<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

I'm dreamin' of a white..UK
Snjor i Englandi. Fyrsta skipti sem eg se alvoru snjo a jordinni og thokum husanna her endasti meira en 5 minutur. Lentum mas. i mini-"snjostormi" um helgina. Er buin ad vera ad skoda umhverfi Guildford thessa dagana med nyju vinafolki okkar her sem a bil og finnst lika gaman ad skoda sig um. A laugardaginn skrapp eg til Godalming, litils baejar rett f. utan Guildford, allt odruvisi, gotumyndin hefur haldist adeins hreinni thar og budirnar og kaffihusin med meiri karakter en i Guildford thar sem flest hefur verid rifid nidur fyrir einhverjar forljotar 60's style kassabyggingar og kedjurnar haft yfirhondina.

A sunnudaginn forum vid Binni med vinum okkar svo til Peaslake og lobbudum uppa Pitch Hill (minnir mig) thar sem var frabaert utsyni yfir Surrey sveitina. Thad er nu meira hvad madur getur gleymt hvad thad er fallegt i kringum Guildford, thear madur er stuck i baenum. Thegar vid horfdum yfir tharna a sunnudaginn tha var ekki erfitt ad imynda ser astaeduna fyrir thvi ad helstu midaldra poppstjornur eins og Phil Collins, Cliff Richard og Eric Clapton eiga hus tharna. Vid horfdum nidur a thorpid thar sem Clapton byr (amk. ad hluta til) - hann a vist til ad lata sja sig einstaka sinnum a local pobbnum, The Windmill, og taka upp gitarinn, en ur thvi sensinn ad hitta hann var svona ca. 1/trilljon tha slepptum vid thvi ad klifra nidur og snerum i stadinn bara vid. Tha kom thessi lika snjo-hagl "stormur". Manni leid bara eins og a godum degi a Islandi, haha! Stormurinn litli entist nu ekki lengi, en eftir labbid tilbaka yljudum vid okkur a roast, pie-i og paentum a ekta country pobb med arineld, The White Horse, i litla thorpinu Shere (ef e-r man eftir kirkjunni i lokaatridinu -brudkaupinu- i Bridget Jones 2 tha er thad kirkjan i Shere).

Ahh ja gott ad komast ur menguninni i London og i sveitasaeluna i Surrey um helgar.

En a morgun er eg ad fara i "field trip" nr. 2, til Reading sem er ekki mjog langt ad fara. Ekki beint eksotiskur stadur og serstaklega ekki i thessu iskalda vedri, bara traffik og IT company heaven. En jaeja madur tharf bara ad bida tholinmodur eftir prosjektinu i Bahamas, thad hlytur ad koma einhverntimann :-O

|

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Desperate Housewife?
Var ad taka DH profid og kom ut sem Lynette:

Congratulations! You are Lynette Scavo, the ex-career woman who traded the boardroom for boredom, mixed with moments of sheer panic as the mother of four unmanageable kids.

4 born og ex-career...hmm passar kannski ekki alveg vid mig, amk. ekki nuna, en kannski eftir 10ar? gulp!

Er bara anaegd med thetta thvi Lynette er eiginlega uppahalds husfruin min. Er bara "raunverulegust" og mest praktisk og svo finn eg svo til med henni eitthvad, frusterud med thessa brjaludu krakka en klar og med humorinn i lagi...hun minnir mig einhvernveginn soldid a systur mina lika...

Er thessi thattur annars byrjadur a Islandi??

|

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Betra seint en aldrei
Blogspot kemur eftir blostop, og það bara ágætlega stórt blogg eftir dalitla bid. Já, ég var ekki einu sinni kölluð Pulitzer-Mæja fyrir ekki neitt. Ekki mikil tíðindi í lífi mínu um þessar mundir, svo ég held mig bara við hinar og þessar ómerkilegu pælingar sem hafa verið skrifaðar á ýmsum tímapunktum á síðustu 2 vikum...sumt kannski ordid frekar gamalt en eg laet vada...

