<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 28, 2004

Skýrsla um áhrif hvalveiða kostar 18-22 milljónir
Af mbl.is i dag:
Áætlað er að skýrsla um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands sem ferðamannalands, sem Mörður Árnason og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar, hafa beðið um, muni kosta á bilinu 18–22 milljónir króna en unnið er að skýrslunni í samgönguráðuneytinu.

18-22 millur???? Wow man, eg skal gera thetta fyrir eina millu! Forvitin er eg ad sja thessa skyrslu, thetta hlytur ad vera einhver algjor bomba. Einhvernveginn grunar mann samt ad eitthvert hrikalegt brudl hljoti ad vera i gangi...er verid ad senda 100 manna lid til helstu landa i heiminum med oheftan dagpening eda? Ja herna. Aetli thetta thydi ad eg geti selt ritgerdina mina i haust a nokkrar millur? Juhu!

|

miðvikudagur, maí 26, 2004

Fótanuddtæki óskast
Þetta er líklega í fyrsta og síðasta skipti sem lesendur sjá svona auglýsingu! Mér er alltaf svo kalt á fótunum, þó ég reyni allt, ullarsokka, hreyfa fæturna, nota Binna sem ofn...m.a.s. hitapokinn dugar ekki alltaf. Get oft ekki sofnað fyrr en mér er orðið hlýtt á fótunum. Þess vegna datt mér í hug að fótanuddtækið sem var “jólagjöf ársins” í den gæti verið lausnin fyrir mig! Þær hljóta að vera allnokkrar geymslurnar um allt Ísland sem geyma slíkt undratæki og margur yrði örugglega feginn að losna við það. Ég held samt að ég sleppi því að gefa upp heimilisfangið mitt, einmitt útaf því...myndi örugglega drukkna í fótanuddtækjum (skemmtileg tilhugsun eða þannig). Svo ef einhver á svona heima, gefa mér comment og ég sæki það þegar ég kem heim eftir 2 ½ viku (ó mæ god er það bara 2 ½ vika). Já og ekkert að því að skella eins og einu sódastreamstæki með líka. Nei ok fótanuddtækið er nóg.

Annars líður mér mjög vel á daginn núna þegar ég er svona bara heima að lesa/skrifa. Ég festi nefnilega kaup á nýjum “heimagalla” í fyrradag. “Heimagalli” er semsagt jogging-galli sem þægilegt er að svífa um og tjútta í heima, og, jú, sitja í í fleiri klukkutíma líka. Gamli gallinn var orðinn frekar sjúskaður, svartur apaskinnsgalli engan veginn nógu sumarlegur og orðinn heldur slitinn og lúinn á olnbogunum og - ehemm- rassinum eftir þennan skólavetur. Svo það var kominn tími til að skipta.

Ég fór í uppáhaldsódýruunglingabúðina mína New Look (þar sem erfitt er að finna eitthvað á yfir 15 pund -purrfect!) og viti menn, rakst ég ekki þar á þennan líka mega-kewl muskubláa galla sem á stóð “76” (og “seventy six” aftan á peysunni). Besta talan maður, ekki hægt annað en að skella sér á hann! Ég hef einmitt verið að hugsa í allri þessari “retro” tísku fyrir unglingana þar sem ártölin eru alltaf “80 -eitthvað” að það væri engin von að finna “76” maður væri hreinlega orðinn of gamall (of retro? hey nýtt orð í staðinn fyrir gamall!) til að versla í þessum búðum. Nei viti menn, New Lookararnir hugsa hlýtt til okkar 76-ara. Enda er alltaf nóg af konum á öllum aldri að versla þarna. Skrýtið hvað það er ólíkt heima þar sem varla nokkur yfir 22 ára myndi voga sér inní “gelgjubúðina” Miss Selfridge (skv. MR rannsóknum). Hér eru 14 ára og 40 ára saman að róta í hlýrabolum, plasteyrnalokkum og minipilsum.
Og “76” galli selst.

|

þriðjudagur, maí 25, 2004

Enn af framtíðarsýn
Þar sem ekkert sérstakt er að frétta af mér þá held ég mér við svipað efni og í síðustu bloggfærslu, en ég rakst á aðra áhugaverða grein í Spectator í gær. Hún fjallar um fólksfjölgun og þá hugmynd að við verðum að vera duglegri að fjölga okkur því við verðum sífellt eldri en eignumst sífellt færri börn til að standa undir stórauknum lífeyris- og heilbrigðiskostnaði sem því fylgir. Eitthvað sem gæti endað með ósköpum. Innflytjendur munu víst ekki hjálpa -Bandaríkin myndu þurfa 11 milljón innflytjendur á ári til 2050 til að halda sér við. Svo allir saman nú, fjölga sér!

