<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 31, 2004

S.A.T.C. - R.I.P.
Ég get nú ekki sagst horfa mikið á sjónvarp hér, en um daginn horfði ég þó á síðasta þátt Sex and the City. Þessum síðasta þætti hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu: “með hverjum endar Carrie”? var spurningin sem brann á allra vörum. Hafið ekki áhyggjur stelpur, úr því mig grunar að ekki sé enn búið að sýna síðasta þáttinn heima þá ætla ég EKKI að uppljóstra endirinn hér af virðingu við þær sem eru búnar að láta sig hlakka til (eða frekar kvíða fyrir!?) að sjá endinn sjálfar. Allavegana, á undan lokaþættinum var svona inngangsþáttur, með viðtölum við þá sem komu að þáttunum ofl. Það verður að segjast að þessir þættir hafa verið alveg meistaralega vel gerðir. Þeir þykja hafa gjörbylt þeirri mýtu að kona sem sé single sé einhver aumingi eða desperat, og promoterað að það sé allt í lagi fyrir konur að njóta þess að vera single og hafa það gaman eins og strákarnir hafa mátt í gegnum aldrirnar. Það þarf ekki að deila um það að þátturinn hefur verið mikilvægur áhrifaþáttur í lífi margra kvenna (og jafnvel karla) um allan heim og eflaust haft víðari áhrif útí samfélagið. Karakterarnir eru mjög vel útpældir líka, þannig að allar stelpur geta “fundið sig” í einni af 4 vinkonunum í þáttunum. Einhver í inngangsþættinum sagði að Carrie væri sú vinsælasta, kemur ekki á óvart, en það vilja víst allar stelpur segja “ég er Carrie”, það þykir mest kúl. Persónulega hef ég ekki getað “fundið mig” í einhverri einni þeirra, enda fannst mér allar vera orðnar svolítið ýktar á tímabili...það eru kannski frekar litlir bitar hér og þar. Amk. vona ég að ég sé ekki jafn taugaveikluð og Carrie, jafn mikil primadonna og Charlotte, jafn svæsin og kærulaus og Samantha og jafn...hmm...jarðbundin og Miranda? Þarna stoppaði ég á Miröndu, ég hlýt þá að vera líkust henni, eða hvað? Ekki mest kúl karakterinn, djö, en fín samt! En aðrir geta þó kannski frekar dæmt um það hverri ég er líkust...

Þær eru samt allar frábærar og manni hlýnaði óskaplega til þeirra allra gegnum þennan inngangsþátt. Eins og framleiðandinn útskýrði þá hafa þeir þróað karakterana markvisst gegnum þáttaraðirnar. Carrie hefur kannski þróast (eða “þroskast”) minnst, en Charlotte hefur verið látin fatta smám saman að það þarf ekki allt að vera fullkomið til að vera hamingjusöm (t.d. finnur hún útúr því að hún getur ekki eignast börn og á mann sem er albínói), Miranda sem var alltaf svo köld, þrjósk og kaldhæðin í fyrstu og treysti engum manni er látin fatta að það þarf stundum að gefa eftir og Samantha er á svipaðan hátt látin fatta að lífið er ekki bara eitthvað grín og annað fólk hefur tilfinningar líka -sem og hún sjálf! Góð skilaboð til okkar allra.

Hvað varðar endirinn, held ég að ég geti sagt án áhættu að ég var alveg ánægð með hvernig hann endaði fyrir aðalhetjuna Carrie. Þó hefði ég viljað að hún endaði með Aidan (hann hvarf það snemma úr þáttunum að það var ekki séns, svo ég mátti alveg segja þetta...), sem mér fannst alveg besti strákurinn sem hún hafði verið með! Haha nú segja aðrir NEI OJ, eins og t.d. Binni sem þoldi hann ekki. Skil ekki af hverju, mér fannst hann Aidan einmitt svo góður strákur alveg eins og Binni! þó Binni sé auðvitað miiiiiklu betri og sætari! Kannski var Binni bara afbrýðissamur... nei varla haha frekar að myndin My Big Fat Greek Wedding eigi þar hlut að máli, en sú mynd fannst mér einnig ein hræðileg klisja. Löbbuðum út í bíó! Reyndar eitt gott, en “Aidan” var búinn að klippa sig í þeirri mynd! Já ég er ekki frá því að Carrie gerði stór mistök m.þ.a. missa Aidan á sínum tíma. Myndarlegi smiðurinn sem var til í að gera allt fyrir hana. Nei, hún þurfti að klúðra því. Kannski þess vegna sem ég vil ekki “finna mig” í Carrie, var ekki sátt við þetta hjá henni! En það eru örugglega misjafnar skoðanir á því með hverjum fólki finnst að hún hefði átt að enda. Þar með er komið tips til ykkar stelpnanna fyrir umræðuefni, en í inngangsþættinum góða var einmitt mismunandi fólk spurt og það voru allskonar svör....Aidan, Big, Burger, Petrovski....og hvað þeir nú allir hétu.

En nú er ballið búið. Ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér eiginlega kominn tími til. Bara búið að vera nógu lengi í gangi, time to grow up. Líka þegar börn og eiginmenn koma í spilið þá er bara minna gaman að svona þætti. Hamingjusöm pör eru ekkert skemmtilegt sjónvarpsefni! Það eru sjónvarpskallairnir löngu búnir að fatta, og t.d. líka Friends framleiðendurnir. Mér fannst sjálfri þátturinn líka allt í einu ekki vera að gera sig jafn vel lengur, held að það hafi verið þegar ég flutti út, en það er líka allt annað að horfa á þetta einn en með vinkonum, amk. að geta kjaftað um hann við vinkonur! Mér fannst hann líka vera orðinn pínu desperat þarna þegar nálgaðist lokin, t.d. átfittin alltof fríkuð til að ég tæki þeim alvarlega! En hvað um það. Sitt sýnist hverjum. Þetta var samt mjööög góður þáttur í heild sinni. Á sérstaklega góðar minningar frá því að horfa á hann á Óðinsgötunni með vinkonunum þegar ég var single ;)