Já það er semsagt ekki mikið að frétta af okkur skötuhjúunum hér úti. Maður er ekki mikið “out and about” thessa dagana. Hlakka til vorsins, þegar við getum kannski farið í skemmtilegar dagsferðir eins og við vorum eitt sinn svo dugleg að gera. Binni bíður t.d. í öngum sínum eftir að komast til sólarstrandarinnar í Brighton, og ég vil ólm vilja komast til fleiri sögufrægra stada að skoða kirkjur. Gamla goda Bristol er einnig a planinu i ar. Það væri ekki slæmt heldur að testa Eurostar frá Waterloo og skreppa i helgarferd til Parísar við tækifæri. Sjáum til. Gaman að láta sig dreyma á köldum febrúardegi. Úff get ekki beðið eftir að það hlýni aðeins. Held að þessi vetur hafi verið sá lengsti að líða ever, þó ég búi nú í aðeins hlýrra landi en venjulega. Hef aldrei skolfið svona mikið samfleytt og thad innandyra á ævinni. Enda er eg nuna komin med kvef –thad er samt ekki nema fyrsta kvef vetrarins thratt fyrir kulda, hreyfingarleysi og vitaminleysi, ha!

En það var þó enn kaldara í henni Jórvík um daginn. Brrrrr. Falleg borg en ansi grá, blaut og íííísköld. Arkaði hana endilanga mörgum sinnum þessa tvo daga sem ég var þarna í minni fyrstu viðskiptaferð. Það hélt nokkurn veginn á mér hita. Ekki svo mikið frá þessari ferð að segja, nema bara hlaup milli funda -og hótel sem var því miður ekki jafn mikill lúxus og ég hélt. 4 stjörnu double deluxe hvað? Herbergin höfðu greinilega ekkert verið endurnýjuð frá því 1975. Margt af morgunverðinum leit út fyrir að hafa ekki verið “endurnýjað” í 2 daga heldur. Paris Hiltondóttir myndi ekki fyrir sitt litla líf stíga sínum háhælaða fæti eða hleypa Juicy Coutoure jogginggalla-klædda chihuahua hundinum sínum inn fyrir dyrnar. Já ég held að Hilton York-stjórinn þurfi að fara að gera eitthvað í þessu - amk. ef nýja hótelprósjektið sem ég er að vinna í mun rísa (sem ég mæli persónulega með eftir að hafa tékkað á markaðnum þarna). En til þess að gefa Hilton-mönnum smá kreditt þá var ég með fínt útsýni yfir Clifford-turn (sem var reyndar heldur grárri ásýndar en hann er á póstkortinu sem ég keypti), og það var ekki langt að rölta á hið “heimsfræga” Betty´s kaffihús (þar sem ég klikkaði reyndar alveg á að fá mér Yorkshire scone and cream tea eins og sannri kaffihúsakellingu sæmir -next time bara).

Annars gerir maður ekki mikið annað þessa dagana eftir vinnu en að slumpast fyrir framan sjónvarpið á kvöldin -nema maður fari í Playstation-ið. Tveir skemmtilegustu þættirnir að mínu mati þessa dagana eru Dragon´s Den og Desperate Housewives. Í þeim fyrrnefnda fær fólk sem er með misgóðar viðskiptahugmyndir eða uppfinningar, að kynna hugmyndina sína fyrir 5 fjárfestum til að fá þá til að fjárfesta. Það er ótrúlegt hvað fólk finnur uppá. Einstaka hugmynd er góð og tekst að fá einhver díl frá fjárfestunum, en þær eru margfalt fleiri sem eru hreint út sagt fáránlegar . En svo trúir greyið fólkið svo á þær...kannski búið að fórna starfi og heilmiklum peningum í að þróa eitthvað vonlaust drasl...t.d. konan með sólhlífar/strandarhúsgagnasettið úr pappa (rosalega praktískt, myndi seljast eins og heitar lummur..dream on!). Fyrir utan það hvað fólk getur verið pínlega lélegt í því að kynna sig og selja hugmyndina. Er ekki búið að gera nein test eða söluáætlanir og byggir bara á umsögnum vina og ættingja um hvað varan sé frábær - ekki beint treystandi. Einn ætlaði að sigra heiminn með Halal tilbúna rétti en þegar hann var spurður að því hvernig Halal lasagnanið smakkaðist, þá viðurkenndi hann að það það væri heldur skítt á bragðið. Case lost, heldur betur. Gaman að þessu. Enda er ég að vinna fyrir fjárfesta í vinnunni. Öllu betri grunnvinna sem fer í þær hugmyndir. Ég fylgist með Desperate Housewives líka af mikilli tryggð. Hef verið að spá í því hvort það séu ekki svei mér þá fleiri hlutverk að skapast fyrir konur yfir fertugt þessa dagana eða hvort það muni ekki gerast í kjölfar þessara þátta? Reyndar verð ég að segja að þessar konur líta ekki út fyrir að vera deginum eldri en 33 ára, ótrúlega “sléttar” eitthvað. Já það væri kannski ekki skrýtið að hlutverk væru loksins að skapast fyrir “miðaldra” konur þegar það er algjört boom í lýtaaðgerðum. Einhvernveginn ekki jafn mikill sigur það.