Þessi höfundur er á öðru máli.
Það er hópur í Bandaríkjunum sem vill að mannkynið fari aftur til pre-industrial tíma, þ.e. bara cave-man style að veiða í matinn og svoleiðis (ég hélt að það kallaðist Amish, en jæja). Raunin er að án landbúnaðar gæti jörðin engan veginn staðið undir matarþörfum þeirra 6 milljarða manna sem á henni búa, heldur bara nokkur hundruð þúsund. Vafalaust sér þessi hópur sig ekki fyrir sér sem hluta af þeim milljörðum sem myndu ekki lifa þá breytingu af, haha! Svo það er kannski ekki alveg hægt. Þetta er samt hugmynd sem örugglega margir hugsa hlýtt til, svona rómantísk hugmynd af friðsælum heimi án verksmiðja og bíla og allir happý að rækta eigin rófur. Já friðsælli heimur í betra jafnvægi væri óskandi.

Þá komum við að því sem ég var að tala um síðast. Við erum að ganga hratt á auðlindir jarðarinnar, t.d. vatn, skóga, fisk og olíu...og þá eru það kannski bara góðar fréttir að menn spá núna að fólksfækkun verði eftir 2070. Ríkari löndin, flest Evrópulönd og Japan verða fyrst, svo Bandaríkin og svo fara loks þróunarlöndin sömu leið. Afleiðingin verður minni og eldri heimur.

Pointið er, að þetta þarf alls ekki að vera slæmt. Þetta gæti einmitt verið mótvægið sem þarf til að við étum ekki hreinlega jörðina upp í einskonar sjálfsmorðsgræðgis -og eyðslukeppni. Flestir þeir sem hafa hingað til agiterað fyrir fólksfækkun hafa yfirleitt ekki haft sjálfa sig í huga sem kandidata (yfirleitt ríkir hvítir) -neihei það eru þeir ‘brúnu fátæku’ sem þarf að fækka hafa þeir sagt. En málið er að aðalvaldur þess að jörðin er ekki nógu stór fyrir okkur öll er sú að ríku mennirnir eru þeir sem eru að eyðileggja mest. Hinir eru miklu umhverfisvænni og jörðin getur þolað mun meira af þeim! Og nú er fólksfjölgunarvandamálið að byrja að leysa sig sjálft: þeir sem valda mestu tjóni, þeim fækkar fyrst. Svo eftir því sem fólk deyr verða færri í þeirra stað sem þýðir að jörðin mun smám saman eftir nokkrar generasjónir ná jafnvægi aftur með sömu aldursskiptingu og í dag (eða í gær væri betra orð) og með minni heildarfólksfjölda. Allavegana gæti þetta verið betri lausn en sú hugmynd sem ég nefndi í upphafi að fjölga ungum ríkum umhverfisspjallandi mönnum og konum eins og okkur með þeim afleiðingum að jörðin bara gefst upp alltíeinu búmm og þannig verði fólksfækkun -á mun meiri brútal hátt.

Ég tek því undir með þessum gaur: “roll on the partial extinction of the human species”. Já heimur batnandi fer. Eða kannski er ég bara búin að lesa yfir mig af umhverfishagfræði undanfarið.

|

föstudagur, maí 21, 2004

Framtíðarspá
Ég var að lesa grein á Guardian.co.uk sem segir að sprengja síðustu ára í ferðalögum, m.a. með tilkomu lággjaldaflugfélaga, sé hreinlega að fylla loftið af flugvélum og bráðum hreinlega komist ekki fleiri fyrir í háloftunum! (fyrir utan mengunina sem af þessu hlýst). Það er spurning hvort þetta geti gengið svona áfram. Líklega ekki.

Ég man að Prófessor Butler sem er yfir prógramminu mínu og einn af helstu gúrúum í ferðamálafræði, sagði í einum tímanum í vetur að hann væri viss um að lággjaldaflugfélög myndu líða undir lok bráðlega. Ég man ekki nákvæmlega ástæðurnar hans, en ofangreint er mjög góð útskýring, ásamt þeirri líka frekar scary frétt að olíubirgðir heimsins muni mjög líklega bráðum klárast. Olíuverð hefur verið á hraðri uppleið undanfarnar vikur og mikið talað um þetta í fjölmiðlum. Kína að opnast og sprengja í olíueftirspurn. Bandaríkjamenn spólandi og spúandi á SUV-unum sínum og neita enn að reyna að draga úr koltvísýringsspúi þó þeir spúi um fjórðungi af því í heiminum (spú).

