<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Við Binni tískufyrirmyndir?
Hmm hvernig gæti það verið? Jú, og það án þess að hafa haft nokkuð fyrir því. Amk. skv. greinum sem ég hef verið að lesa um hinn nýja “anti-fashion lifestyle”.

Tískan er víst ekki jafn útreiknanleg nú og hún var. Tískumeðvitað fólk getur ekki lengur séð bara í Vogue og á tískusýningum í París og Mílanó hvað verður í tísku 6 mánuði fram í tímann, til að geta verið fyrst til að skarta helstu trendunum og flottustu merkjunum (það er eitthvað sem bara kínverjar, chavs og sápustjörnur vilja víst ennþá gera -jíha nú fækkar kannski aðeins þessum ljótu alltof-vinsælu Louis Vuitton töskum á götunum). Það eru víst engar reglur lengur. Best er að blanda saman gömlu og nýju, gamalt designer stöff frá ömmu mixað með Topshop, ebay dóti og Hagkaupsfatnaði, svo það lúkki svona “effortlessly chic” eins og aðal tískuhetjan hér, Sienna Miller, gerir svo hrikalega vel. Hallærislega-kúl er málið. Gamaldags sjarmi í stað fjöldaframleidds dóts.

Það fyndna er að mitt “tískuleysi” síðastliðinna ára virðist passa ágætlega inn í þessa mynd. Hvað fatnað varðar, þá virðist ég og við Binni skarta mest fötum sem eru svona 2-3 ára gömul (það hefur ekki farið mikið fyrir fatakaupum á þessu heimili síðan við fluttum út semsagt). Fötin okkar eru orðin nógu gömul og hallærisleg núna til að þau séu kannski orðin kúl aftur? Bara sem dæmi þá skörtum við þessa stundina m.a. 3 ára flíspeysu, lopapeysu (reyndar ný en svo svakalega sveitó-kúl eitthvað), 2 ára gömlum joggingbuxum og 4 ára Topshop bol sem ég gróf upp um daginn. Ég hef verið í sömu “jólafötunum” í nokkur ár núna líka. Vá við hljótum að vera að springa úr kúlheitum án þess að vita það! Að hugsa sér líka hvað maður er búin að spara með því að láta tískubólur undanfarinna ára fljóta framhjá sér...sígaunalúkkið, 50’s prim and pretty lúkkið, poncho/loðstígvéla línuna...

En fötin eru víst ekki nóg. Hér eru leiðbeiningar úr þessum blaðagreinum um hvernig maður eigi að lifa þessum nýja últra-kúl lífsstíl til hins ítrasta:

Drykkir: “Lager in your local” er víst málið. Check. Við Binni förum amk. 1 sinni í viku á pöbbinn og gúffum í okkur bjór og crisps. Gamlir pöbbar eru víst betri en nýrri Sex & the City style barir. Því “brúnni” því betri. Check again.

Matur: Fancy ítalskt og franskt stöff er out. Hefðbundinn heimilismatur er málið. Hér í UK telst það vera t.d. sausages & mash og cornish pasties. Check. Allir sem lesa bloggin okkar vita að þetta stöff er reglulega í matinn hjá okkur. Og svona til gamans þá er líka úr tísku að segjast vera í megrun - og því meiri kolvetni á matseðlinum því betra. Double-check. Matarást og kolvetnaheaven hér á bæ.

Tónlist: “Alvöru bönd og alvöru hljóðfæri” í stað fjöldaframleidds popps. Check. Þar er Binni enn meira í tískunni en ég, en honum hefur þó tekist að smita mig vel af að fíla bönd eins og The Darkness og Jethro Tull. Það er m.a.s. minnst á að Scissor Sisters sleppi þó þær séu meira poppaðar af því þær eru með rétta “attitude-ið”...var einmitt að festa kaup á diskinn þeirra -algjör snilld.

Líkamsrækt. Það er víst fátt glataðra en að “fara í ræktina”. “Keep it real” segja sérfræðingarnir - sport eins og klifur og skylmingar eru málið. OK ég æfi hvorki klifur né skylmingar, en hressir göngutúrar í ensku sveitinni hljóta að teljast nógu kúl miðað við allt talið um pöbbana og sausages. Check.