S.A.T.C.may you rest in peace. Vonandi fáum við svo nýjar vinkonur á skjáinn von bráðar.

|

mánudagur, mars 29, 2004

Fresh ‘n’ funky
Góðan mánudaginn. Hver sagði að mánudagar væru til mæðu? Þetta er frábær mánudagur, engir tímar, engin pressa á manni amk. minni pressa....já hún er ekki alveg farin þó 2/3 námsins séu búnir, en næsta deadline er þó ekki fyrr en í byrjun september og það er mjög róandi tilhugsun. Í lok þessarar viku þarf ég samt að senda ritgerðarplanið mitt til leiðbeinanda míns sem verður svo í mánuð útí Hong Kong. Þá er eins gott að hafa þetta allt samþykkt! Svo fer ca. ½ aprílmánuður í frí (Ítalía + heimsókn Ástu P. jeiiii!) og svo koma eflaust fleiri plön fyrir sumarið svo eins gott að vera með fæturna á jörðinni þess á milli til að vakna ekki upp við vondan draum mánudaginn 6. september í tómu bulli. En það væri nú ekki líkt mér.

Ég er í góðu skapi líka því þetta var svo fín helgi. Fyrsta heila helgin sem ég fæ frí í laaaangan tíma. Þvílíkur munur! Á föstudaginn eftir síðasta verkefninu var skilað hittust bekkjarfélagarnir á pöbbnum, fyrst hér á görðunum en fórum svo niðrí bæ. Þar voru menn farnir að dansa uppá borðum og gera allskyns hundakúnstir strax kl. 6. Einhver niðurbæld orka greinilega að fá útrás þar. Við Binni entumst einna lengst, til 12, þá var brunað í kebab og svo heim. Algjör eðall að taka kvöldið svona snemma því maður var bara ágætlega hress á laugardaginn og kom sér hið fyrsta niðrí bæ, fyrst á McDonald’s og svo í búðir en mér leið eins og Buena Vista köllunum þegar þeir komu til New York í fyrsta skipti....þvílík dýrð! Hef sem sagt ekki komið niðrí bæ í aldir. Það voru helst bókabúðir og hljómplötubúðir sem fengu að njóta návistar okkar, vill oftast verða þannig þegar við erum tvö saman niðrí bæ. Engin föt, en mér finnst hvort eð er alveg afskaplega leiðinlegt að leita að fötum en eg virðist vera mjög skringilega hönnuð skv. tískuguðunum! (nú verða einhverjir sjokkeraðir, leiðinlegt að kaupa föt? jahamm). Auk þess ef ég færi í fatakaup þá þyrfti ég að endurnýja allan fataskápinn minn og legg hreinlega ekki í það! En semsagt þá tókst mér að tíma að kaupa nýja diskinn með Air, “Talkie Walkie” sem er bara býsna góður (menn vilja meina að þeir séu að leita aftur í Moon Safari ræturnar, ég er sammála en sá diskur var snilld. Þessi finnst mér ekki alveg jafn góður en verður það eflaust með hlustun. En mæli með honum). Svo keypti ég snilldarbók um vín, Jamie Oliver mælti með henni svo ég ákvað að láta loksins verða af því að mennta mig aðeins í sötrfræðunum. Hún var líka á afslætti svo námsmaðurinn varð glaður! Svo voru það bara helstu nauðsynjar í Boots jú og svo eitt Marie Claire blað svona til að fagna því að ég geti núna eytt aðeins meiri tíma í heilalausa þvælu...hehe...en hún Marie Claire vinkona mín kostar bara 3 pund hér ekki 1000 kall eins og heima, svo vel afsakanlegt jafnvel þó 50% blaðsins séu auglýsingar.

Í gær var svo allsherjar vorhreingerning. Íbúðin tekin svona sæmilega í gegn (svosem aldrei hægt að gera hana neitt svakalega fína hvort eð er, greyið) og farið með þvottinn. Eitthvað sem ég á ekki eftir að sakna þegar við flytjum. Það leiðinlegasta sem ég veit er að burðast með margra vikna þvott (safnast upp því maður nennir aldrei), og vesenast inn og útum þetta þvottahús í 2 tíma. Svo koma fötin manns skítugri út en þegar maður setti þau inn og sum helmingi minni útúr þurrkaranum! Úff (önnur ástæða fyrir fá fatakaup hér á bæ). Enn leiðinlegra var svo að gera skattskýrsluna, alltaf jafn niðurdrepandi að sjá hvað Fröken Fix skuldar mikið...hehemm. En yfir í skemmtilegu helgina aftur. Í gærkvöldi eldaði svo Binni snilldar “beef and ale stew” úr uppskriftakafla nýju vínbókarinnar minnar. Nautagúllass með Guinness. Tvær flugur í einu höggi! Nei nei við vorum nú með vín með líka, sem Mr. Hamish Anderson víngúbbi mælti með. Það passaði svei mér ágætlega við. Franskt “Corbieres”. Nú fer maður loksins að þora að prufa gömlu góðu frönsku vínin, ekki til að pirra Blair/Bush, en bara af því þau eru svo ótalmörg og illskiljanleg og maður hefur heyrt að maður verði að kaupa það dýrasta til að fá e-ð gott. Neibb, ekki lengur, allabaddarí fransí!

