<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 30, 2004

Knús er besta jólagjöfin
Mikið er ég sammála Hemma Gunn vini mínum um það (sbr. úrklippu sem ég á úr Fréttablaðinu um daginn, og er á ísskápnum). Hef enda fengið extra mikið af knúsi fyrir og yfir hátíðarnar bæði á Íslandi og svo hér heima þar sem við Binni höfum haft þann lúksus að vera saman i fríi 24/7 síðustu vikuna. Nóg knústækifæri þar þó sumum þætti kannski nóg um. Held að ég sé knús-jönkí, og knús-ofdekruð...en það er ekkert nema gott. Besta gjöfin. Kostar ekki neitt og lætur mönnum líða vel. Mæli með knúsi.

Þetta eru búnir að vera mest rólegir og góðir dagar hér hjá okkur. Á Þorláksmessu röltum við út á “lókalinn”, Prince Albert Pub, sem var skreyttur að utan eins og piparkökuhús (plast jólasveinar, hreindýrasleðar, snjókarlar...you name it) og eins og rjómaterta að innan (gulllitaðir músastigar ca. 40 cm í þvermál þvers og kruss í loftinu og blikkandi jólatré -not kidding, var ekki hægt að troða meira skrauti inná einn pöbb). Þessi pöbb er svolítið fyndinn, maður fílar sig frekar mikið "öðruvísi" þarna inni. Strictly local. 95% viðskiptavina karlmenn og þar af reglulega einhverjir skrautlegir sem hafa hátt og blóta við barborðið. Annars er mjög kósí þarna inni. Brúnt munstrað veggfóður sem inní hafa síast svona trilljón km3 af reyk gegnum tíðina, gamlar myndir á veggjunum og dótabílasafn í hillunum. Eina tónlistin er frá juke-boxi í einu horninu. Eins og að vera heima hjá einhverjum af eldri viðskiptavinunum þarna bara.

Aðfangadagur og jóladagur liðu svo eins og vera ber, í allsherjar matar og drykkjarmóðu...Binni fékk vínkassa frá vinnunni sem kom sér afar vel. Við vorum með væna pakkahrúgu undir litla gervitrénu okkar sem stendur sig alltaf eins og hetja. Fullt af fínum pökkum - og kortum, takk fyrir okkur. Fengum ýmislegt fallegt og nytsamlegt á heimilið og nokkur kort með myndum af vinum og mini-vinum sem er alltaf svo gaman að fá. Ekki mikið meira að segja frá þessum dögum svosem, bara verið að horfa á nýjar dvd myndir og spilað Scrabble inná milli þess að fá sér hangikjötsafganga og Yule Log (sykur-sjokks súkkulaðirúlluterta) með brandy cream.

Á mánudaginn var samt komið nóg af rólegheitum og við drifum okkur til London. Væntanlega síðasta skiptið í bili sem ég fer þangað “for leisurely purposes exclusively” hehe. Við ákváðum fyrst að fara vel útfyrir miðbæinn og skelltum okkur til siglinga - og mælingamiðstöðvarinnar Greenwich. Binni segir kannski frá sögu staðarins í meiri smáatriðum því ég er svo lítil sögukona :-O En þar var mjög gaman um að litast, Royal Naval College byggingarnar, Cutty Sark skipið og Greenwich park sem “hýsir” einmitt the Royal Observatory, fæðingarstað GMT og Prime Meridian (aðal lengdarbaugurinn eða hvað sem hann kallast - trömpuðum einmitt yfir þessa fyrirferðalitlu línu án þess að fatta það eiginlega). Þarna gafst líka gott tækifæri til að stilla klukkuna sína alveg nákvæmlega! Eftir góðan pöbbalunsj með útsýni yfir hina margrómuðu Millenium Dome (misheppnaðasta bygging sem Bretar hafa eflaust byggt í því skyni að það er ekkert þar og enginn þar og það kostar skattgreiðendur milljónir á ári að halda þessu uppi), fórum við smack bang niðrí miðbæ til að kíkja á nokkrar útsölur og kaupa samt ekki neitt, til að geta samt sest niður úrvinda á góðum Soho pöbb á eftir. Þeir urðu nokkrir pöbbarnir og á leiðinni heim uppgötvuðum við tívolíið á Leicester Square sem var nærri tómt. Hoppuðum þar í kolkrabbatæki og rólutæki og svifum yfir Leicester Sq. vel í glasi. Eftirminnilegt! Skökklöppuðumst svo heim á skikkanlegum tíma samt. Gott geim.