Áhugamál: Því lúðalegra því betra. Helst að safna einhverju hallærislegu eins og 70’s barbiedúkkum eða gömlum hasarblöðum. Það má segja að við Binni söfnum landakortum, póstkortum og souvenir viskustykkjum (Binni er með yfirhöndina hvað flest þetta varðar líka). Það hlýtur að teljast nógu lúðalega-kúl. Check. Göngutúrar og að spila kemur líka sterkt inn hér. Double-check (verkefni þessa sunnudags hér hjá okkur er einmitt að púsla nýtt jólapúsl).

Það hefur semsagt aldrei verið jafn auðvelt að vera últra-kúl -eða hreinlega tískufórnarlamb -svona alveg óvart!?




|

mánudagur, nóvember 22, 2004

Dub-dub-dub-dubai..ai...aiiii
Svo ég haldi mig við ferðamálin aðeins áfram, check THIS out. Fjárfestar í Dubai eru búnir að búa til og eru nú að selja eyjar sem saman eru eins og heimurinn í laginu. Nú er spurningin bara hver kaupir Ísland? Eða eru kannski Baugur eða Björgúlfsfeðgar þegar búnir að festa kaup á því hahahahaaa?!

Dubai er í alveg ótrúlegur staður. Held að hann sé að springa bara. Ég er búin að vera að lesa blöðin sem ég nældi í á WTM og það er bara ekkert lát á glingrinu sem er að spretta upp þar, vá maður. Next big thing. Úr því olíubirgðir landsins eru að tæmast þá hafa menn, eins og á svo mörgum öðrum stöðum (og minni mastergráðu til góða), snúið sér að ferðaþjónustu til að halda hagkerfinu gangandi uppréttu. Dubai er með skýra stefnu. Hefur breyst á örfáum árum úr litlu fiskiþorpi í “land lúxusins”. Aðeins topp hótel, topp restaurantar og topp shopping. Þeir eru m.a. með árlega fjölskylduhátíð sem heitir Dubai Shopping Festival. Slagorðið er: “One world, one family, one festival” og lógó af fjölskyldu hlaðinni innkaupspokum. Ja hérna, en sætt.

Sá um daginn einmitt þátt í sjónvarpinu um fjölskyldur sem “skiptust á” fríum. Fátækari fjölskyldan lét sig nægja auma ferð til Blackpool á Bed and Breakfast með fish & chips og tívolí og spilakassa. Ríkari fjölskyldan sem var boðið með var ekki par ánægð. En fátæka fjölskyldan var heldur ekkert sérstaklega ánægð með ferð þeirrar ríkari til Dubai, þrátt fyrir að það væri mun dýrari ferð að sjálfsögðu. Krökkunum fannst lítið gaman að hanga í sólbaði á 5 stjörnu hótelinu og hanga svo í öllum fancy mollunum. Ég held ég hefði varla meikað hvoruga ferðina. En samt, greasy fun eða sterile boringness? Jú Blackpool 1-0 ef ég væri neydd til að velja. Myndi samt frekar fara til Dubai á 5-stjörnu hótel en á Hedonism 3000 Resort á Jamaica, sbr. síðasta blogg.

Já ég skal ekki segja. Þetta er algjört fyrirbæri sem er að spretta upp þarna. Og bara slatti fascinerandi þykir mér og verður gaman að fylgjast með þróuninni. Fyrirtækið sem ég er að fara að vinna fyrir er einmitt með skrifstofu í Dubai. Ætli maður verði einhverntímann floginn út þangað? Vúffa. Held ég myndi bara fá ofbirtu í augun á öllu gullinu og glingrinu maður. En það gæti samt verið gaman að plana næstu ævintýraeyjusamstæðu þarna...

Hér eru nokkrir skínandi linkar til að skoða sem dæmi um hvað er í gangi þarna (sorrí allt e-jir flash linkar) : Þetta er dæmigerð ný hótelsamstæða, þetta verður víst hæsti turn í heimi, Dubailand tívolí, Palm Island þar sem er hægt að kaupa landskika á einhverjar trilljónir -sömu gæjar og gera The World, Dubai Festival City annað massivt prójekt.

