við skelltum okkur samt til stórborgarinnar þennan dag. Hittum Ástu P & Inga og Önnu Helgu & Kára á dýrindis frönskum brunch-stað sem vill svo til að er rétt hjá vinnunni minni (mjög skrýtin tilfinning að koma í hverfið og vera í fríi). Þau voru hin hressustu þrátt fyrir húllumhæið kvöldið áður. Eftir þetta skelltum við okkur upp til Camden að skoða mannlífið og skringilegheitin þar og svo niður í Covent Garden og hittum Úlla, vin Binna sem var einnig í hörkustuði eftir að hafa rambað útum alla borg og hlustað á rausið gáfulega í House of Lords (eitthvað sem maður á eftir að gera sjálfur einhvern daginn þegar maður hefur gjörsamlega ekkert annað að gera eða þjáist af svefnleysi). Um kvöldið var okkur svo boðið í grillveislu til Hrundar og Tolla, þau eru nú loksins búin að sjá ljósið og flytja útfyrir troðninginn og mengunina (þ.e. London), nálægt Wimbledon. Þar var samankomið einvala lið - ex- íslenska auglýsingastofan gengi - sem var mjög gaman að hitta, en mér þykir alltaf jafn vænt um að halda sambandi við þetta hressa fyrrum samstarfsfólk mitt. Og fyrsta grill sumarsins -ekki verra.

Hrund lánaði mér svo vænan stafla af Séð & Heyrt blöðum sem hún hafði fengið send frá Fróni. Helgin er búin að fara meira og minna í að melta þau. Úffa. Mini-menningarsjokk í hvert skipti sem maður sér þetta. Til að verða frægur á Íslandi virðist maður þurfa að vera annað hvort núverandi eða fyrrverandi fegurðardrottning (eða Herra eitthvað -jafnvel meira af þeim í blaðinu en drottningunum), eða hand/fótboltagaur/gella. Best er að vera bæði sem par t.d. Ungfrú Suðurland 2001 og fótboltagaur, vera nýbyrjuð saman (=”heitt par”) og búin að kaupa sér glænýja risaíbúð (=”búa sér glæsilegt heimili í blabla stíl”) í einu af nýju úthverfunum. Séð & Heyrt gefur manni nú samt ansi skekkta mynd af þjóðfélaginu – vona ég - amk velti ég fyrir mér hvort það geti hreinlega verið að það hafi verið ákveðin tegund af brúnkukremi á útsölu um daginn eða svakalegt tilboð í ljós? 90% af fólki í þessu blaði er með sömu djúpappelsínugulu slikjuna á sér og það í janúar/febrúar! Og jafnmikla málningu framan í sér og lit í hárinu. Eða er maður kannski bara orðinn svona vanur púkalegheitum hérna úti? Orðin svona "bresk" (sem mig minnir að mamma hafi einhverntimann sagt og að jafnvel eg hafi sagt sjálf um systur mina áður en eg flutti hingað...) Þær eru nú margar púkalegar gellurnar hérna með hvitar bumburnar lafandi útfyrir baby-bleiku magabolina og skærbláan augnskugga ugghhh. Ég er nú ekki svo slæm, fel amk. hvítu bumbuna, þó ég þætti samt ansi púkaleg á Séð & Heyrt mælikvarða –föl i “hagkaupsfötum”. Hér rölti ég inn á fínan ítalskan veitingastað áðan, nákvæmlega svoleiðis í flíspeysu með bakpoka, en enginn virtist taka eftir þvi. Mér hefði aldrei dottið það í hug á Islandi. Smá menningarsjokk já.