Ef þessi þróun heldur áfram og ekki finnst nýr (og helst 'hreinn') orkugjafi þá eru ferðalangar (sérstaklega budget-ferðalangar eins og ég) í vondum málum. Og sérstaklega ég sem reiði mig á þá sem framtíðarstarf! Jæja, það verður bara að koma í ljós og eflaust finnast lausnir ef við getum ekki lengur ferðast í flugvélum, bílum og skipum (t.d. yrðu hestamenn eflaust glaðir). En allavegana er um að gera að nýta Ryanair og Iceland Express og co. á meðan tækifæri gefst!

|

miðvikudagur, maí 19, 2004

Latir leigjendur!
Ég hef fengið þær fréttir að Latibær verður nýr leigjandi hjá mér á Óðinsgötunni. Líst vel á það, kreatívt og skemmtilegt fólk örugglega. Og svo ættu þau líka að vera reyklaus og fara vel um, nema þau rústi íbúðinni með brjáluðum eróbikkæfingum inni! Vonandi verða þeir heldur ekki ‘latir’ að borga leiguna, haha!
Gott mál.

|

þriðjudagur, maí 18, 2004

Sól og sokkar á grilli
Nú er gott að vera stúdína í Surrey. Er búin að sitja útí garði og lesa greinar í allan dag. Aukaverkun: sólbrúnka (ekki slæm aukaverkun það). Með þessu áframhaldi verð ég að svarta sambó bráðum! Ég svoleiðis sver það, undanfarna daga hefur tilvist mín meira eða minna verið í þessum blessaða garði sem lesendur eru eflaust orðnir hundleiðir á að heyra um! En ég hætti ekki að tala um hann óneiiii Í 20+ stiga hita og sól bara getur maður það ekki! Í gær var t.d. fyrsta úti-grillveisla sumarsins haldin, í góðra vina hópi en Francesco ítalski vinur okkar var í Guildford í einn sólarhring og þá var hóað í stelpurnar líka og haldin veisla. Fyrr um daginn var ég búin að sníkjast eina ferð í Homebase og B&Q og fann nokkrar plöntur í garðinn, útikerti og luktir til að gera kósí (opnaðist hreinlega nýr heimur fyrir mér að koma í garðdeildina þarna!) og það heppnaðist sko vel. Við sátum úti til 10 og það var sannkölluð “útilegu” stemmning eiginlega, með grillið sem varðeld. Þegar kolin fóru að kólna tók bekkurinn við, en það er gamall fúinn bekkur hér sem Binna finnst afskaplega gaman að rífa í sundur og brenna. Þegar sá eldiviður fór að hjaðna þá tók hann sig m.a.s. til og fleygði nokkrum götóttum sokkum á grillið, og stuttermabol! Sem betur fer gaus ekki upp nein fýla en ojojoj gerviefnið sem þetta dót er úr, vildi varla brenna varð bara eins og að seigu plasti! Yuck.

Svo gistu allir hér í íbúðinni og við stelpurnar fengum okkur morgunmat saman í morgun, oh svo gaman, langt síðan maður hefur upplifað svona “sleepover”. Mæli með því stelpur að við höfum einhverntímann náttfatapartí!

En nú verður bráðum tómlegt því allir eru að fara til hinna ýmissa landa að gera rannsóknir fyrir mastersritgerðirnar: Karen á leiðinni til Bremen að taka viðtöl í sambandi við fyrirkomulag vínferðamennsku (símaviðtöl svo það hefði ekkert verið varið í það að bjóðast til þess að vera aðstoðarmaður hennar og ferðast um vínhéruðin eins og ég sá það fyrir mér á tímabili...mmm!), Rhi til Tansaníu að skrifa um þróun ferðamennsku þar, Francesco bara alltaf á flakki en Kambódía er uppáhaldið, Alex er eins og stendur að djöflast í að reyna að fá líttmenntaða sjötuga bændur á Grikklandi til að svara spurningum um árlega hátíð sem er haldin þar, og móngólska skvísan Goyotsetseg Radnaabazar heldur sér hér í London og skrifar um þróun ferðamennsku í Mongólíu. Og ég sjálf til Íslands í 2,5 viku. Svo grey Binni verður einn hér, engin Mæja til að stytta honum stundir, engin Karen til að koma með yummy desert og til að stríða, enginn Francesco til að drekka með bjór. Æ ég held samt að hann hljóti að geta bjargað sér strákurinn. Fer bara á fullt í garðinn hehe!