Annars er ég um þessar mundir bara að reyna að snúa ritgerðinni minni yfir í fræðigrein. Það er erfiðara en ég hélt. Allt annað mál en að skrifa ritgerð. Ég sem hélt (en vissi samt undir niðri að væri ekki rétt) að ég þyrfti bara að gera smá útdrátt úr henni! Nei Hemmi minn aldeilis ekki. Hef því sett mér þessa og etv. næstu viku til að reyna að klára þetta, áður en ég skrepp á klakann -þar sem ég ætla að reyna að fara lítinn rúnt með ritgerðina líka. Meira flakkið á þessu blessaða riti.

|

föstudagur, nóvember 19, 2004

World Travel Market
Ég nýtti tækifærið um daginn þegar ég var í London og fór á World Travel Market sem er stærsta ferðakaupstefna í heimi. Það er ótrúleg sýning. Risastór, flestöll lönd heims með sinn bás og allir að reyna að vekja athygli á sínum bás. T.d. voru þarna brasilískir karnival dansarar á stultum og hollenskir klossa-smiðir að sýna kúnstir sínar fyrir framan básana, sem voru oft eins og hálfgerðar hallir eða undraheimar í sjálfu sér. (Íslenski básinn var reyndar frekar fátæklegur í samanburði og lítið að gerast þar annað en dreifing bæklinga. Ef það er einhver staður þar sem ætti að hlunka niður bút úr ísjaka, þá er það á þessari sýningu, ekki einhverri obscure “landkynningu” í Frakklandi eins og um daginn).

Þetta er áhugaverð sýning að mörgu leyti. Ég var þarna að sjálfsögðu ekki í kauphugleiðingum, meira bara til að skoða og sjá hvað er að gerast í ferðageiranum. Safna ókeypis blöðum um það nýjasta í ferðamálum og bæklingum um staði sem mig langar til að heimsækja í framtíðinni. Og jú, ég var þarna líka til að svipast um eftir atvinnutækifærum en ég skal ekki eyða orðum í það úr þessu. Eitt það áhugaverðasta var að sjá hvernig fólkið á básunum breyttist þegar maður labbaði úr einni “heimsálfunni” í aðra. Næstum eins og að fara í míní heimsreisu! Frá fölum norður-evrópubúum í glaða japana og funky jamaica-búa. Svo fannst mér áhugavert að sjá hvernig löndin markaðssetja sig ólíkt (og stundum ótrúlega líkt). Flottustu básarnir eru oftast í Miðausturlanda, Asíu og Afríku svæðunum. Gullhallir og safarikofar. Þau lönd sem hafa lengi verið ferðamannalönd eru með allt sitt á hreinu, t.d. Frakkland og Spánn (þau lönd saman tóku líka ¼ af öllu svæðinu), en svo eru önnur lönd sem eru rétt að byrja í bransanum t.d. mörg Austur-Evrópu lönd og lönd eins og Kazakstan og Saudí Arabía, sem buðu uppá öllu frumstæðari bæklinga.

Fræðikonan ég varð svo auðvitað að spá í því hversu vel það endurspeglast þarna hvernig ferðamennskan er ólík í ólíkum löndum. Spánn að kynna “alternative” ferðir t.d. í Pyrennea fjöllin af því strandarpakkaferðirnar eru ekki jafn vinsælar og fyrir 20-30 árum. Suður-Ameríkulöndin með áherslu á menninguna -og Perú var með stærsta og flottasta kynningarefnið -eitthvað að breytast á þeim bænum! Í Caribbean hlutanum var aftur á móti engin áhersla á lókal menningu en allt í stílhreinum“all-inclusive resorts”, 5 stjörnu brúðkaupsferða-hótel og lúxus siglingar þar sem allt er innifalið. Sjálf held ég að ég gæti aldrei farið á svoleiðis stað. Bæði af því ég hefði ekki neinn sérstakan áhuga á fljúga í fleiri klukkutíma til að vera “innilokuð” á e-ju fancy hóteli eða skipi - og útaf því sem ég verið að læra...