Jæja þá er best að fara að koma sér af stað. Binni löngu byrjaður að tölfræðast hjá Arkenford og ég bara að dúllast í blogginu. Þarf að koma mér uppá bókasafn og finna bækur fyrir ritgerðina. Nú er campusinn orðinn dauður aftur, allir komnir í paskafrí. það er ágætt því þá er meira af bókum í bókasafninu, minni röð í búðinni og ekkert mál að fá tölvu hér í labbinu. Samt pinu dapurleg stemmning eitthvað. Finnst eins og ég eigi ekki að vera hérna. Og á eftir að sakna þess ad hitta ekki vinina í tímum. En maður skellir sér kannski bara í ræktina í staðinn. Tæpar 2 vikur í bikiníið (og massagóðan mat sem ég ætla ekki að spara!). Ekki seinna vænna að byrja :-O

|

föstudagur, mars 26, 2004

School's out!
Jaeja tha er buid ad skila sidasta verkefni thessarar annar (og liklega sidasta ever!) og feginleikinn svifur yfir mann. Eftir klukkutima mun eitthvad annars edlis svifa yfir mann...ja getidi bara hvad...ok afengi. Jepp, a pobbinn kl 16 er dillinn thar sem eg mun fagna med bekkjarfelogunum. Eg sver thad, man ekki hvenaer eg atti sidast fri heilan fostudagseftirmiddag og kvold, hvad tha hvenaer eg bragdadi afengi sidast. I thvi tilefni er eg buin ad setja videigandi sidu undir ovissuhlekkinn.
Nu eru thvi midur grau sellurnar minar ordnar svo dofnar eftir sidustu daga og vikur ad eg hef ekkert meira ad segja. En eg lofa ad hreinsa nokkra ureldar sellur ut nuna a eftir og ryma til fyrir ferskari sellum sem verda produktivari um helgina.
Skal!

|

þriðjudagur, mars 23, 2004

Nýja Amsterdam
Hér kemur smá fróðleiksmoli fyrir Vilborgu í Maastrict (og Sigga sem er í NYC og Erlu sem fer bráðum)! Skv. nýútkominni bók um uppruna New York borgar þá voru það Hollendingarnir sem gerðu New York (og sérstaklega Manhattan) að því líflega, fjölbreytilega og frjálslega pleisi sem það er í dag. Ekki Englendingarnir. New Amsterdam 1600 og eitthvað var víst málið, en þessi staðreynd vill oft gleymast. Til að leiðrétta þann misskilning að Englendingarnir hafi gefið New York allt fúttið þá nefnir höfundurinn nokkur vel þekkt orð í daglegu máli sem koma frá hollensku, t.d. orðin “coleslaw” (hrásalat) sem kemur frá hollenska orðinu “koolsla”, “cookies” sem kemur frá orðinu “koeckjes” (litlar kökur), og “boss” sem kemur frá orðinu “baas”. Svo er ekki vafi á því hvaðan the Roosevelts og Vanderbilts komu. The Bronx var fyrst í eigu hollendingsins Jonas Bronck. Síðast en ekki síst álpaðist sjálfur Santa Claus til Ameríku í gegnum New Amsterdam (hvað ætli tollverðirnir í dag hafi sagt?!).
Ætli æði Bandaríkjamanna fyrir að skrifa oft “K” í stað “C” komi þaðan líka? Hef oft furðað mig yfir þeirri áráttu, t.d. í vörumerkjunum “Kool Aid” og “Krispy Kreme” donuts.
Skondið.

|
Cheekie chappies
Í Times er afar sniðugur dálkur sem heitir “questions answered” þar sem fólk má senda inn spurningar um hvað sem er milli himins og jarðar. Oft er ótrúlega gaman að sjá hvað fólki dettur í hug að spyrja, og oft skrýtið að sjá pælingu sem hefur kannski lengi plagað mann sjálfan! Í gær spurði einhver hversu mörg orð maður þyrfti að kunna til að geta talað lágmarks ensku og lesið ensk dagblöð og bækur. Svarið var á þann veg að það fer eftir því hvernig blað eða bók er um að ræða. Nokkuð lógískt, en það sem mér fannst fyndnast var sú “staðreynd” að meðal-lesstig “tabloid” (götu)dagblaðs er á við 5 ára barn! Orðaforði uppá 1500 orð (3 ára krakki er með ca. 3000) ætti að geta komið þér í gegnum standard tabloid blað. Ja hérna. Segir kannski nokkuð um gæði blaðanna! Eða orðaforða Breta? Kannski aldur þeirra? Ofvaxnir krakkagríslingar meira eða minna, nei kannski ekki alveg.....en tabloid menningin hér í UK er samt alveg ótrúleg. Reyndar eru fæst blöðin við hæfi 5 ára barna myndi ég segja! Í raun finnst mér ótrúlegt hvernig það t.d. viðgengst að hafa myndir af hálfnöktum stelpum framan á og allsstaðar inní þessum blöðum (og hinar rómuðu “paparazzi” myndir The Daily Sport teknar af dvergi uppundir pilsfald ungra stúlkna -mis-smekklegar þær myndir úffhh), og blöðunum er að sjálfsögðu stillt upp í búðinni þar sem þau sjást best (af konum og krökkum líka). Eitthvað myndu konur heima á Íslandi mótmæla held ég! Ég var að velta þessu fyrir mér, af hverju maður heyrir enga konu kvarta undan þessu. Sjálfri fannst mér þetta hrikalega skrýtið fyrst en hef einhvernveginn vanist þessu. Ég hef nefnilega komist að þeirri niðurstöðu að þetta er einfaldlega hluti af kúltúr Breta, for better or for worse (og svei mér þá ég er að hallast að hinu fyrra). Þessi “cheekie chappie” kúltúr sem birtist í svo mörgu. T.d. er Robbie Williams mjög viðkunnanlegur cheekie chappie - en sú formúla hans hefur t.d. ekki gengið upp í Ameríku þar sem þessi kúltúr fyrirfinnst alls ekki (yfirleitt ríkir hrikaleg tvífeldni þar í afstöðu til nektar eins og sést á því að neysla Kana á klámi er sú mesta í heiminum, en svo meika þeir ekki að sjá glitta í brjóstið á Janet Jackson! Man, keep this horror from us!) Þessi cheekie chappie húmor birtist líka t.d. í Benny Hill í gamla daga sem margir muna eftir (sjá óvissuhlekk vikunnar). Hoho naughty naughty en samt óskaplega saklaust alltsaman. Saklaust grín. En saklaust grín gengur stundum ekki lengur í nútímasamfélagi. Einhver sí-aukin hræðsla í gangi um að geta mögulega móðgað einhvern. Æi, stundum á það rétt á sér en fyrr má nú vera. Let the cheekie chappies and cheekie girls (nei, ekki ÞÆR samt!) be cheekie! Og tabloid blöð fyrir stelpur, takk, með myndum af rassinum á Robbie Williams! (eða hvað, nei við erum svo gáfaðar þurfum ekki svoleiðis viljum bara lesa blöð og bækur sem krefjast orðaforða uppá 50.000 orð hmmm).
Nú ætti maður kannski að sópa að sér 1500 orðum í sem flestum túngumálum - frönsk, tælensk og arabísk tabloid blöð here I come!