En talandi um garðinn (get ekki hætt!) en í dag stóðst ég ekki freistinguna að reita illgresið sem var orðið heilt fjall, 1 metra há hrúga af stilkum. Ég ímyndaði mér bara að ég væri einhver svona Lara Croft gella að að fara með sveðju í gegnum frumskóg, og barðist við þetta með risa-garðklippum. Vá hvað ég varð æst. En ég sver það líka, garðurinn stækkaði um helming við að fleygja þessu. Og komið nýtt autt svæði til að fylla með einhverju. Vaðlaug kannski, til að kæla sig í í sumar? eða kannski rólu, eða hengirúm eða gosbrunn eða dvergstyttu...hmm erfitt.

|

föstudagur, maí 14, 2004

Euro-stemmning
Vafalaust eru margir ad undirbua Eurovision parti a morgun. Vid Binni munum fylgjast spennt med Islandi (Jonsi we love you! a madur ekki ad segja thad? hef annars ekki hugmynd um hvernig lagid okkar er! orugglega geggjad hehemm) og thyskalandi (lass die sonne in dem Herz, uppahald mitt in the 80's) thvi Karen kemur i heimsokn. Thad verdur thvi mini-parti hja okkur. Sol og blida um helgina og spai eg thvi ad nokkrir bjorar verdi teknir upp uti nyslegna gardinum a undan. Thvi midur eru Bretar ekki med i ar og thvi eflaust litil stemmning her i UK, en vid baetum ur thvi og rokkum fyrir theirra hond.

Eurovision-linkur her til hlidar til ad komast i stemmninguna, check it out...

|
Heimilisgleði (skrifað í gær)
Það ríkir sannkallað “domestic bliss” hér heima. Fattaði það áðan þegar ég hugsaði um gjörðir dagsins (fyrir utan ritgerðasmíð): fá Binna heim í hádeginu og sitja úti í garði og borða hádegismat (af bakka m.a.s.!), taka þvottinn af grindinni, reita arfa í garðinum, setja inní uppþvottavél...og svo kom nýr fjölskyldumeðlimur inná heimilið í dag (nei ekki kisa, I wish!): sláttuvél! Já garðurinn var kominn í algjöra órækt, og Rhi kom við með þessa líku fínu sláttuvél handa okkur. Binni var ekki lengi að setja hana saman og koma sér að verki...voooommmmm...voooommmm...ég eldaði á meðan Tesco karríkjúkling á gasinu (algjör snilld þetta gas by the way) og fékk m.a.s. að kalla “MATUR” þegar hann var tilbúinn! Hmm það var reyndar svolítið undarleg tilfinning verð ég að viðurkenna...held að Binna hafi fundist það líka, einsog að vera kominn aftur um 25 ár...

Nú eru semsagt á dagskrá fleiri B&Q ferðir (sbr. Húsasmiðjan heima), (maður er alveg að fara að detta í þennan breska DIY pakka), enda þær búðir nánast nágrannar okkar. Beðið í garðinum er orðið svo autt eftir tiltekt dagsins að það verður að fara að setja einhverjar hressilegar plöntur þar. Jafnvel búa til matjurtagarð...það væri nú mér líkt að fara útí svoleiðis! Varð svaka spennt í B&Q í fyrradag að skoða hvað er hægt að rækta hérna, ofarlega á listanum eru basilikum, zucchini, eggaldin og jarðaber mmm.

Á þessari stundu er svo Binni að koma mixernum í gang, en það fylgdi líka Magimix 4100 með íbúðinni. Yummy tilvalið að setja jarðarberin í hann og búa til sjeik....eða nota hann til að baka....Það fylgir leiðbeiningabók með og það er sko hægt að mixa allan fj... í þessu tæki! Mér sýnist reyndar Binni vera enn meira spenntur yfir þessu en ég...mér heyrist hann vera byrjaður á tilraun með ferskan appelsínusafa...whirrrrr...Vona bara að hann fái engar skrýtnar hugmyndir eins og að búa til “ógeðsdrykk” handa mér að hætti popptívímanna, yuck!