Síðustu daga er ég svo búin að vera að þræða útsölurnar í Guildford. Hefur gengið bærilega að fá dót sem mig vantar, en eins og svo oft gerist þá tókst mér bara að kaupa dót sem var einmitt ekki á útsölu. Föt á útsölu eru líka alltaf hálf vonlaust case hjá mér. Enda ástæða fyrir því kannski að hlutirnir eru á útsölu, ha? Ég sé buxur í akkúrat litnum/mynstrinu sem ég hef verið að leita að, en þá eru skálmarnar svo síðar að þær ná út fyrir búningsklefann. Þetta er heldur ekki tíminn til að finna góða plain skyrtu. Skyrtuleit- disaster - alltaf. Er búin að máta hverja einustu skyrtu í bænum en engin passar. Ekki einu sinni Marks & Spencer skyrturnar -og það í brjósta-minnkunar haldara (já, þeir eru til gott fólk). The curse of a curvy body! Mikið vildi ég að þetta væri jafn einfalt og hjá strákunum, eitt mál og skyrtan keypt í pakka án þess að máta einu sinni! En nú ætla ég að hvíla búðirnar í bili og fara að fagna áramótum hjá ze Parkers. Þetta er því mitt síðasta blogg árið 2004. Gleðilegt ár. Ég hef amk. góða tilfinningu fyrir því.

|

fimmtudagur, desember 23, 2004

Domestic goddess
Ég er búin að vera ansi myndarleg húsfrú undanfarna daga. Þar sem ég hef verið í fríi undanfarið hefur eðlilega komið í minn hlut að stússast það sem stússast þarf fyrir jólin. Búið að þrífa íbúðina hátt og lágt, sækja böggla til póstsins, kaupa jólamatinn o.s.frv. Binni hefur líka verið duglegur, hann bjó til heljarinnar jólaís í gær. Ísinn er skv. uppskrift mömmu hans, en við skiptum matarhefðunum bróðurlega á milli okkar; kalkúnafylling og rauðkál a’la mamma mín, ís og uppstúf a’la mamma hans. Svo bætum við okkar “twisti” við hitt og þetta.

Þetta er nú samt ótrúlega lítið umstang hérna hjá okkur. Erum bara tvö sem gerir allt svo einfalt. Prísaði mig sæla að vera ekki fertug 4ja barna móðir með alla familíuna í mat þegar ég sá mjög skondinn þátt um daginn, Grumpy Old Women, þar sem frægar og fyndnar konur voru að rifja upp svokallaðar jólamatraðir. Kaup-marathonið til að ná öllu helstu “must-have” leikföngunum fyrir krakkana og angistin þegar þau eru uppseld, reyna að halda sparikjólnum hreinum og málningunni á og hafa allan matinn tilbúinn á nákvæmlega sama tíma. Fá svo “endurunnar” jólagjafir frá ættingjum og þurfa að hugsa um gesti sem eru búnir að drekka síðan kl. 10 jóladagsmorgun...Kellingin alveg búin á því meðan kallarnir strjúka bumburnar sínar og glápa á boltann. Nei, það er ekki alveg komið að þessu ennþá hjá mér, sem betur fer.

Við Binni tökum því rólega bara og höldum uppá aðfangadagskvöld með afar girnó lífrænt ræktuðum kjúklingi sem við keyptum á markaðnum, á meðan restin af landinu fer á pöbbinn. Við erum búin að vera að reyna að finna símanúmerið hjá St. Martha’s on the Hill, litlu gömlu sætu kirkjunni uppi á hæðinni fyrir jólamessu en það hefur ekki fundist (!), kannski förum við bara í kirkjuna á horninu til að fá réttu stemmninguna. Eða sleppum því bara. Erum svosem ekki mjög kirkjurækið fólk, hehemm, og kunnum ekkert í ensku sálmunum hvort eð er. Svo verður hangikjöt á jóladag og afgangar dagana þar á eftir. Púff verð bara södd við tilhugsunina.