Held að við Binni þurfum að fara að taka okkur á í þessum málum svo við getum fengið eftirfarandi grein í Séð og Heyrt þegar við flytjum aftur heim:
“Hamingjusöm heima á Fróni!”.
“Brynjólfur og María eru sjóðheitt par. Þau eru nýflutt frá Englandi þar sem þau voru ma. nágrannar Eiðs Smára Gudjohnsen í Surrey og gerðu það gott í London, eins og kunnugt er. Þó þau hafi aðeins verið á landinu í örfáa daga þá hafa þau búið sér glæsilegt heimili í Bryggjuhverfinu (ok varð bara að breyta þessu -Óðinsgatan hljomar bara einhvernveginn ekki nógu kúl lengur!) - en þau nutu aðstoðar gúrúsins Bjögga Bjöggs við að inrétta íbúðina á stórglæsilegan hátt. “Við hreinlega urðum að leggja kóbalt-hraunstein á öll gólf og setja marmara í öll loft, annað var bara ekki hægt!”, segir Brynjólfur og hlær. Skötuhjúin eru bæði, eins og kunnugt er, á South Beach kúrnum og hafa náð stórglæsilegum árangri. Auk þess að vera með einkaþjálfara lætur María spreyja sig með Orange-glo gervibrúnku tvisvar í viku til að líta sem glæsilegust út fyrir Brynjólf sinn....”

Nákvæmlega. Gott að það er nógur tími til þess að undirbúa sig fyrir þetta! (n.b. ofnotkun orðsins “glæsilegt” er gerð skv. áreiðanlegri rannsókn á raunverulegu innihaldi texta blaðsins).

Mér líst hinsvegar ágætlega á alla þessa nýríku Íslendinga sem talað er um í blaðinu, aðallega Baugsliðið, sem er, fyrir utan það að vera svo skynsamlegt að herma eftir okkur Binna og vera hér úti í Bretlandi (heyr heyr, haha), að kaupa og gera upp ýmiss gömul hús í 101. Það eru góðar fréttir fyrir 101 íbúðareigendur eins og mig að loksins sé einhver að hugsa um gamla góða miðbæinn! Þá eru minni líkur á því að Óðinsgatan fari að verða hreinlega púkaleg í samanburði við lokkandi holt og hæðir úthverfa Reykjavíkur og að ég fari að tapa aftur krónunum sem eru búnar að vaxa í því húsi undanfarin ár (en það myndi enn minnka líkurnar á að greinin flotta hér fyrir ofan sem ég er búin að smíða, birtist).

Jamm.

|

mánudagur, mars 21, 2005

I sol og sumaryl
Madur verdur nu ad monta sig adeins af goda vedrinu sem var um helgina herna uti. 20 stiga hiti og sol og fineri! Loksins haegt ad slokkva a ofnunum og haetta ser uti gard a ny. Fyrstu illgresin rifin upp og lika farid i fyrsta solbadid, ekki slaemt fyrir midjan mars. Eg var tho kannski pinulitid fljot a mer ad taka sumarfotin min ur geymslunni og henda slatta af eldgomlum vetrarfotum – thad vaeri audvitad mjog typiskt ad thad faeri ad snjoa aftur i vikunni (og eftir rassiuna i gaer a eg nuna eiginlega engin fot!)–en madur bara gat ekki ad thvi gert ad taka sma vorhreingerningu.

Ja gaeti thad verid ad thad hafi virkilega verid thess virdi ad komast i gegnum thennan vetur buandi inni frystikystu? Eg held thad bara!

Eitt sem er tho minna skemmtilegt er ad um leid og hlynar svona koma poddurnar ut –ojojoj. Ein tegund af poddum sem er halfgerd plaga hja okkur eru svokalladar “woodlice” –vid kollum thaer “gaura” – litlir svartir gaejar sem skrida mjog haegt og rulla ser uppi kulu ef madur stjakar vid theim. Naestum thvi kruttlegir –en ekki thegar madur finnur 7 stk skridandi um herbergid, einn ofan i badi og einn i hreina thvottinum eins og i morgun –onei. En eg samt alveg til i ad thola nokkra gaura ef eg fae hlyindi i stadinn. Oje.