Binni Mix og Fröken Fix, já það má með sanni segja að við séum að verða ansi myndó!

|

þriðjudagur, maí 11, 2004

Dollý rúlar
Dolly Parton, kántrísöngkonan fræga sem er þó jafnfræg fyrir brjóstastærð sína og sönginn (ótrúlegt hvað það viðhelst á þessum tíma síaukandi sílíkons), er kona að mínu skapi. Fólk heldur kannski að hún sé bara “heimsk sílíkonljóska” -en því fer sko fjarri og það er einmitt það sem hún spilar á. Þegar maður pælir í því sem hún er að gera og heyrir hana tala þá er hún eins fjarri stereotýpunni “heimsk sílíkonljóska” og hægt er! Ég get reyndar ekki sagst vera mikill aðdáandi tónlistar hennar (nema kannski eftir allnokkra drykki í karaókí... ) en ég man að fyrir nokkru sá ég hana í viðtali hjá einhverjum grínaranum og hún var bæði stórskemmtileg og snargáfuð! Hún tekur sjálfri sér ekki of alvarlega -samt er henni alvara með hlutina og oft mikið til í því sem hún segir. Spáið í eftirfarandi snjallyrðum:

Svona gerir hún grín að sjálfri sér...

I look just like the girls next door... if you happen to live next door to an amusement park.

I was the first woman to burn my bra - it took the fire department four days to put it out.

Yeah I flirt, I'm not blind and I'm not dead!

You'd be surprised how much it costs to look this cheap!

I’ve got little feet because nothing grows in the shade

...samt liggur alvara undir niðri...

I'm not offended by all the dumb blonde jokes because I know I'm not dumb... and I also know that I'm not blonde.

I hope people realise that there is a brain underneath the hair and a heart underneath the boobs.

People make jokes about my bosoms, why don't they look underneath the breasts at the heart? It's obvious I've got big ones and if people want to assume they're not mine, then let them.

I'm not going to limit myself just because people won't accept the fact that I can do something else.

...og stundum djúpstæð merking...

Storms make trees take deeper roots.

The way I see it, if you want the rainbow, you gotta put up with the rain.

We cannot direct the wind, but we can adjust the sails.

You'll never do a whole lot unless you're brave enough to try.

Dolly er sko kona í lagi!

Svo er hún stórgóð bissnesskona líka og rekur skemmtigarðinn Dollywood í “The Great Smoky Mountains" í Tenessee, North Carolina og gerir sitt til að varðveita og prómótera “the country heritage” í tónlist, dansi, matargerð og ýmissri annarri skemmtun undir þessu þema. Ég væri sko alveg til í að fara til Dollywood! Gaman í rússibana og svona, fá sér kúrekahatt og háma í sig kjúklingabitum. Örugglega ekki erfitt að plata Binna með líka og sérstaklega ef með fylgdi ganga í “The Great Smoky Mountains” hehe. Yebb, Dollywood fer á ferða-óskalistann.

Annars er allt gott hér í Guildford. Það er ekki skortur á góðu fólki í heimsókn þessa dagana. Um helgina var hér Svenni, gamall vinur Binna af nesinu sem býr í Skotlandi, og fyrsta grill sumarsins var haldið. Stórfínt, þó kalt væri og kolin ekki af réttri gerð (fyrir arininn sko...) og rök í þokkabót (tók 2 tíma að grilla draslið, en tókst fyrir rest!). Svo komu Karen, og Goyo frá Mongolíu (önnur bekkjarsystir mín) í grillið líka og það var gaman að hitta þær. Það var því vel slappað af þó lært hafi verið á milli.

Talandi um lærdóm, þá held ég að ég haldi áfram að rýna í environmental economics - hörkuspennandi fag - og er ekki að djóka! Ég er svo komin með “go” frá Umhverfisstofnun og mjög jákvæðar undirtektir Skaftafellsþjóðgarðsvarðar við könnuninni minni og svo mun ég líklega hafa aðstoðarmann til að framkvæma hana - it´s looking good : )

|

föstudagur, maí 07, 2004

Hvernig var að sofa hjá Becks?
Ja...samkvæmt NOW magazine þá fannst mér það frekar mikið frat!
Atvikið litla á National Portrait Gallery í síðustu viku (ég var spurð útí nýja vídeólistaverkið af David Beckham sofandi) komst semsagt í slúðurblaðið NOW sem kom út á miðvikudag, eins og einn glöggur lesandi er þegar búinn að fatta sé ég! Ég er þá væntanlega að upplifa mína 15 mínutna frægð núna -eða kannski frekar einnar viku frægð því blaðið - “the UK’s best selling celebrity magazine” eins og þeir segja, kemur út 1 sinni í viku hoho.
Allir útí Eymundson að kaupa NOW núna! (ef það er þá til og kostar ekki 1000 kall)