Annars virkar eiginlega eins og jólin séu nú þegar búin hérna úti, áður en þau eru byrjuð. Amk. skv. búðunum. Margar búðir löngu komnar með útsölur og þegar ég var að leita að smá jólaskrauti fyrr í vikunni þá voru bara örfáar leifar eftir (kalkúnaseríur og uppblásnir rúdolfar) og verið að rýma til fyrir nýjum vörum! Of seint, góða mín. Jól? Nei þau eru ekki í tísku lengur. Jahá, Bretarnir eru þá svona skipulagðir í þessu, búnir að allri jólaverslun vikum fyrir jól. Ætli páskaeggin fari ekki að koma í búðir í janúar, mig minnir að það hafi verið þannig í fyrra. Ja ég verð eiginlega að segja að þetta eyðileggur aðeins jólastemmninguna, að kötta svona á allt mörgum dögum fyrir jól, þó ég skilji samt vel að búðirnar vilji hámarka tekjurnar. En nú er búðarrápið allavegana búið í bili hvort eð er hjá manni -þangað til ég ræðst á útsölurnar, nokkuð sem ég myndi helst ekki gera nema bara af því ég þarf að byrja í 1 stk. vinnu 4. janúar og maður þarf víst að klæðast einhverju flottara en heima/námsgalla þar.

Þá segi ég bara gleðileg jól allir!

|

mánudagur, desember 20, 2004

Eg laet mig dreyma...
...um hlytt hus! 1 gradu hiti nuna her og ekki er hitinn mikid meiri inni i ibudinni okkar. Held thad vaeri margfalt hlyrra inni snjohusi. En thad er thvi midur enginn snjor uti i gardi til ad byggja thess hattar. Madur er farinn ad venja sig a ad draga gardinurnar fyrir extra snemma, vera bara inni i einu herbergi i einu, og reyna ad sla met i klosettferda-hrada og fata-aftinslu a kvoldin. Madur laetur sig dreyma um luksusinn i sumar thegar madur gat rolt um og uti gard a bikinii. Thad er jafnvel ekki laust vid ad madur se farinn ad hugsa hlylega til ibudarinnar a gordunum i fyrravetur, sem eg taladi nu ekki mjog hlylega um a sinum tima, en hun var nu stundum hreinlega of heit. Og eg er lika barasta farin ad hlakka til ad byrja i vinnunni af theirri einu astaedu ad geta verid a hlyrri stad amk. ad deginum til!

Jaeja, en thetta er nu kannski ekki svo hrikalega slaemt. Nu er buid ad skreyta stofuna svo fint, og astandid a kvoldin thar mun skarra eftir ad nyr ofn var keyptur fyrir jolapening um daginn. Thad var bara mjog kosi hja okkur Binna i gaer uppi sofa i flis/lopapeysunum okkar med arininn og ofninn a fullu og kveikt a kertum. Aetli vid eigum ekki eftir ad hugsa hlylega tilbaka til thess einhvern timann i framtidinni? Svo tharf madur "bara" ad thola ruma 3 manudi i vidbot af thessu astandi. Erum vid ekki vikingar? Gulp. Og brennur madur ekki lika meira af kalorium thegar manni er kalt?

Always look on the bright side...

|

fimmtudagur, desember 16, 2004

Back in Britain
Þá er maður mættur aftur til Bretaveldis eftir dágóða ferð til Íslands að heilsa uppá vini og vandamenn. Þetta var hin besta ferð, og virkar eins og ég hafi verið mun lengur en tæpa viku á klakanum. Fannst vera ár og aldir síðan ég hafði séð Binna síðast þegar ég kom heim. Enda finnst manni maður vera í allt öðrum heimi hreinlega þegar maður skreppur svona, þó það taki ekki nema 3 tíma í flugvél - það er eins og maður sé kominn á hjara veraldar þegar allt er hvítt og þessi magnaða vetrarbirta yfir fjöllunum -sem er svo á örskömmum tíma yfirtekin af skammdegismyrkrinu...

Ég náði einmitt að fara í eina gönguferð í Heiðmörk í svoleiðis stemmningu, en það hafði verið ofarlega á planinu hjá mér. Það var mjög hressandi svona á góðum laugardegi. Við mamma mættum bara einum manni á röltinu okkar þar, en ætli megnið af þjóðinni hafi ekki verið sveitt að strunsa um Smáralind á sama tíma. Fegin var ég að geta frekar verið uppí Heiðmörk!