Binni var lika i sumarskapi. Ekki laust vid ad hann hafi m.a.s. smokrad ser ur lopapeysunni traustu um helgina, tho mer syndist hun vera aftur komin a sinn stad i morgun. Vid tokum thvi bara rolega um helgina. Gerdum nokkud god gourmet innkaup. Fyrst hja vinheildsalanum a horninu en thangad for eg med glosur ur vinbokinni minni og thottist gera reyfarakaup a gaeda safa. Kemur i ljos. 14 floskur fra ymsum londum bida okkar og gesta okkar amk. i vinrekkanum. Svo forum vid i nyuppgotvada taelenska bud og keyptum oliur og krydd i tae mat sem verdur naesta ahugamalid –asamt vininu. Naahhahamm. Yess that’s my life. Maetti halda ad madur vaeri ordinn midaldra skv. ahugamalunum: matur, vin og gardvinna. Uffa eins og madurinn sagdi.

|

miðvikudagur, mars 16, 2005

Thetta er allt ad koma....
Mars er eitthvad ad syna a ser betri hlidina thessa dagana. Eg gat verid an trefils a leidinni i vinnuna i fyrsta skipti i morgun, veiii! 15 stiga hiti og thvilikur munur.

Eg a skrytna vini herna uti. Alex dse Greek stoppar hja okkur thessa dagana til ad fara i atvinnuvidtal. Hann er buinn ad vera ad vinna i fronsku olpunum undanfarna manudi til ad fa sma reynslu sem office representative eda eitthvad thviumlikt. Thegar vid spurdum hann hvernig vaeri i vinnunni i gaer komi ljos ad hann vinnur bara ca. tvo daga i viku vid ad selja skidapassa. Va, hugsar madur, tha er nogur timi til ad fara a skidi! En Alex sagdi bara "no, I don't like snow"! Hann er semsagt bara tharna a skrifstofunni ad vafra a netinu alla daga med utsyni yfir skinandi alpana. Ekkert a skidum eda bretti. Alveg otrulegur. Samt er eg ekkert svo hissa einhverveginn. Thegar hann bjo i Guildford i fyrra var hann bara uppi skola eda a High Street. Skildi ekkert i okkur ad vilja draga hann adeins ofar uppa haedina til ad sja utsynid. "It's so boring. Nothing to do in the countryside. I like to be where the people are".
Fair enough!
Eins med verkefnid okkar um Windsor kastala i fyrra. Thad var kvol og pina fyrir hann ad thurfa ad skrifa um allt thetta gamla stoff. "Why can't we do a project on an amusement park instead?" spurdi hann.
Eins og versti unglingur. En hann er samt algjor dulla.

Vonandi faer hann thetta nyja starf sem verdur i solinni einhversstadar med nog af fjori - og vonandi med meira ad gera!

Jaeja, back to work. Kanna hvad er ad gerast i Kent. Juha.

|

föstudagur, mars 11, 2005

www.rentagerman.de

Thjodverjar eru heimsthekktir fyrir ad vera einstaklega skilvirkir og skemmtilegir. Tha datt einhverjum i hug ad bjoda uppa thessa thjonustu hvorki meira ne minna! Algjor snilld.

Held samt ad eg sleppi thvi ad skra ommu mina tharna- tho hun myndi taka sig vel ut a sidunni!

p.s. mer var bent a thessa sidu af thjodverja i vinnunni -bara til ad hafa thad a hreinu!

|

þriðjudagur, mars 08, 2005

Auglýsingapúkinn vakinn upp
Já það er eitthvað af honum eftir í mér. Get bara ekki að því gert að taka sérstaklega eftir auglýsingum í umhverfi mínu, dást að góðum hugmyndum og hneykslast á lélegum. Eins og auglýsingum Icelandair og Ferðamálaráðs Íslands í London. Ár eftir ár eru svo beinlítis ljótar auglýsingar í gangi í undergrándinu hérna úti! Fyrir nokkrum árum var það ósmekklega “dirty weekend” parið í kokteilglasinu, í fyrra var það auglýsing fyrir jeppaferðir með óskýrri uppblásinni mynd af einhverjum gaurum í jeppa (nærmynd sko, sást ekkert í náttúruna bara í skítuga bílrúðuna og grettið fés úr fókus) og svo önnur auglýsing sem var teiknað skilti í margar áttir sem á stóð Reykjavík, Bláa Lónið og Geysir (Iceland Express fékk reyndar þá frumlegu hugmynd). Í ár er það fjólublár flötur með mynd af úrilli konu og svo pínkulitlum myndum af geysi og gullfossi neðst. Jahú. Möst gó tú Æsland. (þeir hafa kannski sett ófríðari konu útaf mótmælunum um árið við að það væri verið að auglýsa Ísland sem land “auðveldra” kvenna? gáfulegt).