Eg minntsist a Playstation her f. ofan. Ég er búin að vera ágætlega dugleg í nýja (fyrsta!) PS leiknum mínum Pitfall: The lost expedition. Frábær ævintýraleikur. Maður hrapar í flugvél niður í miðjan frumskóginn í Perú og þarf svo að finna félaga sína og leiðina út, í gegnum skóginn, þorp innfaeddra og upp ísi þakin fjöll. Eftir að hafa verið étin af krókódíl, gleypt af mannætuplöntu og hrapað niður í gljúfur nokkrum sinnum er ég loksins orðin nokkuð klár í tökkunum. Hef samt fests tvisvar, en netid bjargar thvi...he hemm...Ja se alveg fyrir mer ad verda “hukt” a thessu doti.

Ég talaði um það um daginn hvað það væri nú gaman að hitta kannski einhvern frægan í London. Ég geri mér nú engar sérstakar vonir, en samt, viti menn, hún Rhi fór út að borða um daginn eftir eitthvað show, á lítinn ómerkilegan ítalskan veitingastað, þegar Yoko Ono og Julian Lennon settust á borðið við hliðina! Svo það er aldrei að vita...er nokkuð búið að kynna Ocean´s Twelve á Leicester Square? Ég er ekki alveg nógu sátt við að hafa bara séð aftan á einn Eastenders sápukall í Woodbridge og tékkað inn Top of the Pops kynni á Bristol City Inn forðum daga.

Réttarhöldin yfir Michael Jackson eru byrjuð. Grey kallinn. Ég vorkenni honum og ég trúi því að hann sé saklaus. Er einmitt núna að spila einn besta disk í heimi, Thriller. Billie Jean...aúúú! Frábært lag. Minnir mig á mörg góð partí með stelpunum heima. Algjör klassíker. Já ég vil ekki sjá Mikjál vin minn í handjárnum meira, hvað þá í fangelsi. Hann er bara rosalega hæfileikaríkt en skemmt og vitlaust grey sem fékk ekki að lifa æsku sína á eðlilegan hátt og lifir því í einhverjum Pétur Pan heimi. Free...eee...Nelson -nei Jackson!

Það virðist vera lítið lát á megranakúra æðinu sem byrjaði eftir jól. Það er nú meira hvað fólk verður greinilega ekki leitt á hinum og þessum nýju kúrum. Öll kvenna - og slúðurblöð full af þessu dóti. Hvert einasta celebrity er með sinn kúr: “Try Carol Vorderman’s detox diet/Nadia’s watercress diet/Ulrika Jonsson’s eat-nothing diet and lose 2 stone in only 3 weeks!” Í hvert skipti sem einhver fær sína 15 mínútna frægð eftir eitthvað raunveruleikashow þá kemur hún í næsta blaði: “How Michelle from Big Brother lost 600lbs only a week after she got out of the house -try it yourself!” Kaupir þetta einhver ég bara spyr (sko kúrana, ekki blöðin!)? Alltaf verið að gefa manni nýja guide-a, “spennandi uppskriftir” eins og greip eða gufusoðin heilhveitigrjón, sem duga í eina viku og innihaldið allt bara 90% vatn eða stöff sem fæst bara í einhverjum sérfæðisbúðum í London. Fyrir utan það að öll alvöru celebrities - og jafnvel þessi 15-mínútna celebrities - eru með einkaþjálfara og kokk. Og þegar maður er með svoleiðis þá er auðvitað ekkert mál að fara í megrun! Algjört svindl. Einhver sem skipar þér að fara út og hlaupa 10 hringi í parkinum og gera 200 sit-ups á hverjum degi og annar sem serverar þér súpergirnilega og kaloríusnauda grænmetis eða Atkinsrétti á silfurfati. Þá er þetta auðvitað ekkert mál. “Greyið” offeitu konurnar sem falla fyrir þessu og eru að rembast við að fylgja þessum kúrum. Gera kallana sína brjálaða með endalausum selleríisúpum í matinn og taka upp allt stofugólfið í e-rjar asnalegar æfingar sem skyggja fyrir fótboltaleikinn í sjónvarpinu. Uff nei onnur astaeda fyrir thvi ad eg verd fegin thegar thessir fyrstu manudir arsins eru lidnir.