|

föstudagur, mars 19, 2004

Lesendur verða að afsaka en lítið verður bloggað næstu daga þar sem ég er í prófum og verkefnum. En “a bú” eftir viku ef allt gengur skv. áætlun. á meðan getið þið skemmt ykkur yfir óvissuhlekk vikunnar! Ég bið að heilsa í bili.

|

miðvikudagur, mars 17, 2004

St. Patrick´s day
Til hamingju með daginn Írar! Í dag er dagur heilags Patreks. Veit lítið um söguna á bakvið (kannski Binni gefi ykkur hana) en veit það nauðsynlegasta: að í kvöld á að drekka mikinn bjór og helst Guinness. Því miður fæ ég ekki að vera með því ég þarf að vinna verkefni. Argghhh. Félagarnir allir að fara á pöbbinn, ekki ég. Svindl! En ég fagna þá bara í huganum. Ég hef aldrei komið til Írlands. Embla vinkona var víst í Dublin um síðustu helgi og ég hlakka mikið til að heyra hvernig var. Væri mjög til í að fara einhverntímann. Væri snilld t.d. að taka ferjuna yfir, eyða eins og 2 dögum í Dublin of leigja svo bíl og keyra um sveitina. Allir þeir Írar sem ég hef kynnst eru einstaklega vinalegt og hresst fólk. Svo eru þeir með svo frábæran hreim! “arrrarrrr” soldið eins og sjóræningjahreimur (smá keimur af honum í Bristol fannst mér líka). Já mér finnst alltaf gaman að tala við Íra. Þegar ég vann á City Inn í fyrra var yfirmaður minn Írsk og eftir soldinn tíma var ég ósjálfrátt aðeins farin að herma eftir hreimnum og fannst það ýkt kúl! Það er að mestu horfið núna held ég, fyndið hvað maður er áhrifagjarn í hreimunum, en núna get ég glatt mig yfir að horfa á Cold Feet þættina þar sem einn af leikurunum (James Nesbitt) er Írskur. Snilldarleikari. Virkar svo fínn náungi líka - þó hann sé leikinn þá bara veit ég að hann er skemmtilegur! Írar hafa svo gefið heiminum margt annað skemmtilegt eins og kartöfluna, bjórmenninguna, tónlist og dans (U2, The Coors, Sinead O Connor... og svo þjóðlagatónlist og írska dansa -það síðarnefnda not quite my cup of tea en mer þætti það örugglega gaman á góðum pöbbi!), hágræna litinn (reyndar ekki beint í tísku, eða hvað, ég fylgist svo lítið með henni þessa dagana -skiptir heldur ekki máli f. Írana) og Ryanair sem er auðvitað mikil snilld og ég styrki eins og ég get. Að ógleymdum leprechauns. Hmm reyndar þegar minnst er á leprechauns þá fer ég alltaf að hugsa um eina hrikalega lélega hryllingsmynd sem hét The Leprechaun ó mæ god lítill grænn kall að hrella mannskapinn, can it get any worse?
Svo koma rauðhausarnir þaðan líka, og jú við Íslendingar líka (Erla hlýtur þá að vera með extra gott írkst blóð í sér!) skv. kenningunum.
Happy St. Patrick´s day og skál í botn fyrir þá sem geta.

|
St. Patrick´s day
Til hamingju með daginn Írar! Í dag er dagur heilags Patreks. Veit lítið um söguna á bakvið (kannski Binni gefi ykkur hana) en veit það nauðsynlegasta: að í kvöld á að drekka mikinn bjór og helst Guinness. Því miður fæ ég ekki að vera með því ég þarf að vinna verkefni. Argghhh. Félagarnir allir að fara á pöbbinn, ekki ég. Svindl! En ég fagna þá bara í huganum. Ég hef aldrei komið til Írlands. Embla vinkona var víst í Dublin um síðustu helgi og ég hlakka mikið til að heyra hvernig var. Væri mjög til í að fara einhverntímann. Væri snilld t.d. að taka ferjuna yfir, eyða eins og 2 dögum í Dublin of leigja svo bíl og keyra um sveitina. Allir þeir Írar sem ég hef kynnst eru einstaklega vinalegt og hresst fólk. Svo eru þeir með svo frábæran hreim! “arrrarrrr” soldið eins og sjóræningjahreimur (smá keimur af honum í Bristol fannst mér líka). Já mér finnst alltaf gaman að tala við Íra. Þegar ég vann á City Inn í fyrra var yfirmaður minn Írsk og eftir soldinn tíma var ég ósjálfrátt aðeins farin að herma eftir hreimnum og fannst það ýkt kúl! Það er að mestu horfið núna held ég, fyndið hvað maður er áhrifagjarn í hreimunum, en núna get ég glatt mig yfir að horfa á Cold Feet þættina þar sem einn af leikurunum (James Nesbitt) er Írskur. Snilldarleikari. Virkar svo fínn náungi líka - þó hann sé leikinn þá bara veit ég að hann er skemmtilegur! Írar hafa svo gefið heiminum margt annað skemmtilegt eins og kartöfluna, bjórmenninguna, tónlist og dans (U2, The Coors, Sinead O Connor... og svo þjóðlagatónlistina og írska dansa), hágræna litinn (reyndar ekki beint í tísku, eða hvað, ég fylgist svo lítið með henni þessa dagana -skiptir heldur ekki máli f. Írana) og Ryanair sem er auðvitað mikil snilld og ég styrki eins og ég get. Að ógleymdum leprechauns. Hmm reyndar þegar minnst er á leprechauns þá fer ég alltaf að hugsa um eina hrikalega lélega hryllingsmynd sem hét The Leprechaun ó mæ god lítill grænn kall að hrella mannskapinn, can it get any worse?
Svo koma rauðhausarnir þaðan líka, og jú við Íslendingar líka (Erla hlýtur þá að vera með extra gott írkst blóð í sér!) skv. kenningunum.
Happy St. Patrick´s day og skál í botn fyrir þá sem geta.