Á bls. 13 er mynd af Fröken Fix skælbrosandi fyrir utan safnið. Alvöru nafn hennar er víst Laura Glasser, 28 ára þjónustustúlka frá suður London. Já þeim hjá NOW tókst að rugla nöfnum og reyndar textum líka! Og gera mig 1 ári eldri en ég er, hrmmmph! Textinn sem stendur við myndina af mér, “Lauru”, er “I thought it was nothing but a publicity stunt. There was no movement and it didn´t look natural at all”. Hmm þessi neikvæði texti passar engan veginn við myndina af mér skælbrosandi...

Svo er það textinn minn sem er við myndina af einhverri stelpu sem er örugglega álíka frústreruð og ég með víxlið, haha! Hún heitir semsagt Maria Reynisdottir (þeir náðu þó stafsetningunni, I´m impressed!) og hún segir: “I thought it was really strange to be so intimate with such a high-powered celebrity. It´s as if you´re crossing a line. If I was Victoria, I wouldn´t be happy with everyone else being able to see what she sees in their bed.”
Þetta er allt annað! Gáfulegt komment þetta! hehe. Amk. gáfulegra en það sem George Lovett, 23 ára arkitekt frá Leicester sagði: “watching someone sleeping was really interesting”.

Gaman að þessu. Lengi lifi listin og slúðrið.

|

fimmtudagur, maí 06, 2004

Æ æ aumingja konur
Á þeim annars ágæta vef tikin.is var um daginn grein um auglýsingaherferð Dove í Bretlandi fyrir nýtt stinnandi body lotion. Í tímaritaauglýsingunni er mynd af frekar þéttvaxinni konu í nærfötunum einum, ánægða með sjálfa sig. Fyrirsögnin: “Let’s face it: firming the thighs of a size 8 supermodel wouldn’t have been much of a challenge”. Textinn: “That’s why Dove asked women like Linda to test Dove’s new firming range...Then we asked Linda if she’d be happy to show the unretouched, unairbrushed results on camera. Her’s how she responded to the challenge”. Ég fílaði þessa auglýsingu mjög vel, ferskur vindur í krem auglýsingum. Reyndar ekki alveg nýtt fyrirbrigði því Body Shop var með svipaða herferð fyrir einhverjum árum.

En grein höfundarins á tíkinni olli mér miklum vonbrigðum. Hún byrjar vel og talar um markaðsrannsókn fyrir herferðina þar sem kom í ljós að 2/3 kvenna eru óánægðar með líkamsvöxt sinn og vildu gjarnan sjá raunverulegri fyrirsætur í auglýsingum o.s.frv. OK. Það sem pirrar mig óendanlega er svo þetta: “Bourdieu hélt því fram að konur næðu aldrei jafnrétti fyrr en þær hættu að taka þátt í hlutgervingu á konum. Við konur þurfum að hætta að vera skrautmunir, hætta að mála okkur og hætta að taka þátt í því að við þurfum að vera sætar fyrir aðra (og hætta að telja okkur sjálfum trú um að við höfum okkur til fyrir okkur sjálfar!) Þessi auglýsingaherferð er ekki hugsuð útfrá réttum forsendum...það að auglýsa stinnandi líkamskrem fyrir konur sem teljast mjúkar að mati hins almenna markaðar hlýtur að teljast tvískinnungur. Þetta er frekar niðurlægjandi fyrir konur sem eru hafðar að ginnungarfíflum rétt eins og fyrri daginn. Við konur eigum að vita betur en látum samt alltaf selja okkur sömu klisjuna um að staðlað útlit muni færa okkur hamingju...opnum augun konur, hættum að láta stjórnast og stöndum saman gegn kjaftæðinu”.

Ég held að kjaftæðið hér sé augljóst:

“Konur þurfa að hætta að mála sig”. Halló hver er að reyna að stjórna hér? Frelsi kvenna felst einmitt í því að þær eiga að geta gert hvað sem þær vilja. Hætti hver að mála sig ef hún vill, gott og vel en mér finnst ágætt að mála mig stundum og ég ætla að halda því áfram. Mér líður einfaldlega vel þegar mér finnst ég vera meira aðlaðandi, hvort sem það er fyrir sjálfa mig eða aðra. Og af hverju má ég ekki gera e-ð fyrir aðra, eins og að gleðja kærastann með að vera fín (og hann getur gert á móti)? Ég held að það sé bara af hinu góða!

