<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 21, 2005

This and that
2 augnskuggar leita heimilis. Eigandinn er med ofnaemi fyrir theim. Hagaeda Karen Millen augnskuggar, mjog klassiskir litir einn beige og einn brunn. Sem attu ad vera svo godir i vinnuna (sniff). Verdmaeti £20. Fyrstur kemur fyrstur faer. Engar postsendingar. Ja nu er sko aerin astaeda ad drifa sig i heimsokn hingad ut (va thvilikt oflug markadsherferd i gangi herna).

Buid ad kynna Airbus A380 med pomp og prakt. Fer i loftid a naesta ari. Johoho. Tekur allt ad 850 manns i einu og rumar casino og budir og tvibreid rum. Ahugavert flykki, tho pukalegt nafn. Finnst einhvernveginn lika halfscary thessi fjoldi...yikes yrdi frekar messy ef e-d skyldi koma fyrir...Svo eru umhverfissinnar duglegir ad minna a mengunarhaettuna, er ekki medalflugferdin a vid ad keyra bil 10 sinnum i kringum hnottinn? En thad nennir enginn ad hlusta a umhverfissinna. Og madur hefur svosem nu thegar storsyndgad i thessum efnum sjalfur....fyndid, svo reynir madur ad endurvinna e-d stoff heima til ad vera “umhverfisvaenn”. hehemm. Jaeja en thad verdur ahugavert ad fylgjast med thessari throun i flugmalum. Vonandi fer loftstraetoinn bara ekki somu leid og Concorde gamli.

Ur Metro, nyjasta vini minum a morgnana - okeypis bladi sem er dreift i nedanjardarlestinni, frekar mikid drasl en samt nyjustu frettir og hitt og thetta skemmtilegt eins og t.d. thetta: “Fashion “must haves” of the 80s have been axed as business headings in the latest edition of the Yellow Pages. Shoulder pads, pot pourri and hairpiece manufacturers have been edged out as the directory keeps up with the changing demands of customers. Graffiti removal, allergy testing and fair trade goods have been added to reflect the public’s cleanliness and ethical awareness.”
Segir mikid um samtidina?

Og svo er lika i frettum ad Kim Cattrall veit ekkert betra en ad skokka um Hyde Park kl. 6 a hverjum morgni. Skrytid ad allskonar stjornur skulu vera ad valsa um herna i kring an thess ad madur taki eftir thvi. Skv. Heat sludurbladinu minu voru lika Angelina Jolie, Kate Winslet, Bob Geldof, Christian Slater, Meg Ryan og Michelle McManus oll ad slurpa i sig nudlur, keyra barnavagna og sjoppa a ymsum stodum herna i kring i sidustu viku. Gaman ad thvi. Kannski madur rekist a einhvern fraegan einhvern daginn?

Ahugaverdir dagar framundan. Vinir Binna ur Bristol naminu (par) koma i sma heimsokn til Guildford a morgun. A manudaginn er svo forinni heitid til Jorvikur. Thad verdur minn fyrsti opinberi vinnu-tur. Hann verdur reyndar strictly business, er buin ad boka 7 fundi thennan 1 ½ dag sem vid verdum tharna. Uff. Svo thetta verdur heldur meira work en play...Madur naer nu samt vonandi e-d ad kikja a thad sem er ad sja i midbaenum, a roltinu a milli stada. Sem betur fer er midbaerinn frekar thettbyggdur. Svo er ekki svo slaemt ad “neydast” til ad gista a 4 stjornu Hilton hoteli i “deluxe double” herbergi (eina sem var til!). Held madur fai avaxtakorfu og sukkuladi og eg veit ekki hvad. First Class lestarmidar lika og vasapeningur. Hef aldrei verid i svona pakka adur.

Juhu eg fae pottthett fri 30. juli – 15. agust svo kemst i afmaeli og brudkaup i sumar. Kolla ef thu lest thetta tha kem eg semsagt potthett i brudkaupid en Binni er enn ad vesenast eitthvad i fripaelingum. Ef einhver verdur a ferdinni um og eftir Verslunarmannahelgi tha verdum vid Binni ad flaekjast e-rn hring um landid. Vaeri gaman ad organisera einhverja hittinga. Va madur er aldeilis snemma i thessu -til tilbreytingar!



|

mánudagur, janúar 17, 2005

Update - vika tvö
Tvær vikur í vinnunni liðnar og rútínan byrjuð -vá hvað rútína lætur tímann líða hraðar. Maður er farinn að kynnast fólkinu og húmornum í vinnunni betur, farinn að segja “good morning” og “see you tomorrow” á hverjum einasta degi og morgunrútínan og lestarferðalagið eru orðin lítið mál. Fyrir utan leiðina heim þegar ég verð alltaf að standa eða sitja í hnipri í draktarbuxunum á lestargólfinu, þá svífur maður í gegnum þetta í lestarvögnum og upp og niður rúllustiga. Scissor Scisters veita manni félagsskap (n.b. eru þær eitthvað vinsælar á Íslandi? hafa slegið í gegn hér en ekki í USA þaðan sem þær eru) og hin ýmsu blöð og bækur láta tímann líða hraðar, þ.e. í þau fáu skipti sem ég er nógu vakandi eða hress eftir daginn til að geta lesið....