Málið er að reynslan af slíkri ferðamennsku (þá er ég að meina helst í þróunarlöndum) er oft frekar neikvæð. Hún kemur oft lókal fólkinu ekki til góða, og gerir stundum meiri skaða en hitt... Tekjurnar af slíkri ferðamennsku fara helst til Amerískra hóteleigenda og matvæli eru innflutt í stað þess að vera keypt af bændum staðarins. Og þeir verða skiljanlega reiðir og frústreðaðir af að sjá ríka Ameríska og Evrópska ferðamenn vaða yfir landið sitt og lifa í lúxus, en geta ekkert gert útaf fátækt. Rhi vinkona skrifaði sína mastersritgerð einmitt um “pro poor tourism” í Tanzaníu, og var í sjokki þegar hún var að taka viðtöl við stjórnendur ferðamála og hóteleigendur þar í sumar. “Ja, við gefum nú bara bændunum $100 fyrir þörungaræktarlandið sitt, þeir gleypa alveg við því” (þeir láta plata sig því þeir hafa aldrei séð þvílíka peningaupphæð áður), “ja nei nei við ráðum þá ekki í vinnu á hótelið nema kannski sem garðyrkjumenn” og “nei við flytjum frekar inn matvælin því gestirnir okkar vilja sinn evrópska standard” var meðal svara hjá henni. Niðurstaðan hennar var minnir mig að spillingin sé þvílík að það sé lítil von að byggja upp ferðamennsku þar sem lókal fólk fær að “vera með”. Rhi varð næstum þunglynd þegar hún var að skrifa niðurstöðurnar! Þetta eru semsagt alvöru vandamál, sem ég held að fólk hugsi voðalega lítið um.

Þema þessarar kaupstefnu var samt einmitt “responsible tourism”, eitthvað sem er sem betur fer að ryðja sér æ meira til rúms. Eftir því sem velmegun eykst og fleiri og fleiri geta og vilja ferðast eykst auðvitað álag á umhverfið - og félagsleg vandamál geta skotið upp kollinum líka. (Eitthvað sem ég vona að íslensk stjórnvöld séu líka að kíkja á í sinni herferð til að fá fleiri ferðamenn til landsins). “Fair trade” í t.d. kaffi og bananaiðnaðinum fær dágóða athygli hér í Bretlandi (þó best væri að ESB lönd sem og Ísland hættu landbúnaðarstyrkjunum sínum og lyftu höftum til að bæta það ástand), en nú er “fair travel” líka að klifra upp listann yfir heitustu málefnin í dag. Ég hvet að sjálfsögðu alla til að kynna sér það! Hér eru hlekkir fyrir þá sem hafa áhuga: Responsible Travel, Tourism Concern

Jæja. Ég er nú kannski komin aðeins útfyrir efnið. Heilinn á manni alveg í overdrive eftir þetta nám! En eftir 3 tíma þarna inni á sýningunni, þegar ég var orðin vel ringluð, hélt ég heim á leið með tvo stútfulla og níðþunga poka af bæklingum, pennum, plakötum og ég veit ekki hverju. Og nú veit ég ekkert hvar ég á að geyma alla þessa bæklinga...allt í drasli á “skrifstofunni” minni hér heima, þarf að fara að sortera þetta hmmm.

|

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Góð stemmning í Guildford
Síðustu dagar hafa verið afslappaðir og fínir. Munur að geta hætt atvinnuleitinni. Á föstudagskvöldið héldum við Binni uppá með því að fara á Pizza Express og kjamsa á spínat og ruccola flatbökum, svo fórum við á Bridget Jones 2 á laugardaginn. Sú mynd er nú ekki jafn góð og sú fyrri myndi ég segja en samt ágætis skemmtun. Það var kominn tími á þessa mynd, en þegar ég sá nr. 1 var ég einmitt single eins og Bridget, og það er svolítið langt síðan (það eru komin 3 ár á okkur Binna á morgun) ...ég held samt að mér hafi ekki fundist mynd nr. 2 verri útaf því að ég er ekki single í dag þó það hefði getað verið kenning...það er alltaf smá Bridget í öllum stelpum held ég hver sem staðan er! Það sem mér fannst samt einna skemmtilegast var að sjá umhverfið í myndinni, þ.e. London og nærumhverfi sem maður þekkir orðið vel. Svo voru þarna nokkrir spes djókar sem maður hefði eflaust ekki náð nema af því að hafa horft á fréttir og fylgst aðeins með pólítíkinni hér úti.

Restin af helginni fór í göngutúra og bókalestur. Eins og Binni orðaði það, þá eru helgarnar okkar hér meira og minna eins og að vera bara uppí bústað! Enginn annar og ekkert annað að biðja um athygli manns. Góðar gönguleiðir í 10 mínútna fjarlægð. Arineldur og te. Pretty nice. Maður tekur kannski sérstaklega eftir þessu þegar maður les í blöðunum og heyrir fólk tala um samfélagsvandamál eins og stress og lífsgæðakapphlaup (sem ég heyri reyndar minna talað um hér úti en heima af einhverjum ástæðum) - ég veit bara varla hvað fólk er að tala um lengur. En spyrjið mig aftur seinna þegar ég er orðin “high flyer” í London eftir áramót. Þá kemst maður eflaust í þennan stresspakka og verður of uppgefinn um helgar til að fara einu sinni í göngutúr. Gúlp.