|

þriðjudagur, mars 16, 2004

Vorstemmning
Ég er í góðu skapi í dag. Það er nefnilega vorstemmning í Guildford. Hlýtt og sól og fólk á bolnum (fyrir mig ekki alveg stuttermabolaveður en jæja þannig eru bretarnir, reyndar hafa þeir sumir verið gangandi í stuttermabolum í allan vetur, verri en íslenskar unglingsstelpur á djamminu!) Ég fór út í morgun í úlpunni minni og peysu undir, bjóst ekki við neinu öðru en kuldanum sem er búinn að vera viðvarandi hér undanfarið, en viti menn ég bara stiknaði á staðnum húff púff og varð að snúa við og fara úr peysunni og í sumarjakkann minn og sumarskóna. Þvílík gleði! Það er alltaf svo mikil stemmning finnst mér þegar kemur að því að henda úlpunni inní skáp, einhver einkennileg frelsistilfinning...sem ágerist svo þegar maður sér útsprungin blóm, hittir skokkara á 2 min fresti og fer að ímynda sér grilllykt frá öllum görðum. Talandi um grill. Þann 1. maí munum við Binni flytja í aðra íbúð hér í Guildford. Mikið er ég fegin að þurfa ekki að vera áfram í þessari garða-íbúð því ég myndi bakast hérna inni! Svo dimm og ekki hægt að opna gluggana almennilega eða opna út. Íbúðin sem við flytjum í er hins vegar með stóran garð. Ahaha og mig langar í grill. Svo þá sem langar í grillveislu í sumar að 55 Stockton Road, Guildford, bara hoppa uppí IceExpress! Svo er líka risa vínbúð á horninu, alveg upplagt. sluuuurrrpppp og kjammmsss

Já þegar maður er kominn í sumarjakkann þá er líka einhvernveginn eins og byrðar vetrarins hreinlega renni af manni. Passar svosem ágætlega við planið mitt því það er bara 1 ½ vika eftir af tímum/verkefnum/prófum. Þá er það bara ritgerðin en það dæmi verður væntanlegra e-ð afslappaðra. Amk. tímalega séð en bara eitt deadline og það ekki fyrr en í byrjun september. Mér finnst alveg óskaplega langt síðan eg byrjaði í þessu námi sl.september. Mætti ein í einhvern 200 manna kokteil þar sem mér tókst að sigta út einu ljóshærðu stelpuna (grunaði kannski að hún væri frá norðurlöndunum svo við hefðum e-ð sameiginlegt), og það var Karen frá Þýskalandi sem má kallast helsta vinkonan mín hér núna. Það kvöld kom einmitt lítill ítali líka og kynnti sig fyrir okkur. Það var Francesco, heili bekkjarins sem á snilldarpabba sem ætlar að lána okkur húsið sitt á Sikiley. Síðan þetta kokteilkvöld hef ég eignast þessa og fleiri frábæra vini og síðast en ekki síst tekist að troða inní hausinn á mér einhverjum fræðum sem nýtast vonandi einhverntímann í eitthvað! Hef lesið nokkrar bækur um efnahagsleg, umhverfisleg og menningarleg áhrif ferðamennsku, örugglega svona 200 fræðigreinar um allt frá sjálfbærri ferðamennsku til hvernig eigi að hanna skilti fyrir söfn, og svo hef ég skrifað nokkrar ritgerðir og skýrslur. Þar hef ég m.a. rakið það hvort ferðaiðnaður getur í raun talist einn “iðnaður” (má deila), lagt mat á ferðamálastefnu og ferðamálamarkaðsstefnu Íslands (ágæt), metið Reykjavík sem fjárfestingarkost fyrir fjárfesta í ferðaiðnaði (kostir og gallar), leyst vandamál Ítölsku rivierunnar með dvínandi ferðamannafjölda þ.e. hvernig þróa eigi ferðaiðnaðinn til að komast á skrið aftur (of flókið til að segja hér) og ráðlagt Windsor kastala hvernig þeir geti aukið ánægju ungs fólks með heimsóknina (setja upp spilavíti og láta Harry prins og Camillu taka á móti öllum). Er núna að túlka þjónustukönnun fyrir ímynduð hótel á Miðjarðarhafssvæðinu (þau eru ekki að standa sig nógu vel) og að reikna út hvort fýsilegt sé fyrir ríkisstjórnina á ímyndaðri ósnotinni eyju í karabíska hafinu að hlunka niður risa hótelsamstæðu með öllu á eyjuna (hljómar ekki vel en kann ekki ennþá að reikna út). Og búin að rifja upp spænskuna (que bien!). Svo þetta er alveg slatti og þó mér finnst þetta búið að líða óskaplega hratt þá er alveg kominn tími á smá frí!

(n.b. ef þið skylduð ekki hafa tekið eftir þá voru tillögurnar fyrir Windsor kastala grín. Kann samt mjög vel að meta það að einhver skuli hafa nennt að lesa þessa upptalningu! nei Windsor kastali fékk öllu konservatívari tillögur frá mér, sem ættu samt að virka!)

Yfir í alvarlegri tón. Britain is next. Það segja hryðjuverkasérfræðingarnir. Reyndar hafa tabloid blöðin lengi verið við og við að reyna að hræða almúgan með einhverri svona fyrirsögn, en þetta Madrid dæmi er vissulega scary. Sérstaklega hvernig gaurunum hefur tekist að stýra spænsku kosningunum og verið með þetta alltsaman útpælt. Nú er ég fegin að vera í litlu Guildford og labbandi allt. Ætla ekkert að vera að flækjast til London í lest í bráð. Ughhh. Æi samt má maður ekki hugsa svona því þá er maður að geðjast hryðuverkamönnunum. Ég er samt fegin að þurfa ekki að fara með lest í vinnuna til London í fyrramálið eftir að hafa heyrt fréttir um að það sé yfirvofandi sprengjuhætta. Yikes. Jæja, meika ekki að hugsa um þetta. Þetta er bara eitthvað sem maður verður víst að venjast á 21. öldinni. Heimur versnandi fer. En nú fer Binni að koma heim, þá er gaman. Hann er búinn að vera á einhverju vinnu-pöbb dæmi. Verið að bjóða annan starfsmann velkominn. Gaman að því eins og maðurinn sjálfur myndi segja.