Annar hluti af rútínunni er spurningin sem ég verð spurð og mun eflaust spyrja aðra í fyramálið: “how was your weekend?” Ég finn að ég er strax svolítið að ströggla með að svara þessari spurningu, þ.e. framhald þess að segja “very good” því flestallar helgar eru nákvæmlega eins hér hjá okkur í Guildford -og alveg eins og ég vil hafa þær, þ.e. geri mest lítið! Mér sýnist fólkið í vinnunni kannski ekki alveg vera að ná því. Það er duglegt að segja frá salsa-tímum, partýjum og sýningum sem það fer á í London. Ég var spurð á föstudaginn “is there anything to do in Guildford?” Einhvernveginn vissi ég ekki alveg hverju ég átti að svara. Ja, alveg nóg fyrir mig þó þetta sé ekki beint happening staður eins og London. Er bara dauðfegin að “þurfa” ekki að fara á hitt og þetta með hinum og þessum í traffík og mengun eftir bissí viku. Ungir London búar skilja þetta eflaust ekki. Kannski mun fólk bara gefast uppá að spyrja mig þessarar spurningar í framtíðinni. Er bara sveitalubbi og stolt af því. Hehehe.

Skýrslan mín um Bradford er búin - þó directorinn eigi eftir að gefa henni grænt ljós -en hingað til hefur hún fengið ágætis lof, sem fyrsta skýrsla. Excel kökuritin mín voru alveg að gera sig. Ég komst í lokin að því að þó Bradford eigi við visst ímyndarvandamál að stríða greyið, þá sé hreinlega allt á uppleið í höfuðborg karrýsins og ágætis líkur á því að eitt stykki Sleep Inn hótel muni gera það gott í nánustu framtíð. Massauppbygging að eiga sér stað þarna. Sem virðist eiga við um marga staði í Bretlandi. Gömlu iðnaðarborgirnar að springa út hreinlega. Bradford ætlar m.a.s. að sækja um að verða menningarborg 2008. Eitthvað grunar mig samt að þeir eigi nokkuð langt í land með að fá þann titil...hmm. Næsta verkefnið mitt er í Swansea í Wales. Ég veit ekki mikið um það eins og er en vona að ég fái að fara í rannsóknarleiðangur. Þó flestir Bretar fitji kannski uppá nefið við að heyra nafnið Swansea þá hef ég mikla trú á þessari strandarborg eftir að Cardiff stóri bróðir hennar heillaði mig svo hérna um árið.

Ég prufaði PlayStation um daginn. Nú er milliherbergið hér orðið að einskonar "leisure centre" - eða spileríis -og lestrar herbergi. Þó ferðatölvan sé enn dregin upp fyrir bloggskrif stöku sinnum þá er skrifstofufílingurinn orðinn öllu minni. Af PlayStation að segja þá spilaði ég leikinn HalfLife í nokkra klukkutíma og fékk svo matraðir um nóttina. Hef ekki snert leikinn síðan. Einum of drungalegt og ofbeldisfullt fyrir mig. Strákarnir eru með eitthvert ótrúlegt þol fyrir svona hlutum. Ekki ég. Stelpur eru víst mun meira fyrir ævintýraleiki og, ja, allow me to say, aðeins gáfulegra stöff en bara skjóta og drepa og heimurinn allur í volli. Ég held að ég sé þá dæmigerð stelpa hvað tölvuleiki varðar. Ég splæsi kannski í einhvern almennilegan ævintýraleik með fleiri litum en svörtum og rauðum í, og fleiri hljóðum en krass bang, eftir fyrstu útborgun.

---
Já svo þetta ár og þetta “nýja” líf virðist bara ætla að líta nokkuð vel út. Fátt held ég samt að geti toppað síðasta ár. Eitt besta ár lífs míns held ég bara. Þetta stórskemmtilega nám sem ég var í, frábæra fólk sem ég kynntist, ferðirnar til Sikileyjar, Sevilla og Dublin, allar heimsóknirnar til okkar, lokaverkefnið mitt sem ég fékk einkennilegt kikk útúr, og við Binni fengum bæði vinnu á árinu eftir mislangt óvissutímabil hjá okkur báðum í þeim efnum, sem var mikill léttir. Vonandi halda málin áfram á uppleið í Guildford sem og í Bradford og Swansea.