Á hverju ári státar menn sig af því að herferðirnar séu ákaflega áhrifamiklar og að hver einasti tjúbfarþegi taki eftir þessum frábæru auglýsingum sem fá þá til að taka ákvörðun um að koma til Íslands. Mig grunar að það sé eitthvað annað sem fái þá til þess, án þess að hrekja gildi góðra auglýsinga.

Samkvæmt mínum eigin vettvangsrannsóknum tengja Bretar Ísland ennþá aðallega við “great nightlife”, og jú einstaka gáfumenni við náttúru eða heitar laugar. Það er kannski ástæða fyrir því.

Í tjúbinu um daginn gat ég ekki annað en tekið eftir ótrúlega flottri auglýsingu frá Færeyjum, en Færeyjingar hafa verið að færa sig uppá skaftið í ferðamálum undanfarið. Stór auglýsing þar sem meginplássið fór í gullfallega mynd tekna ofan af fjalli, niður á hnifskarpt sker sem rís uppúr hafinu, og svo rétt sést í glaðlegt fólk að klifra upp fjallið. Önnur stór mynd af sætum lundum er fyrir neðan og svo stendur skrifað pent yfir: “Touch the Faroes”. Ahhhh. Þegar maður er ofan í þessu mengaða loftlausa tjúbi þá stoppar svona mynd mann alveg. Manni langar bara að hoppa inní hana. Enda sá ég mann sem stoppaði og las auglýsinguna. Hef aldrei séð neinn lesa íslensku auglýsingarnar (ekki að það sanni neitt, ég veit). Já þetta kunna Færeyingarnir. Og Nýsjálendingar líka, en þeirra einföldu auglýsingar fá mig alltaf til að staldra við og láta mig dreyma. Yfirleitt opnur í blöðum, bara ein stór mynd af stórkostlegu landslagi (sem gæti stundum allt eins verið íslenskt) og fólk kannski á fjallahjólum í horninu og smá texti: 100% New Zealand. Þetta er auðvitað málið, einfalt, hamra á aðal sölupunktinum með svona samt látlausri aðferð, og sölupunktinum sem gerir Ísland öðruvísi en t.d. allar menningarborgirnar í Austur Evrópu sem eru að stela sviðsljósinu í dag. Og tæla þannig fólk í að láta sig dreyma um betri og fallegri stað, en ferðalög snúast að sjálfsögðu mest um það.

Það fer hreinlega í taugarnar á mér að sjá landið mitt svona illa auglýst. Svona hlutir hafa nefnilega óbeint áhrif á þjódar-stoltið í manni líka! Maður veit bara að það væri hægt að gera svo mikið mikið betur. Sé þetta alveg fyrir mér. Borga góðum ljósmyndara fyrir að fara hringinn og taka nokkrar algjörar knock-out myndir, af heitum hverum, jöklum og norðurljósum. Ekki skortir myndefnið. Og þarf ekki að vera dýrt –m.a.s. fullt af efni til í myndasafni Icelandair, það veit ég.
Alveg hægt að selja eitthvað annað en Reykjavík night life á veturna líka.

Jamm og jæja. Það ert svosem auðvelt að vita betur!

En nú er líka verið að kitla auglýsingagúbbann í mér með sérstakri keppni SÍA. Við Hrund erum að spá í að taka þátt í henni. Verðlaun eru ferð fyrir tvo til London á einhverja auglýsingahátíð. Vá verðum að vinna það! hehehe

Annars er nú bara ótrúlegt hvað það berast mér miklar fréttir þessa dagana frá klakanum. Allt að gerast. Menn að fá nýjar vinnur hér og þar, kaupa og selja íbúðir, eignast börn o.s.frv. Gaman að heyra af svoleiðis. Og svo er líka ágætt að hugsa til þess að það verði kannski kominn smá uppgangur á eyjunni í norðri þegar maður ákveður loksins að kveðja þessa eyju eftir örfá ár, ólíkt því þegar maður flutti hingað út. Maður er nú eiginlega búinn að treysta á það að það komi uppsveifla. Up up and awayyyyy baby.