Svo er líka vorstemmning.

|

mánudagur, mars 15, 2004

Twenty-something
Vonandi áttu allir góða helgi. Mín var ofur-róleg og ætla ég ekki að eyða plássi í skrif um hvernig það var að sitja slömpaður í sólstólnum inní stofu (við eigum ekki sófa sko) samfleytt í 6 tíma eða að reyna að vinna úr niðurstöðum þjónustukönnunar í SPSS með misjafnlega gafuðum og skemmtilegum 4 öðrum nemendum.

Eins og þið hafið væntanlega tekið eftir er ég komin með linka hér til vinstri á síðunni á þá vini mína sem eru með blogg og eitthvað annað stöff líka. Annars er ég voðalega lítill net-vafrari í mér. Ég ætla samt að reyna að bæta úr því m.þ.a. setja ca. í hverri viku inn “óvissuhlekk vikunnar” (úhú spennó...) með einhverju sniðugu sem ég finn, það ætti amk. að hvetja mig til að skoða mig um betur á www og vonandi gleðja lesendur...hmmm.

Ég ætla núna að herma eftir Binna mínum (viss um að hann fyrirgefi mér það, hann er svo góður. Sko Binni, ég er sko ekkert að gera grin að þér! amk. ekki hér hehe) og koma með texta sem ég var að uppgötva í dag. Venjulega spái ég ekki mikið í textum en þessi greip mig, fyrir utan frábæran breytilegan takt. Ég keypti mér disk um daginn með Jamie Cullum (www.jamiecullum.com), ungum jözzuðum gaur (einn af þessum popular-jazz diskum um þessar mundir) og var að hlusta í morgun. Hér fylgir með þessi skondni texti við lagið Twenty-something sem mér finnst lýsa ágætlega hvernig manni líður á þessum aldri:

After years of expensive education
a car full of books...and anticipation
I´m an expert on Shakespeare and that’s a hell of a lot
but the world don’t need scholars as much as I thought....

(grúví taktur)

Maybe I’ll go traveling for a year
finding myself or start a career
I could work with the poor
though I’m hungry for fame
we all seem so different but were just the same

Maybe...go to the gym, so I don’t get fat
aren’t things more easy...with a tight six-pack?
who knows the answers, who do you trust
I can’t even separate love from lust

Maybe I’ll move back home...and pay off my loans
working 9-5 answering phones
don’t make me live for my friday nights, drinking 8 pints and getting in fights

o ohhh

I dont want to get up just let me ly-in
leave me alone I’m a twenty-something...

(smooth bossanova taktur kemur inn)

Maybe Ill just fall in love
that could solve it all
philosophers say that that’s enough
there surely must be more

(grúví taktur aftur)

Love ain’t the answer, nor is work
the truth deludes me so much it hurts
but I’m still having fun and I guess thats the key
I’m a twenty-something and I’ll keep being me.

(doo wap a durup a babb dururubb...)

I’m a twenty-something let me ly-in!
leave me alone I´m a twenty-something!

---

Já mér finnst þessi texti lýsa ágætlega því ótalmarga sem fer í gegnum hausinn á manni á þrítugsaldrinum..svo margt að gerast í einu og það þarf að vega og meta kosti og galla þess að gera hitt og þetta því maður getur ekki gert allt í einu! Svo stundum gefst maður bara upp og vill bara vera kærulaus, have fun og stundum verður allt svo mikið að maður vill bara vera látinn í friði! Úff já erfitt en skemmtilegt....en svo er ekki mikið eftir af twenty-something aldrinum, ætli margt breytist á thirty-something? Ég á samt meira en 2 ár eftir, ekki Binni þó hann á aðeins 8 mánuði....(liggaliggalái haha Binni!).
Allavegana um að gera að njóta þess að vera ennþá twenty-something! Og svo eins og Jamie segir: "but I’m still having fun and I guess thats the key I’m a twenty-something and I’ll keep being me" - svo er bara að skipta út twenty með thirty, forty o.s.frv. eftir þörfum ;)

|

föstudagur, mars 12, 2004

Fetish night.
Já í kvöld er víst “fetish night” í the Student Union eða það sem gæti kallast Stúdentakjallarinn hér á campusnum. Nema að union-ið er svona 100 sinnum stærra en kjallarinn aumi með 3 börum, tónleikasviði, risa dansgólfi og snókersvæði. Ég hef samt örsjaldan farið þangað og aldrei að kvöldi. Held mig við postgraduate pöbbinn Wates House sem er öllu "dannaðri" og ekki fullur af fullum 18 ára undergraduates (heldur mikið þroskaðri 23+ fullum postgraduates hehe). En já ég er semsagt ekki að fara á “fetish night” og fékk sko að heyra það í gær. Ég er nefnilega að gera hópverkefni með krökkum sem eru dáldið yngri en ég og einn gaurinn varð alveg ofboðslega hissa þegar ég svaraði "nei" við spurningu hans um hvort ég ætlaði ekki að fara. Mér kæmi það bara aldrei til hugar að fara á e-ð af þessum böllum! Hann gat ekki skilið af hverju. Ég reyndi að útskýra og notaði fyrst aldurinn til þess en fyrir utan það að hann (og önnur stelpa) varð hrikalega hissa að heyra að ég hefði lifað heil 27,5 ár (þau héldu aðeins 23 wow aldeilis complimentið!) þá vildi hann ekki taka það sem gilda afsökun. Þá reyndi ég að nota afsökunina um að ég væri ekki single lengur en hann vildi ekki heyra það heldur og vildi fá Binna í leður-homma búning á svæðið líka! Nei ég sagði að það kæmi nú ekki til greina...(efast um að Binni myndi fíla það -né ég for that matter!). En út frá þessu fór ég að hugsa um hvernig félagslífið manns hefur breyst bara á örfáum árum (hey mér er farið að líða eins og Carrie hér að skrifa þessar hugleiðingar!), annað sem krakkarnir hreinlega skildu ekki. Áður voru það partí og bar-djamm en núna er það nánast eingöngu pöbbaferðir og matarboð. Það er reyndar extra rólegt hér úti kannski því við þekkjum ekki marga og ég veit að vinkonurnar heima eru ekki alveg búnar að gleyma gömlu danstöktunum ;) En það er nefnilega lika málið að þó ég fíli mjög vel matarboð og pöbba þá sakna ég þess stundum alveg rosalega að geta ekki tjúttað stöku sinnum með vinkonunum við gott grúv! Snökt! En ég læt mig hafa það og nýti þau örfáu dans-tækifæri sem ég fæ til hins ýtrasta (en þau vilja þá oft verða svolítið ýkt hehemm). Og ég held ég standist freistinguna að fara á fetish night í kvöld. Amk. held ég að Binni muni ekki grátbiðja mig um að fara með sér sem gimp. Held það verði frekar kannski örfáir bjórar hér heima (eða á Wates) og eins og einn Cold Feet þáttur. Aha svo er líka Sex and the City í kvöld, maður verður að sjá hvernig það fer að enda.