Yfir í andstæða sálma en ég dáist að fólkinu í Írak. Ég sá fréttaskýringu um daginn um kosningarnar og 30% af frambjóðendum voru konur (well done segi ég, þær eru að standa sig betur en konur á vesturlöndum!), 7 barna mæður að fara út í þetta dæmi. Vá maður. Búið að drepa marga kollega þeirra og þær komust varla ferða sinna til að auglýsa sig utaf haettu vid ad vera skotnar. En samt stendur þetta fólk í þessu. Og af þvílíkum áhuga og krafti sa maður. Og massívt turnout í konsingunum. Eitthvað annað en þreytta pólitíkin hér og heima. Eins og segir i Spectator: "People here [in Iraq] are more hopeful than they have right to be, because their state is so precarious that it would be fatal to lose hope. Pessimism is a luxury that only the prosperous can afford.”Gott ad minna sjalfan sig a thessa sidustu setningu.

Kalli Bretaprins og Camilla að fara að gifta sig. Fólk er með skiptar skoðanir á málinu. Gott mál segi ég bara. Þau líta út fyrir að vera svo anaegd saman. Eg skil ekki thegar folk segir ad hun se svo ljot - mer finnst hun bara agaet (ok maetti kannski fa ser nyja hargreidslu - geri nu rad fyrir ad hun fai dagoda yfirhalningu fyrir brudkaupid) og hver segir svo sem ad hann se eitthvad rosa saetur!? Best væri ef bresku þjóðinni væri gefið frí á giftingardaginn 8. apríl, sen er dagurinn eftir útskriftardaginn minn. Gæti þá sofið út eftir útskrifargleði og fengið langa helgi...en jæja það verður víst líklega ekkert úr fríi þennan dag því þetta brúðkaup er ekki “nógu merkilegt” svona second time around...djö.

Ég frétti um daginn af því að greinin um ritgerdina mina sem birtist í Mogganum góða sl. haust hafi verið notuð í kennslu í ferðamálafræði í MK. Júbbalahúbbala það er aldeilis! Fyndin tilhugsun að 20 bólóttir unglingar hafi verið látnir rýna í tölurnar og “sérfræðikommentin” mín. Hafa eflaust skemmt ser vel yfir thvi, hehe.

|

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Bissi krissi missy
Bloggstopp i bili...jamm thegar madur er kominn i 7-7 rutinu a hverjum degi tha gefst ekki mikill timi eda orka i ad blogga lengur, og madur er daudur um helgar! Back in the "rat race", eins og their segja her. Sveigjanlegu namsmannadagarnir lidnir. Sniff. (Thad var samt agaett ad fa fyrstu utborgun a manudaginn til ad byrja ad reyna ad snua minus i plus).

Eg er buin ad ganga um med 4 daga gamalt blogg sem eg skrifadi um sidustu helgi, a diski i veskinu minu, en thad er ordid frekar urelt nuna svo sleppi thvi..

Eg bendi a siduna hans Egils Helga i stadinn (eda thangad til min bloggorka er endurnyjud) sem er alltaf jafn gott (jafnvel betra en mitt, hehe). Hann deilir morgum skodunum minum um t.d. apalegt skipulag hinnar annars agaetu Reykjavikurborgar og skrifar snilldarlega um politik og mannlif heimsins.

N.b. vid Binni erum ekki lengur med heimasima svo nu er thad bara gsm/meil/blogg/brefaskriftir -ja hvernig vaeri bara ad taka upp pennann aftur? Ad losa sig vid simann var munur i buddu en litill munur a sima-aktiviteti herna uti svo thetta var bara no-brainer.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?