Það er líka örugglega eitt það mest mannlega að vilja gera sig meira aðlaðandi, og það á við bæði um karla og konur (og að mála sig er bara eitt af því). Það hafa alltaf verið uppi hugmyndir um hvað þykir fallegt, þeir sem hafa farið inná söfn skilja að einu sinni voru það helst feitar og hvítar konur sem þóttu fallegar! (hefði höfundur þá viljað skipa þeim að hætta að borða og fara í ljós til að hætta að þóknast körlum? haha en kaldhæðnislegt), Frumstæðir ættbálkar í dag eru og með sínar hugmyndir um fegurð (í vissum Sahara-ættbálki eru það t.d. karlarnir sem mála sig og dansa fyrir konurnar) og m.a.s. fyrirfinnst þessi hegðun hjá dýrum og plöntum. Ég er viss um að þau séu ekkert að fara að hætta þessari hegðun, af hverju þá við?

Ofangreint kalla ég fórnarlamba-kvenréttindavæl. Mér finnst það alveg afskaplega úrelt og er svekkt yfir því að sjá svoleiðis á síðu sem segist tala um jafnrétti út frá öðrum forsendum.

“Tvískinnungur að auglýsa stinnandi krem fyrir konur sem teljast mjúkar”. Við erum vissulega mismjúkar/stinnar og því ættum við ekki mega vera þannig eða breyta því ef við viljum? Rétt eins og maður vill frekar borða appelsínu sem er appelsínugul og stinn, ekki brún og slepjuleg, finnst manni næs að hafa sem heilbrigðasta og fallegasta húð. Hvort sem Dove getur gefið þér hana eða ekki. Body lotion snýst líka ekkert síður um heilbrigðari húð, húðin er eftir alltsaman stærsta og eitt mikilvægasta líffæri líkamans og þarf að þola ekkert smá álag á hverjum degi. Hverjum þykir þægilegt að vera með þurra og sprungna húð? Ekki mér. Og heilbrigð húð er falleg húð, hrukkótt, skvabí eður ei. Það er það sem Dove er að segja og mér finnst þetta mjög gott framlag til að benda einmitt á það að konur eru mismunandi og mega vera stoltar af líkama sínum hvernig sem hann er. Auk þess sem ég held að framlag stinnari húðar til staðlaðs útlits sé “fremur” takmarkað.

“Konur ná aldrei jafnrétti fyrr en þær hætta að taka þátt í hlutgervingu á konum”. Það má heldur ekki gleyma því að karlar eru líka hlutgerfðir í okkar samfélagi. Það geta allir lýst hinum “fullkomna” karlmanni: hár, vöðvastæltur, sterkur samt mjúkur...., sem birtist mjög oft í auglýsingum, ja á móti hinni akkúrat öfugu ímynd af kallinum sem aumingja en hann virðist verða æ algengari. (kall í svuntu á fjórum fótum sem kann ekki að þrífa og konan hreytir hortugheitum í hann og hlær, eða tekur ekkert eftir honum því hún er svo upptekin við að éta ísinn sinn, haha gott á hann -kunnuglegt ekki satt? Mér þætti fróðlegt að vita hvað konur segðu ef dæminu væri snúið við í þeim auglýsingum!). Samfélag okkar í dag er orðið svo sjónrænt með alla þá fjölmiðla sem við höfum, að hlutgerving í hvaða formi sem er, er óhjákvæmileg. Vissulega er hægt að deila um ágæti eðlis þessara hlutgervinga. En Dove hefur lítið með neikvæða hlutgervingu á konum að gera. Þvert á móti, Dove er að styrkja "jákvæða hlutgervingu" að mínu mati. (Ekki það að mér finnist auglýsingar með flottum fyrirsætum neitt neikvæðar, alls ekki, en sumum finnst það greinilega).