Jæja nú ætla ég að hætta í bili. Að skrifa þennan pistil eru “verðlaunin” mín fyrir að hafa verið dugleg í dag að skrifa hluta úr hópverkefni og halda mér vakandi í leiðinlegasta tíma ever, project appraisal. Kennarinn er kínverskur og ég á stundum svo erfitt með að skilja hvað hún segir og að einbeita mér að mónótónískri röddinni að hugurinn fer alltaf að reika....það skemmtilega núna er að ég get látið hugann reika að því hvað ég ætli að skrifa á bloggið mitt næst :)

Góða helgi. Hún verður það hér þrátt fyrir bara lærdóm og ekkert tjútt því það á að hlýna á morgun. Spring is near....kominn tími til.

|

miðvikudagur, mars 10, 2004

Góðan daginn! Jæja fyrstu blogg-viðtökur hafa verið góðar svo nú er ekki aftur snúið og maður verður því að standa sig í skrifunum. Nota núna hádegishléið. Held ég geti auðveldlega orðið húkt á þessu bloggi, skil núna af hverju Binni hefur verið svona upptekinn af þessu!

Sumir hafa kannski verið að velta fyrir sér af hverju url-ið mitt er “Fröken Fix”. Ég veit svosem ekki alveg af hverju, en í fyrsta lagi þá var auðvitað allt sem hét “Mæja”, “Maja” eða “María” upptekið (og svo er það frekar boring hvort eð er). Ég fór að hugsa um annað nafn á mig og fröken fix kom uppí hugann. Held að mamma hafi oftar en ekki kallað mig fröken fix, svona í kaldhæðnislegum tilgangi þegar það hefur verið eitthvað vesen á manni, hihi (en þýðir ekki “fix” að vera með allt á hreinu? eða hvað eiginlega? hmm veit ekki alveg) Binni hefur líka kallað mig þetta, reyndar eru komnar nokkrar útgáfur núna, t.d. fröken fix in das Mix, eða bara Mix og núna í morgun var það “Kix”. Já ég er eiginlega bara gáttuð á þessu! Jæja en mér fannst Fröken Fix aðallega bara hljóma kúl.

Þessa stundina er ég að hlusta á snilldardisk sem ég keypti mér um helgina. Human League heitir hljómsveitin sú. Nú hlæja örugglega margir! En ég viðurkenni að ég get verið algjör 80’s sucker! Ég ákvað að ég yrði að fá mér þennan disk á hinum ólíklegasta stað, nefnilega á pínulitlum lókal bar í Feneyjum þegar við Binni vorum þar í September síðastliðnum. Við vorum orðin svo bjórþyrst eftir allt labbið að við skriðum inná þennan oggulitla pöbb þar sem voru held ég bara 2 stólar en þeir voru að spila greinilega best of Human League og mér fannst það bara þvílík stemmning! Don´t you want me baby...Mirror Man..Together in Electric Dreams...og besta: Love Action (I believe in Love). Söngurinn er eitthvað svo yndislega einfaldur. Ég sá um daginn viðtal við söngkonuna sem syngur “I was working as a waitress in a cocktail bar...” en hún skammast sín víst ekkert smá fyrir þetta henni finnst hún syngja svo illa! Nei nei elskan þú þarft ekkert að hafa áhyggjur.
Binni gerir stundum grín að mér af því ég fíla svo öll þessi furðulegu hljóð í 80s tónlist -hljómborðin og frumstæðu tölvuhljóðin -finnst þau eitthvað svo fyndin! Hann má svosem alveg gera grín að mér því ég geri á móti stundum grín að hans “old-rokk” tónlist (Kiss, Whitesnake, Rod Stewart) en sem betur fer fílum við nú alveg slatta sameiginlega. Og einstaka 80s/diskó eða old-rokk lag fær að hljóma óáreitt hér á heimilinu þegar við eum bæði heima.

En talandi um Feneyjar. Það er vægast sagt yndisleg borg og mæli ég með því að fara þangað. Held að hún komist nálægt því að vera uppáhaldsborgin mín. New York er samt enn á toppnum. London er smám saman að skríða upp. Já Feneyjar er engri lík, bátastemningin, endalausir kanalar og brýr sem mynda hálfgert völundarhús sem er ekkert smá gaman að týnast í. Það er vissulega mikið af ferðamönnum en samt var furðulegt hvað maður þurfti bara rétt að komast útaf Markusartorginu eða Rialto brúnni til að vera orðinn einn.

Le dispiace farci una fotografia? Berlitz Italian Phrase Book kennir manni ýmislegt gagnlegt fyrir ferð til Feneyja!