Annars voru það hefðbundnar heimsóknir til ammna og afa og til vinkvenna, en þar stóðu nú uppúr heimsóknir til lítilla kríla vinkvenna minna og jólahátíð Smjattaklúbbsins þar sem Kolla vinkona tilkynnti að hún og Aron munu gifta sig á næsta sumri. Maður er greinilega kominn á einhvern “tilkynningaraldur” hérna. Gaman að því. Mjög skemmtilegt var líka í jólagleðinni í vinnunni hjá Ástu vinkonu sem ég fékk að smygla mér inná, það var eins og að koma inní “The Office” þátt hehe say no more, þar var dyggilega sungið í karaoke, m.a. sungum við Ásta hið rómantíska lag “Love is all around” af miklum krafti. Sem betur fer virtist enginn vera að hlusta lengur þá...Eftir það var skroppið aðeins á Thorvaldsen þar sem ég fékk smá útrás fyfir dansþörf minni, en það hef ég ekki fengið í háa herrans tíð. Fékk þarna að upplifa aðeins gamla góða íslenska djammið aftur. Troðningur, fyllerí og dubious gæjar í jakkafötum að mæla út “fórnarlömb” sín við útjaðra dansgólfsins. Gaman að því líka.

Annars var ekkert stress á manni eins og hefur svo oft verið áður, og ég hafði nægan tíma til að rölta Laugaveginn og sjá hina reglulega endurnýjun búða og veitingahúsa - og tómra kofa (ótrúlegt hvað breytist á ½ ári). Einnig hafði ég góðan tíma til að hanga bara heima hjá mömmu og pabba og komast í jólaskap. Fékk jú smá jólasnjó og hlustaði dyggilega á jólastöðina til að heyra íslensku jólalögin. Sigga Beinteins, Svala Björgvins, Stebbi Hilmars og allt saman. Og örugglega einhverjar nýjar hljómsveitir og Idol-lið sem maður hefur ekki hugmynd um hverjir eru því maður er kominn svo útúr. Svo gúffaði maður í sig fiski, kindakæfu og langlokum með pítusósu eins og óður væri, en það þarf jú að duga manni í ca. ½ ár. Ég skögraðist þó til Guildford með slatta af góðgæti, hangikjöt, heimatilbúnar smákökur, appelsín, Nóa Kropp og rjómaost með sólþurrkuðum tómötum (svo góður inní ofni með kjúklingi -allt fyrir tilbreytinguna hér á bæ!).

Já svo nú er maður bara í góðu stuði í Guildford aftur. Hef ákveðið að vera bara í fríi fram yfir áramót þegar ég byrja að vinna. Njóta þess að sofa út aðeins og svona. Rölta á “Laugaveginum” hér sem er í jólaskapi. Það er samt alltaf nóg að gera, ótrúlegt nok. T.d. er ég að reyna að lesa mig aðeins til um Hotel Project Feasibility Evaluation. Gengur þó hægt. Skemmtilegra að finna eitthvað í skóinn fyrir Binna, skrifa síðustu jólakortin, klára jólapúslið og skreppa í kaffi til nýju vinkvennanna minna hér (er búin að kynnast nokkrum íslenskum píum sem búa í Guildford). Eins og ég ætla að fara að gera núna. Ójá.

|

miðvikudagur, desember 08, 2004

Leigugleði
Eða kannski meira leigubögg...já ástkæra Óðinsgatan mín er komin á leigumarkaðinn aftur. Ekki alveg besti tíminn þegar allir eru fílefldir af nýjum lánum að kaupa! En ef einhver veit um einhvern sem veit um einhvern, þá er þessi frrrrrrábæra íbúð laus fra 1. jan á 70 þús á mánuði.
Si si.

Annars er maður bara í rólegheitunum í Safamýrinni þessa stundina, búið að heimsækja ömmu og litla gæjann hennar Emblu í dag. Og steikt ýsa í raspi kominn í mallann, mmm. Hið besta mál.

|

þriðjudagur, desember 07, 2004

Af nyjum fjolskyldumedlimum
Embla vinkona og Gunni hennar eignudust son um helgina. Eg vil oska theim til hamingju med thad! Mikid er lifid skrytid, mer finnst svo stutt sidan vid vorum 13 ara litlar skvisur i unglingavinnunni ad vinna, slaepast og fiflast...og i MH ad mala auglysingaspjold fyrir boll...nu hafa fleiri ar og lika kaerastar og barn baest vid. Og vid ordnar vodalega throskadar og virdulegar domur nuna, hehe. Thad er nu meira.