Gærdagurinn fór svo í að hreinsa atvinnuleitina út úr lífi mínu. Henti svona tonni af allskyns pappír - atvinnuauglýsingaúrklippur, gamlar umsóknir, career blöð og ég veit ekki hvað. Allt í endurvinnsluna. Sérstaklega gaman að henda bréfum sem á stóð “We are sorry to announce that you have not been shortlisted...”, well I am happy to announce that you are now officially in my bin! Hringdi glöð í ráðningarstofur og fyrirtæki sem vildi fá mig í viðtal í þessari viku, og cancelleraði öllu saman. Góð tilfinning.

Svo nú getur maður andað léttar og farið að koma sér í jólaskap. Keypti einmitt jóladisk á tilboði um helgina, svona klassískan með Bing Crosby og þeim gaurum. Æ mér fannst tími til kominn að eiga einhver fleiri lög og meira genuine jólalög en “Christmas time -don´t let the bells end” með The Darkness, “Last Christmas” með Wham og “Feliz Navidad” í diskóútgáfu með einhverjum ‘70s Los Lobos köllum. Þó þau lög séu nú alltaf skemmtileg líka, hehe.

Annað sem ég keypti um helgina var ferð til Íslands. Það kom í ljós við grennri skoðun á dagbókinni minni að ég er með meira bissí félagslíf framundan en ég hélt: heil tvö partí, tveir gestir, frændapössun ofl. Svo ég næ bara einni viku í desember, 7. -14. Verð í þetta skiptið að svíkja litla manninn og fljúga með Icelandair en ég náði mjög góðu Lucky Fare þar fyrir þessa viku. IcelandExpress var orðið of dýrt. Ég reiknaði samt út að farið mitt núna er meira en helmingi ódýrara en farið með Icelandair sem við Binni keyptum þegar við fluttum út -það var áður en IcelandExpress var til, svo það flugfélag heldur áfram að vera í uppáhaldi hjá mér.

Jolly good.

|

föstudagur, nóvember 12, 2004

Speaking of the devil...
Jemminn ég var að blogga atvinnulaus fyrir klukkutíma en nú er breytt staða - jebbs nú er ég komin með vinnu! Byrja sem ráðgjafi í janúar hjá TRI Hospitality Consulting á Baker Street í London og gerist þá einn af hinum frægu “Surrey commuters”. Það lítur því út fyrir að við Binni munum vera hér úti í einhver ár í viðbót.

Vinkona mín hún Rhi fékk líka vinnu hjá þeim svo við verðum þarna tvær í góðu stuði. Þetta verður hörkuvinna og talsvert um ferðalög innan og utanlands...sem mér finnst allt í einu pínu scary því ég er orðin svo vön rólega og góða lífinu hér í Guildford...en það hlýtur að venjast. Mikilvægast er að geta hætt þessari atvinnuleit og óvissu og farið að huga að starfi þar sem ég get nýtt námið og fyrri reynslu í botn og loksins unnið inn einhver aur.

Þar sem ég byrja ekki fyrr en í janúar fer maður að spá í að skreppa heim á klakann (og þarmeð í hringiðu fréttanna um skandala og verkföll...hehe), svona áður en brjálæðið byrjar. Það er hálf skrýtin tilfinning að hafa núna 1 ½ mánuð til að gera...bara hvað sem er? Dagurinn í dag átti að fara í vinnuleit en núna...ferð í bæinn? Já maður verður amk. að halda uppá í kvöld! Bæði mastersgráðu og toppvinnu : )

|
Hressandi helgarferð hjá meisturunum
Úm síðustu helgi var haldið til Dublin (eða “Dobblinn” eins og nafn borgarinnar virðist vera borið fram þar) til að halda uppá afmæli Binna gamla. Okkur hefur lengi langað til Írlands, erum svo hrifin af írska hreimnum, Guinness og Lephrecaun dvergum. Nei ok ég lýg þessu síðastnefnda. En Binni er líka mikill aðdáandi írskrar tónlistar. Svo það var tilvalið að skella sér til Dublin í skammdeginu og tékka á stemmningunni á smaragðseyjunni.