|

þriðjudagur, mars 01, 2005

Marsblús og meira bús
Jæja febrúar looohohoksins liðinn. En aldeilis ekki veturinn hérna úti. Ég get engan veginn séð fyrir mér að ég komist nokkuð úr thermo+ullar+flísgallanum í nánustu framtíð. Köldustu dagar ársins um þessar mundir. Og ég sem keypti mér nýtt vinnupils og þynnri sokkabuxur um daginn fyrir fyrstu launin þegar ég hélt að það væri nú alveg að bresta á smá vor (páskaliljur m.a.s. komnar). Ef ég gerði nú eins og bretinn þá væri ég samt komin í nælonið - það er ótrúlegt hvað þeim virðist ekki verða kalt hérna, stelpur í örþunnum nælonsokkabuxum undir upphífðum skólapilsum og strákar á stuttermaskyrtum í janúar! Nei mars hlýtur að vera versti mánuður ársins. Algjör platari. Fyrsti mánuðurinn í langan tíma sem endar ekki með “ember” eða “úar” og tælir mann þannig í að halda að vorið sé handan við næsta horn. En svo hendir hann bara í mann snjó, rigningu og roki. Neibb frekar fars en mars (ekki i sukkuladimeiningunni samt).

Einar Mar vinur Binna var hjá okkur um helgina. Fyrsti gestur okkar á árinu. Ég vona að honum hafi ekki verið of kalt greyinu hér hjá okkur. En við yljuðum okkur svosem á allmörgum flöskum og dósum sem tæmdust meðan á dvöl hans stóð. Fyrirspurnir og bókanir hjá Hótel Guildford eru farnar að streyma inn fyrir 2005. Allt að gerast amk. í mars og apríl. Jafnvel að við náum að slá tölunum hans Binna fyrir 2004 við í þetta skiptið. Stefnum á 10% vöxt á þessu ári. Nú er ég að verða svo klár í hóteltölum sko; occupancy, ARR, IBFC, fair share, revPAR og ég veit ekki hvað orðnir fastir liðir í mínum orðaforða um þessar mundir. Þarf nú samt varla svoleiðis tölur hér. Hér mælast hlutirnir bara í gleði. Gleðihús fyrir góða gesti. Nei nú er ég kannski farin yfir strikið. En það er amk. vormerki og jú, mikið gleðiefni að "bókanir" séu farnar að streyma inn hér.

Annars er einhver er búinn að stela nafninu mínu! Þetta er ekki nógu gott. Helt ég væri með einkarétt á Fröken Fix. Það gildir eflaust bara fyrir UK. En Fröken Fix @ Ísland er víst einhver handverksmarkaður á netinu. Slóðin er samt bara hi.is/~gudreir. Það er náttúrulega alveg glötuð slóð maður. En hun er dugleg að föndra frökenin, ólikt mér núorðið . Gaman að því.

Vinningsgetraun!
Getur einhver svarað þessum tveim spurningum sem hafa brunnið á vörum mér alltof lengi?

1. Eitt sem ég er búin að velta lengi fyrir mér en enginn hefur hingað til getað svarað mér, ekki einu sinni innfæddir: Af hverju er svo oft sitthvor kraninn fyrir heitt og kalt vatn hérna í UK? Líka á glænýjum “blöndunartækjum”. Er þetta eitthvað gamalt pípulagningavandamál? Maður er kominn með undarlegar aðferðir við að þvo á sér hendurnar í kjölfarið: skrúfar frá heita vatninu og reynir að skola sápuna af á 2 sekúndum. Sem endar auðvitað alltaf á því að maður brennir sig og er skillin eftir með sápu á höndunum - ouch og ughh.


2. Af hverju maður “tekur frammúr” vinstra megin í rúllustigum í tjúbinu þegar tekið er venjulega framúr hægra megin í vinstri umferðinni hérna? Stór undarlegt! Held ég sendi þessa spurningu hreinlega í The Times Questions.

Sá sem getur svarað annarri þessara spurninga á gáfulegan hátt vinnur drykk að eigin vali á pöbb að eigin vali í Guildford. Sá sem getur svarað báðum fær tvo drykki. Oohlala nú er ég spennt! (og eflaust algjör lúði að vera að spá í þessum hlutum -en það er svosem ekkert nytt!).


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?