Það verður spennandi að sjá hvort herferðin gangi vel. Ég fíla Dove. Nota Dove sápu, sjampó og svitalyktareyði og klikkar ekki. Og karlmaðurinn á heimilinu notar m.a.s. líka Dove sápuna og kvartar ekki. Hmm kannski maður prófi nýja firming kremið?

|

þriðjudagur, maí 04, 2004

Movin’ shakin’ groovin’
Við Binni erum flutt. Nýja heimilisfangið er 55 Stocton Road, Guildford GU1 1HD, Surrey og nýtt heimanr. (0)1483837931. Okkur líst mjög vel á nýja hverfið okkar. Dominos, Pizza Hut, indverskur og kínverskur á horninu ásamt vínbúð (snilld!). Parkur, útisundlaug (sú fyrsta sem ég sé hérna!) og pöbb ekki langt í burtu heldur. Við Binni römbuðum m.a.s. á stórglæsileg Land Rover og Jaguar umboð í göngutúrnum okkar um hverfið í gær, það fannst Binna sko ekki slæmt (og mér ekki heldur reyndar). Það virðist ekki vera neinn súpermarkaður nálægt en við verðum bara últrakúl og pöntum á netinu í hverri viku. Svo er líka fótboltavöllur beint fyrir utan, einstaklega praktískt fyrir fótboltakonu eins og mig eða þannig hehe. En ágætt útsýni. Og kannski gæti maður grætt smá pening á að opna kaffiaðstöðu fyrir vinkonur strákana sem eru að spila þarna um helgar. Aldrei að vita.

Það var ekki erfitt að segja bless við garða-íbúðina. Vissulega var maður alveg búinn að venjast henni (er búin að læra það hérna úti að maður getur sko vanist hverju sem er!) og jafnvel farinn að fíla bara vel, en ég get ekki sagst sjá eftir kúkabrúna hnökur-teppinu, sófaleysinu og endalausu lestunum/strætóunum/bílunum hóstandi og spúandi beint fyrir utan gluggann. Það eina sem ég á eftir að sakna kannski er taflan okkar. Við vorum með risastóra græna filttöflu inní stofu þar sem ýmislegt var hengt upp. Eftir 8 mánuði hafði ótrúlegasta dót safnast fyrir á þessari töflu, örugglega lýsandi fyrir líf okkar. T.d. misgóðar teikningar eftir hvort okkar af öðru, ”2 fyrir 1” tilboð á söfn í London, “Ást er...ógleymandi reynsla (í loftbelg)”, listaverk eftir Ben litla frænda minn, póstkort frá Chile, Austurríki og New Orleans (mamma og pabbi hafa verið duglega að senda), Tesco strimill, kort af London Underground, “nafnspjald” frá pöbbnum The Rising Sun í Hampshire, miði frá Circus Ricardo í Woodbridge (fórum með Ben í fyrra), Kronenbourg eldspýtnastokkur, málsháttur: vandfenginn er vinur í nauð (sammála Erlu með alla þessa neikvæðu málshætti! Cheer up Easter dudes!), tafla með “suggested data analysis under Steven’s classification” (hvað var þetta að gera á töflunni, Binni!?) og nýjasta framlagið, níðplakatið um Berlusconi. Einstaklega áhugavert samsafn hluta. En nú verður vandfundinn staður fyrir þetta. Kannski maður búi bara til listaverk úr þessu og verði frægur.

Rosalega hef ég flutt oft. Taldi það um daginn og það er 14 sinnum, það er að meðaltali annað hvert ár í lífi mínu! Og meira ef ég tel með staði sem ég hef búið á en ekki flutt “aleiguna”. En þeir skemmtilegu staðir sem ég hef búið á eru: Glasgow (1 árs, byrjaði snemma), Dundee, London, Dundee aftur, Sléttahraun Hafnarfirði (1 sumar), Safamýri 91 (lengsta eða frá 8-21 árs), Osló (3 staðir), Óðinsgata 22a RVK (2 ár, hana þykir mér vænst um enda íbúðin mín), Háteigsvegur 42 (þurfti að spara eitt sumarið og bara varð að prufa að búa í þessari margfrægu íbúð), Freemantle Gardens í Bristol (1 ár, uppáhald Binna og fyrsta sameiginlega heimili okkar), Twyford Court í Guildford (8 mán. á görðum) og núna loks Stocton Road, Guildford. Ég á góðar minningar frá öllum þessum stöðum. Home Sweet Home -whereever, however...Flestar og örugglega bestu minningarnar úr Safamýrinni. Óðinsgatan var svo mjög kúl, no doubt. Reykjavík rokkar. Ég hef einnig prófað flestar tegundir “búðar” (?): með fjölskyldunni, á görðum, með vinum, ein og í sambúð með kærasta. Ætli mér finnist ekki núverandi form best. Júhú. Hlakka til að skapa nýjar minningar hér á Stocton Road.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?