Við vorum ekki vonsvikin. Meginþorra tímans ætluðum við að eyða inni á pöbbum og við stóðum við það. Og magnaðir pöbbar það! Stemmningin á pöbbunum hér í Olde England bliknar bara í samanburði. Við þræddum Temple Bar hverfið fyrst og fundum nokkra mjög kúl staði, en vorum ekki alveg nógu sátt við steggja-og hænu-partý stemmninguna og popptónlistina (gamall, hver er gamall?) svo við örkuðum aðeins útfyrir svæðið...og viti menn fundum við ekki það sem við vorum að leita að: alvöru "Craic”, en “craic” ((stundum óheppilega) borið fram "krakk") er orð Íra yfir -ja- bara frábæra stemmningu (ætli það komist ekki næst danska orðinu “hygge” nema bara meira stuð).

Á þessum pöbb, O Shea’s Merchant, vorum við augljóslega yngst (sko!). Það var lítil hljómsveit að spila lög eins og “Dirty Old Town” og “My bonnie...” + fjörugra stöff sem fólk dansaði við. Við Binni vildum auðvitað ekki vera útundan og skelltum okkur á “dansgólfið” og tókum nokkur hress spor svona sæmilega í takt við púst nikkunnar. Ég virtist svo óvart hafa sjarmerað allnokkra af gömlu köllunum sem voru á staðnum -ætli það hafi ekki verið útaf “írska” pilsinu mínu eins og ég kalla það núna, skærgræna minipilsið sem ég keypti á 5 pund í H&M með Ólöfu um daginn vakti s.s. lukku í rétta landinu...hööö....Fyrst kom upp að mér kall sem leit frekar Lephrecauns-legur út með skegg og sagði e-ð alveg óskiljanlegt með miklum írskum hreim “hardardarrrrrr...” en mér tókst samt að heyra e-ð sem líktist “let me see those eyes....” - creepy stuff og sem betur fer var Binni ekki lengi til bjargar. Annar fleygði sér svo allt í einu í fangið á mér og sagðist öfunda Binna alveg óskaplega af mér. Ég fékk blákalt bónorð frá enn öðrum. Svo eignuðumst við vin sem við töluðum við heillengi, hann býr í hjarta Írlands og var duglegur að fullyrða með sínum þykka hreim “no, England no good, no good...”. Hann sagði okkur að í sveitinni væru allir pöbbar svona eins og þessi eða jafnvel með betra “craic” og var þannig næstum búinn að selja okkur Binna hugmyndina um að flytja yfir Írlandshafið... Þegar við kvöddum svo vin okkar þá greip hann í höndina á mér og hvíslaði lúmskur “next time I’d like a dance!” Grey kallinn, efast um að verði af því...!

Annar frábær pöbb sem við fórum á var O Donoghues, þar sem hljómsveitin The Dubliners hóf feril sinn. Þar var hefðbundin hljómsveit að spila með flautu og írska trommu, en við ákváðum þó að hlamma okkur frekar við hliðina á gömlum kalli með harmonikku innar á staðnum. Ég hélt næstum því að þetta væri vinur okkar frá fyrra kvöldinu mættur og að hann myndi kannski heimta dans, en nei þetta var bara annar sætur írskur kall sem leyfði okkur m.a.s. að heyra smá gelísku, “garfiiskivarfpijdu”. Á móti sungum við bút úr Maí-stjörnunni fyrir hann og meðgesti okkar, en hættum því fljótt því það heldur þunglyndislega lag passaði ekki alveg við þetta góða “craic” þarna inni...hmm. Í staðinn nutum við þess bara að hlusta á lögin hans, rugga okkur með og heyra hálfan pöbbinn syngja “rærærææææ...” við og við, sýndum þakkir okkar fyrir spileríið m.þ.a. kaupa bjór handa honum og skáluðum í botn sjálf.

En við sáum nú ekki bara pöbbainvols í Dublin. Við skoðuðum auðvitað líka helstu staði eins og Trinity College, dómkirkju heilags Patreks, það sem eftir er af kastalanum, Guinness bruggeríið (þvílíkt góð lykt þar, eins og brennd karamella, enda voru Guinness karamellurnar sem ég keypti í búðinni ansi góðar!), St Stephen´s Green parkinn og ymislegt nýstárlegt eins og t.d. nýja skúlptúrinn á O-Connell götu (risa nál beint uppí loft) og O Connell brú sem er víst eina brúin í heiminum sem er breiðari en hún er löng. Slepptum því samt að borga okkur inn á neitt (gömlu nískupúkarnir), létum okkur nægja að skoða allt bara utanfrá og eyddum frekar evrunum okkar í mat og drykk. Aurum og tíma vel varið, myndi ég segja.