Jæja þá fer maður kannski að koma sér á ról á þessm ágæta sunnudegi. Er að fara í göngutúr í parkinn og svo í kaffi til nýju vinkvennanna minna hér í Guildford, Þóru og Ingu, og svo í sunnudagssteik með Binna á pöbb. Aldeilis stöff til að segja frá í fyrramálið í vinnunni.

|

mánudagur, janúar 10, 2005

Nýtt ár -nýtt líf
(skrifað laugardag 8/1)
Þá er fyrsta vika ársins og fyrsta vinnuvikan mín hjá TRI liðin. Og ég er á lífi, pfúff! Þetta var smá átak, að þurfa að vakna kl. 7 á hverjum morgni, koma heim kl. 7 og nota kvöldin til að undirbúa næsta dag örþreytt (föt og nesti), troðast svo í lestum fram og tilbaka, læra 30 ný nöfn og láta augun venjast því að stara á tölvuskjá meginpartinn úr deginum. En það hafðist enda var ég búin að hafa góðan tíma til að undirbúa mig andlega síðustu mánuði undir breytinguna á lífsmynstri mínu. Nú er helgi og ég róleg í Guildford aftur. Ahh hvað mér þykir orðið vænt um litlu rólegu Guildford núna, og sú tilfinning á örugglega eftir að styrkjast enn meira með tímanum. Gott að komast úr traffíkinni og menguninni í London á kvöldin og um helgar. Enda borgar maður víst “premium” fyrir þann lúksus, skv. frétt í Times. Surrey héraðið heldur velli sem dýrasta svæðið til að búa í í Bretlandi. Meðalverð á húsnæði í Surrey er 348.000 pund meðan landsmeðaltalið er 160.000 pund. “Places outside London have the best of both worlds, they are easy to commute to but it’s a retreat at weekends to get away from the city” segja þeir. Ja hérna, rosalega er maður heppinn! En það er rétt, maður þarf að borga...eftir leigu og mánaðarlestarkort á “aðeins” 270 pund (sem veitir manni þá þjónustu að þurfa að standa í yfir tvo klukkutíma á dag í troðnum og oftar en ekki seinkuðum skröltandi lestum), verður lítið eftir af byrjenda laununum mínum. EN það verður þess virði.

Mér líst semsagt bara vel á þetta alltsaman. “Commute-ið” er ekki svo erfitt enda keypti ég mér sérstaka “commuter” skó til að standa og labba í, og sérstaka commuter tösku fyrir bók/blöð, nesti, regnhlíf og ferðageislaspilarann sem er ekki svo gamall en virkar hrikalega gamaldags og klunnalegur á þessum tímum Ipodda og fleiri tækniundra. En hann dugar. Þetta er allt samt frekar skrýtið finnst mér. Finnst eins og mig hafi bara dreymt síðustu 4 daga þarna á þessari litlu skrifstofu á 5. hæð 88 Baker Street, í hverfi Sherlock Holmes gamla. En enginn draumur er þetta samt. Fyrstu tvo dagana var maður bara rólegur og verið að kynna manni fyrir hinu og þessu. Svo þriðja daginn fékk ég tvö fyrstu verkefnin mín. Vúffa allt á fullt. Finna tölur um hótelmarkaðinn í London og gera markaðsúttekt á Bradford, stað í Norður-Englandi sem ég hef aldrei komið á og tengi bara við British National Party og e-ð innflytjendavesen. Þetta verkefni er í raun ansi líkt verkefni sem ég gerði í skólanum um Reykjavík, en þá þekkti ég borgina og gaf mér amk. viku en núna þarf ég að klára á 2-3 dögum! Það er munurinn á skólaverkefnum og alvöru vinnu -allt á tvöföldum eða þreföldum hraða. Var búin að gleyma því :-O Finnst samt ágætt að vera sett í svona “lítið” verkefni fyrst - Rhi vinkona fór í stærra dæmi strax og þarf að fara til Manchester í næstu viku í tvo daga að kanna svæðið og tala við eitthvað gengi þar.