Jæja þá er að drífa sig í SPSS tölvutíma og spænsku -hasta luego!

|

þriðjudagur, mars 09, 2004

Halló blogg!
Jæja þá er maður loksins búinn að koma sér upp bloggi. Ekki annað hægt sérstaklega þegar maður sér fram á að vera hér úti í U.K. dáldið lengur. Svo hafa vinkonur mínar verið að segja að þær séu orðnar svo “húkt” á að skoða allt blogg sem fyrirfinnst mörgum sinnum á dag svo ég ákvað að bæta aðeins í flóruna fyrir þær. Ég er nú kannski ekki þekkt fyrir vera mikill blaðrari (!), en ég fór að hugsa um daginn hvað ég átti marga pennavini í gamla daga (fyrir daga e-mails og msn, svona er maður orðinn gamall!), held ég hafi átt svona 10 pennavini um allan heim á tímabili, já þá var maður sko duglegur að skrifa. Nú ætla ég semsagt að rifja upp gamla takta.

Sumir sem þetta lesa hafa eflaust verið að kíkja á bloggsíðuna hans Binna (www.binniborgar.blogspot.com), algjör snilld að sjálfsögðu, en semsagt nú gefst fólki tækifæri á að sjá “hina hliðina” á dvöl okkar hér úti, hehe. Ætli hún verði ekki aðeins “stelpuvænni” hmm þ.e. minna fjallað um “old-fart” rokk, viskí og bíla, kannski meiri pælingar um, ja, blóm (nei...), ferðamál, vinkonur, listir, diskó-friskó og e-ð skotið inn af pólitík, markaðspælingum og skemmtilegu stöffi sem er að gerast hjá okkur Binna og í samfélaginu hér.

Nú er eiginlega “lognið á undan storminum” hjá mér. Minna en 3 vikur eftir af þessari 2. önn minni við University of Surrey í Guildford (www.surrey.ac.uk), en samt 3 verkefni, eitt próf + spænskupróf eftir. En ég þykist lítð geta gert þvi ég veit ekki ennþá hvað 2 af þessum verkefnum eru, hitt er hópverkefni og ég nenni ekki að læra fyrir prófin fyrr en rétt fyrir þau. Svo síðastliðna daga hef ég leyft mér aðeins að slaka á. Eiginlega í fyrsta skipti síðan ég kom hingað til Guildford, og það á svona furðulegum tíma! Ég nýtti tækifærið og skellti mér (ein) til London á sunnudaginn. Fyrsta skipti sem ég fer bara ein á afslappað rölt um borgina, ótrúlegt en satt. Og ég fílaði það bara afskaplega vel. Maður er svona smám saman að kynnast London betur. Ég byrjaði á því að fara á Saatchi galleríið fræga, en hafði lengi stefnt að því. Þetta safn er magnað. En alls ekki fyrir viðkvæma! Fólk var þarna með börnin sín, vafrandi í kringum dauð dýr og gínur af fólki með afhoggna limi...(“sjáðu Nonni litli fláða hundinn uppá vegg, alveg eins og Lassie!”) það skildi ég ekki. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta gallerí safn einhvers mesta listasafnara okkar tíma, Charles Saatchi, en hann hefur verið djarfur í að safna list sem þykir mjög framúrstefnuleg og djörf. Um miðbik síðasta áratugar var hann áberandi fyrir að safna “Brit-art” eftir t.d. Damien Hirst (hákarl í formalíni) og Tracy Emin (óumbúna rúmið). Það er eitt sem þessu safni tekst og sem er fyrir mér það sem ég söfn eiga að gera -vekja upp tilfinningar. Maður hló og grét (eða frekar var alveg kominn að því að æla) á sama tíma! Eina mínútuna var maður að velta fyrir sér skúlptúr sem virtist vera búinn til úr rottum og hina mínútuna lét maður sér bregða og þurfti svo að halda niðrí sér hlátrinum því maður mætti ræstingarkonu eða ljósmyndara að taka mynd á ganginum en svo fattaði maður að þau voru úr vaxi!

Já þetta var nokkuð magnað fannst mér. Hristir svo uppí manni að sjá hvað aðrir fá brjálaðar hugmyndir. Eftir safnið rölti ég svo yfir Westminster brúna, tróðst framhjá túristunum við Big Ben (verð örugglega óvart inná nokkrum myndum hjá fólki -það á eftir að bölva mér þegar það setur inní albúm “arg...þurfti þessi akkúrat að flækjast fyrir”? hehe), fékk mér samloku og te (já TE ekki kaffi lengur svona er maður orðinn mikill tjalli) og kíkti svo í nokkrar búðir. Fyrst í Stanfords sem er stærsta ferðabókabúð sem ég hef komið í, maður verður óður þarna, en ég nældi mér í bók um Sikiley þangað sem við Binni erum að fara með bekkjarfélögum mínum um páskana, og aðra bók: “Midnight in Sicily: on art, food, history, travel and Cosa Nostra” svona til að komast í stemninguna. Já það verður áhugavert að vera á slóðum Cosa Nostra. Francesco (ítalski bekkjarfélaginn minn) segir að ef þú átt flottan bíl þá sé hann hvergi öruggari en á Sikiley. Þú getur skilið hann eftir galopinn og enginn dirfist til að ræna honum eða úr honum því ef það gerist...þá finnst sá hinn sami dauður nokkrum dögum seinna. Brrr. (heyrðu á ég að trúa því ég er farin að tala um bíla!).

Jæja. Í dag er fyrsti vinnudagur Binna hjá Arkenford. Vona að það gangi vel hjá honum. Og ég þarf að fara að koma mér af stað líka. Fara uppá bókasafn og berjast aðeins við ljósritunarvélarnar, svo koma vinir mínir til að vinna í hópverkefni um hvernig við ætlum að blása lífi í ferðaiðnaðinn á ítölsku rivierunni en þar er víst víða dapurlegt um að litast eftir að allir sólþyrstu túristarnir ákváðu frekar að heiðra Grikkland og Tyrkland með nærveru sinni.

Þá er minni fyrstu bloggfærslu formlega lokið. Veriði sæl. (hint: mjög líflegur þulur á RÚV með þátt um æsispennandi framtíðartækni)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?