Svo upplifði maður ýmislegt annað skemmtilegt, t.d. er yndislega góð kanilkökulykt á öllum klósettum í Dublin, ég spurði m.a.s. lókal konu í röðinni á einu slíku hvort það væri alltaf svona góð lykt og hún svaraði bara blákalt “já!”. En ég hafði ekki meiri tíma til að heyra útskýringuna...Og að sjálfsögðu urðum við að prufa “traditional hearty Irish fayre”. Binni fékk sér írska kjötsúpu og ég fékk mér boxty sem er kartöflupönnukaka, fyllt með beikoni og káli. Bara slatti gott. Svo er reykingabann í Dublin sem var áhugavert að sjá hvernig virkar. Mikið rétt, inni á stöðunum var hreint loft og fötin manns voru ekki eyðilögð af reykingalykt eftir kvöldið. En á móti kom að þar sem mátti reykja, þ.e. í þessum “beer gardens” úti, sem eru einmitt oft skemmtilegustu svæðin, þar var maður bókstaflega að kafna úr reyk! Og það var eins og eitthvað vantaði inni - loftið var of skýrt einhvernveginn, eins og að vera á balli með ljósin kveikt! Svo ég stend við það sem ég hef sagt áður -leyfa reykinn inni en vera með betri loftræstingu. Það er málið. En nú eru Skotar að fara að banna, og eflaust ekki langt þangað til restin af eyjunni bannar...

En þetta var semsagt alveg frábær helgarferð til Dublin. Og afmælisbarnið mjög ánægt heyrist mér. Okkur leið afskaplega vel þarna, afslappað og pjúra fun. Við munum pottþétt snúa aftur til Írlands að finna meira “craic”.

- - -
Eins og glöggir lesendur tóku eftir stóð í titli þessa bloggs að við Binni værum meistarar. Já, nú er ekki bara Binni master heldur ég líka, og það bara ágætismaster. Ritgerðin mín náði semsagt að sjarmera ekki bara Moggann og Umhverfisráðuneytið um daginn, heldur einnig prófessora í skólanum sem gáfu mér ágætiseinkunn fyrir ritgerðina og allt heila klabbið um leið. Sehr kuhl. Set þennan bónus á CVið og fer loksins kannski að drullast til að reyna að koma ritgerðinni í prent á æðri stöðum. Maður er bara svo bissí um þessar mundir. Atvinnuleysinginn að drukkna í vinnu (?) Ég sem hélt ég myndi hafa nógan tíma í góðan bókalestur og næs afslappelsi í þessari atvinnuleit. Ó nei amk. ekki enn...

- - -
Annars heyrir maður bara af einhverjum endalausum skandölum, spillingarmálum og leiðindaverkföllum að heiman þessa dagana. Fyndið þegar maður horfir á eyjuna svona úr fjarlægð hvernig sýður alltaf uppúr henni reglulega. Ég er oftast hálf fegin að horfa bara úr fjarlægð og fylgjast með bara með öðru eyranu/auganu. Les bara mitt Times og Closer og þarf ekkert að æsa mig yfir neinu. Svo er ég líka bara sátt að hafa ekki kosið R-listann síðast, eiga ekki krakka í skóla heima og að hafa ekki verið að styrkja olíufélögin með bílrekstri undanfarin ár!

|

föstudagur, nóvember 05, 2004

Hey fiddleyho!
Tha bid eg ad heilsa i bili thvi vid Binni erum skroppin til Dublin, en thad var afmaelisgjofin hans fra mer. Spad rigningu a morgun (surprise suprise) en thad skiptir litlu mali thvi vid aetlum ad gerast algjorar bar-rottur tharna og hafa thad gaman med live musikk og Guinness inni a pobbunum fraegu a Temple Bar...jibbi!