Samstarfsfólk mitt virðist vera hið skemmtilegasta fólk og flest nokkurnveginn á manns aldri líka. Góð afslöppuð stemmning. Við erum 4 ný þarna og gott að vera ekki sá eini. Svæðið í kring er líka fínt, fullt af kaffihúsum og lunch-stöðum í kring, grúví búðir og veitingastaðir á Marylebone High Street rétt hjá, svo er Oxford Street í göngufjarlægð og litlir parkar allt í kring sem ég sé fyrir mér að ég muni nota mikið í sumar. Regent’s Park er svo líka rétt hjá. Maður þarf bara að passa budduna og freistast ekki um of í hádeginu og eftir vinnu í drinks...ætla að vera ströng á að taka með mér nesti og reyna að drífa mig beint heim sem oftast. Fyrsta ½ -1 árið verður maður víst mest í UK verkefnum (verkefnin eru reyndar flest UK verkefni). En svo getur maður verið sendur útum allt. Einn var í Kazakstan í mánuð um daginn og annar á Galapagos eyjum. Jæks! Það þykir greinilega öllum mest spennandi að vera í svoleiðis verkefnum, en ég er bara sátt við UK í bili amk. Vil ekkert endilega vera að fara eitthver lengst (ok jújú kannski einstaka sinnum!) - og vera án Binna of lengi...Reyndar verður hann svosem í ágætis málum því keypt var PlayStation 2 fyrir heimilið um daginn. (Hann fær að skjóta allkyns kvikindi og spila fyrir spænska landsliðið í stað þess að hafa Mæju hjá sér þegar hún er í vinnunni - þvílík skipti!). Orðið svo hræódýrt að fá sér svona. Hann er rétt í þessu einmitt í einum leik og er búinn að vera í allan dag að berjast við geimverur og brjálaða vísindamenn. Gúlp, vonandi verður hann ekki of “húkt” á þessu og að ég fái minna knús í kjölfarið. En ég hlakka sjálf til að prófa á morgun. Hef ekki farið í tölvuleik síðan við Embla vorum að reyna við Space Quest og Kings Quest fyrir 15 árum í gamla Makkanum heima í Safamýrinni. Nú er víst grafíkin orðin aaaðeins betri hehe.

Það má kannski segja að þetta hafi verið einskonar nýársheit Binna, (án þess að ég tali neitt fyrir hann), að fá sér PlayStation. Hann er búinn að tala dáldið mikið um þetta fyrirbæri undanfarið. Enda er maðurinn að hanna breakthrough rannsóknaraðferðir fyrir tölvuleikjaframleiðendur í Bretlandi í vinnunni skilst mér, og um að gera fyrir hann að reyna að skilja hvað þetta gengur alltsaman út á. Það að fara í tölvuleik verður semsagt “research” fyrir hann, eins og það að fara til Hull eða Ecuador verður “research” fyrir mig, hehe. Ég var sjálf ekki með neitt nýársheit. Nema kannski að vera dugleg í vinnunni. Jú það er kannski eitt sem mig langar að gera á árinu en það er að komast í smáferð til Osló. það eru komin 5 ár síðan maður flutti þaðan. Kominn tími til að heilsa uppá gamla vini þar svo maður missi ekki sambandið. Væri gaman að tékka á pleisinu aftur. Fá sér “öl og reker” á góðum degi á Aker Brygge, rölta Karl Johan, og rifja upp gömul kynni við kebabbúllur bæjarins sem voru eitt sinn nágrannar mínir í “slömminu” þarna. Og svo reynir maður auðvitað að klambra saman Íslandsferð í ágúst og ná bæði sextugsafmæli mömmu og brúðkaupi Kollu og Arons. Maður heldur sig ekki við eksótískari staði í ár en gömlu góðu Norðurlöndin -ja nema maður verði sendur eitthvert annað með vinnunni.

Ég vil annars þakka fyrir skemmtileg komment við síðustu bloggfærsluna mína, það var því miður ekki mikill tími í síðustu viku til að commenta á móti - enda vildi maður ekki vera þarna fyrstu dagana alltaf á netinu hehemm...Það er spurning hversu duglegur maður getur verið á blogginu núna framvegis. Mig grunar að færslurnar verði eitthvað strjálli á nýju ári. Vonandi verður mér fyrirgefið það. Maður verður kannski duglegri á msn í staðinn.

Til að enda á jákvæðu nótunum vil ég lýsa yfir ánægju minni með nýja þáttaröð í sjónvarpinu: Desperate Housewives. Þessi þáttur er víst sagður vera bjargvættur kvenna sem sakna sárt Sex & the City. Mér sýnist það geta orðið rétt. Einskonar framhald - frústreðaðar giftar konur í stað frústreðaðra single kvenna. Það er heldur svartari húmor í þessum þætti sýnist mér en svipað format þ.e. saga daglegs lífs nokkurra húsmæðra-vinkvenna í úthverfunum -maður sér m.a.s. svipaða “týpuskiptingu” og í Sexinu. Hlakka til að fylgjast með þessu.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?