Thad var lika nyr fjolskyldumedlimur i Woodbridge um helgina. Vid sottum nyja hvolpinn theirra Astu, Justins og Ben, Archie, a laugardaginn og thad ma segja ad hann hafi fengid mesta athyglina a heimilinu naestu daga. Verid ad reyna ad ala hann upp: nei Archie ekki bita, ekki pissa a teppid, ekki borda matinn hans Henry (kisan a heimilinu). Hann er otrulegt krutt hann Archie. Pinulitill, heitur og titrandi. Greyid hvad hann vaeldi sina fyrstu nott a nyja heimiinu, fjarri foreldrum og systkinum, sem hofdu haldid hlyju a hvert odru sidustu vikurnar. Madur fekk bara sting i hjartad a ad heyra gratinn, sem hljomadi undarlega likt barnagrati stundum. En nyja heimilid mun venjast fljott og Ben verdur an vafa hans besti vinur um okomin ar, thad var amk. strax a hreinu hvern Archie vildi elta. Svo held eg ad hann Archie gaeti ekki verid a betra heimili. Dyralaeknir og alles a thvi.

Thetta var fin helgi annars. Lau og sun foru nu mest i afslappelsi thvi Asta bara a bakvakt. Kiktum i midbaeinn (ein gata) thar sem var jolamarkadur. Jolaglogg, spileri, tombolur, Punch and Judy show og stemmning. Pub-lunch a eftir. I gaer var svo possupiu dagur hja mer og thad var leikid vid Archie og farid uti park. Var mjog stolt af thvi ad thad var 0 grenj eda vael. Ben farinn ad venjast komum Auntie Maeju og farinn ad fila hana bara vel. Gaman ad thvi.

Jaeja aetli thad se ekki best ad fara ad pakka og heilsa uppa Icelandair gamle ven. Jo da.

|

föstudagur, desember 03, 2004

Fatahallæri eftir allsaman
Jæja. Ég held ég dragi hreinlega tilbaka þetta úr síðasta bloggi -amk. með fötin...er ekki tískuljón eftir alltsaman, waaaaa!! Úr því líður að Íslandsferð þá var ég að fara yfir fata-stöðuna og hún lítur ekki vel út. Engin af mínum fötum nógu hlý eða flott fyrir Ísland! Ég fæ alltaf svona míní fatakrísu þegar er er á leiðinni á klakann. Hér úti kemst maður nefnilega þægilega upp með að pæla lítið í útlitinu (og veðrinu)...en heima finnst manni ekkert duga nema nýjasta tíska, bara allt annar standard þar. Mín gömlu, upplituðu og sjúskuðu föt úr ódýrustu búðum bæjarins passa hreinlega ekki inn í dæmið! Fékk líka nett áfall þegar ég sá ástandið á gömlu vinnufötunum mínum sem ég gróf uppúr töskunni minni inní skáp um daginn - hef ekki þurft að hreyfa við þeim í meira en 2 ár, og einhvernveginn finnst mér frekar ólystugt að fara að troða mér í krumpaða skyrtu sem var keypt fyrir 4 ½ ári...held að það verði eitthvað að endurnýjast þar hreinlega áður en ég byrja að vinna hjá svona fínu ráðgjafafyrirtæki í London, hmmm.

Annars hlakka ég bara til að koma til landsins. Fá ískalda hressilega rok-skellinn (klikkar aldrei) á mig þegar ég kem útúr Leifsstöð. Pínulítill hluti af mér vildi samt óska þess að ég væri að fara frekar til heits lands (þ.e. allir vinirnir og fjölskyldan óvart stödd á Spáni)...ég held að það séu svona 0 gráður inni í íbúðinni okkar um þessar mundir, er með stöðugan sultardropa á nefinu og hætti mér varla úr lopapeysunni og sokkunum, frekar fyndið að heyra æpin í okkur Binna þegar við förum á fætur á morgnana eða “neyðumst” inná baðherbergi og ísköldu flísarnar brrrrrr...En nei það verður nú gott að koma í heitt hús og heitan pott á Íslandi til að þiðna loks, ahhh.

Nú á eftir erum við Binni á leið til Woodbridge, munum gerast pössupíur þar um helgina fyrir bæði Ben og nýjan Terrier hvolp. Voff! Svo það verður fjör á bæ, hóhóhó. Hlakka ýkt til að knúsa þá báða.

Í lokin vil ég bara senda baráttukveðjur til Emblu sem ætti bráðum að vera farin að rembast við að koma litlu barni í heiminn, go girl! Ég virðist hafa valið mjög góðan tíma til að koma í heimsókn hey hey hey og jibbíjei.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?