|

mánudagur, nóvember 01, 2004

Hann á afmæli í dag...
Stórafmæli á Stocton Road í dag. Kallinn orðinn þrítugur, hvorki meira né minna. Til hamingju Binni! Greyið verður samt í allan dag bara að berjast við að hamra saman e-ju tölfræði-módeli fyrir BMW. En hann fær þó trít í kvöld. Pakka og uppáhaldsmatinn sinn sem er ótrúlegt nokk skoskur haggis, sem mér tókst að redda fyrir nokkru. Þá er bara að vona að maður nái að elda þetta rétt, það er víst lítið gaman að sprungnu haggisi í potti :-O

Annars var nýafstaðin helgi bara nokkuð góð. Var í London (eða “Lundun” eins og maður er farinn að bera það fram hér) á föstudaginn, hitti Hrund og við röltum um Camden market bróðurpartinn úr deginum. Hafði aldrei komið þangað áður. Vá maður geggjað pleis, og svo rosalega mikið “Lundun”. Þarna komu saman goth-týpur, magic mushroom salar, Carribean reggí gæjar, alien-dýrkarar, pönkarar, rokkarar, hippar...maður fílaði sig öðruvísi á að vera bara venjulegur! Þarna var hægt að kaupa hið ýmsasta glingur, maður varð auðvitað að kaupa eitthvað þó fátækur sé, svo ég keypti mér nýtt skrautlegt seðlaveski á 2 pund. Það er reyndar strax farið að rifna...En já Camden var kúl. Litríkur og skemmtilegur staður. Ekkert að því að fara þangað aftur og kaupa jólagjafirnar (ekki ódýr seðlaveski samt!). Við Hrund enduðum svo kvöldið í Chinatown í crispy duck, tsing tao bjór og grænu tei. Snilldardagur alveg.

Á laugardaginn var tekið til í hendinni og íbúðin þrifin. Hálf skrýtin tilfinning að vera að þrífa þegar enginn gestur er að koma í heimsókn...það er semsagt oftast væntanlegur gestur sem gefur okkur sparkið í rassinn á þessu heimili til að taka til (mamma ert þú nokkuð að lesa þetta? jæja ég hef semsagt ekkert breyst, þarf enn gott spark í rassinn í heimilisverkin og maðurinn á heimilinu er eins!). Eftir þrifin vann ég síðustu sjálfboðaliðavaktina mína í afgreiðslu Dapdune Wharf en sá staður er nú lagstur í dvala. Ég er ekki frá því að ég á eftir að sakna hans. Svo sætur staður og næs fólk. Aldrei að vita nema maður heilsi uppá staðinn aftur næsta vor. Eftir þetta skelltum við Binni okkur í göngutúr meðfram ánni í fallegu haustlitunum og enduðum á einum uppáhalds pöbbnum okkar, Kings Head. Sátum úti á veröndinni og dreyptum á ljúfum miði, ahhh.

Í gær var svo einn af þessum góðu afslöppuðu lestrar - og göngutúradögum, lesendur eru eflaust farnir að sjá mynstur í því sem við gerum okkur til dundurs hér, lestur og göngutúrar, já það er greinilegt að fólk er að eldast á þessu heimili :-O Fréttablaðið, Marketing Week og bók Andrew Marrs á dagskrá, og svo skroppið niðrí bæ. Við vorum svo lúin eitthvað þegar við komum heim (talandi um að eldast, úff þetta hljómar illa! við höfum reyndar þá afsökun að það var verið að breyta klukkunni hérna sem ruglar auðvitað öllu systeminu, hehemm) að við lögðum okkur aðeins inní stofu. Hrukkum svo upp við dyrabjölluna -ójú föttuðum að það væri auðvitað Halloween og krakkarnir í hverfinu að koma til að fá nammi. Ég hafði keypt karamellupoka -sem við vorum nú búin að mönsja vel á sjálf, en við vorum svo svefndrukkin - eða kannski nísk á karamellurnar, að við slepptum því að fara til dyra. Sei sei....Jæja en við bættum fyrir það m.þ.a. opna fyrir næstu tveimur sem komu á eftir. Litlir “Scream” gaurar og nornir sem sögðu frekar kurteisislega en hræðandi “Trick or treat?”. Ekki hægt annað en að deila karamellupokanum okkar með þessum scary dúllum.

Í dag er það svo relaxed afmælisundirbúningur. Semsagt eiginlega framlenging á annars langri fríhelgi hjá mér. Lífið er gott. Ekkert stress. Þarf samt að fara að koma mér í Tesco og kaupa í baksturinn. Ætla að baka neeiiiii má ekki segja, þarf að hafa surprise fyrir afmælisstrákinn!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?