<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004

It’s oh so quiet...
Mikið er alltaf tómlegt þegar einhver sem hefur verið í heimsókn fer. Svo skrýtin tilfinning, eins og vanti eitthvað en samt fannst manni það ekki áður en manneskjan kom í heimsókn. Ásta P. fór í morgun. Hún er búin að vera á ferðalagi á Ítalíu, Frakklandi, svo hjá okkur og verður núna nokkra daga í London hjá annarri vinkonu áður en hún fer heim. Skilur eftir brostin vinkvennahjörtu um alla Evrópu amk. ef hinum vinkonunum líður eins og mér!

Það var rosa gaman hjá okkur. Guildford rölt í einn dag í sól og blídu, meðfram ánni og í kastalagarðinn áður en það komu þrumur og eldingar og við flúðum inní búðirnar. Vorum menningarlegar í London næsta dag og fórum á tvö söfn, fyrst á Hayward Gallery, þar er sýning Roy Lichtenstein eins uppáhalds listamannsins míns (pop-artisti sem notaði einna fyrst teiknimyndir og auglýsingar í málverkin sín) og svo á National Portrait Gallery þar sem eru portrett af frægu fólki í ýmsum formum. Mjög skemmtileg söfn bæði tvö og ég hef sjaldan skemmt mér eins vel á safni, var oft svo mikill húmor í myndunum. Hlýtur þó að hafa verið mest kompaníið sem hafði þessi áhrif : )

Fyndnast var samt eitt. Nýjasta nýtt á portrait gallery er klukkustunda videó af David Beckham sofandi, í nærmynd. Við Ásta urðum auðvitað að tékka á þessu og stóðum lengi með hálsana beyglaða til vinstri að reyna að átta okkur á hvernig er að vera Victoria á næturnar, og að reyna að spotta hvort hann slefaði í svefni. Hann lá auðvitað eins og prins þarna, trúðum því varla að hann hafi verið sofandi! Jæja en þegar við loksins drulluðumst út úr salnum kom til okkar ung kona og spurði hvort við vildum gefa komment um listaverkið fyrir e-ð blað. Við hikuðum eilítið, höfðum verið duglegar að hvísla og flissa inní salnum (örugglega þess vegna sem konan valdi okkur) en þegar hún bað okkur svo um komment á ensku þá varð maður bara blanco! Einhverjum orðum tókst mér samt að kreista út...man ekki nákvæmlega hvað og það meikaði örugglega ekki sens því ég vissi ekki hvaða blað þetta væri og var að reyna að vera gáfuleg en bara gat ekki komið með neitt nógu gáfulegt um listrænt gildi þessa videos. Út kom eitthvað “weird it’s so intimate...wouldn´t like to be Victoria with people ogling him....yes hmm you feel he´s just a vulnerable person like everybody else...bla-di-blah! Reyndar eru kommentin mín furðulega lík umfjöllun safnsins á heimasíðunni svo hlýtur að vera e-ð til í þeim... (sjá annan lið). Svo var tekið nafn, aldur og starf (ég sagði stolt student) og klikks tekin mynd. NOW magazine (eitt aðal slúðurblaðið) next Wednesday. Maybe. My 15 mins of fame ef þetta birtist. Vona bara að þeir editeri svarið mitt vel ef þetta kemur!

Í gær fórum við svo til Hampton Court Palace. Rigning svo varð að velja e-ð inni-legt þó ég hafi um daginn svarið þess heit að nóg væri komið af köstulum og höllum í bili...hehe. Við skemmtum okkur yfir lýsingum á klósettvenjum konunganna í gamla daga og hvað þetta lið tók nú uppá, framhjáhöld og hefndardráp, þetta venjulega. Röltum um risastórt eldhús með uppstoppuðum hérum og villisvínum hangandi um allt, þar var líka arinn sem kom okkur að góðum notum í kuldanum. Fólk í búningum var að útskýra söguna fyrir áhugasama. Við enduðum svo ferðina á því að fara í garðinn sem er magnaður. Risastór alveg með furðulega klipptum trjám eins og sveppir og keilur í laginu. Fórum svo í hið fræga maze eða völundarhús, svona ekta með háum hekkum. Mikið rétt okkur tókst að týnast þar aðeins og rekast á nokkrar blindgötur en komumst loks í miðjuna (þar sem voru engin verðlaun, algjört svindl!) og svo nokkuð klakklaust tilbaka. Svona skemmti hefðarfólkið sér í gamla daga. Örugglega mun hollara að leika sér í þessu en í tölvuleikjunum í dag sem ganga útá svona völundarhúsa-dæmi. Hmm.

Svo var farið til Rhi í gærkvöldi, pöntuð pizza og skrifað undir samning. I’m on my way....eins og Proclaimers sungu í Shrek...to Stocton Road.

|

mánudagur, apríl 26, 2004

Jack and Jill went up a hill....
Dugnaður í manni. Tiltekt í allan gærdag og byrjaði m.a.s. að pakka smá. Enda var þvílík leti í gangi á laugardaginn. Þá var heitasti dagurinn hingað til í ár, 20 stig og maður hreinlega varð að fara út og njóta þess. Þríkeykið ég , Binni og Karen örkuðum í gegnum bæinn með viðkomu í Marks og Spencer til að kaupa tvær ískaldar hvítvín og alla leið uppá hæð sem við uppgötvuðum í göngutúrnum góða um daginn. Þar er maður bara allt í einu kominn uppí sveit og með frábært útsýni yfir “the rolling hills of Surrey” með tilheyrandi hestum á beit, skoppandi kanínum og flögrandi fiðrildum. Við höfðum tekið með okkur picnic; brauð, osta, kartöflusalat, vínber ofl. og breiddum út teppi og okkur sjálf. Var svo ekkert staðið upp í ca. 2 tíma. Bara legið í leti og sólbaði, kjaftað, etið og drukkið. Langt síðan maður hefur farið í svona almennilegan picnic. En þetta mun sko verða algengari viðburður hjá mér héðan í frá! Þegar litlu munaði í sólsting ákváðum við að haldið skyldi áfram sötri niðri í bæ og þar voru allir pöbbar fullir, okkur tókst samt að troða okkur á borð utandyra, fyrst á White House og svo á Kings Head. Sumartónlist, shandy og chardonnay í glösum, og hvítir líkamar í nýjustu hlýrabolunum frá New Look og Topshop. Sátum hálfdösuð í skugganum. Eftir svona 3-4 drykki í viðbót vorum við orðin svöng aftur og enduðum því á Pizza Express, meistaralegt konsept alveg. Ekta ítalskar pizzur með rucola og parmesan og hræódýrt, sérstaklega miðað við stemmninguna þarna. Þessi pizzu-keðja er yfirleitt í mjög skemmtilegu húsnæði, pizzurnar búnar til fyrir framan mann, vinaleg þjónusta og jazztónlist í bakgrunni...akkúrat eins og ég vil hafa það. Skil barasta ekki af hverju þessari keðju gangi víst ekkert sérstaklega vel um þessar mundir. Kannski er hún “stuck in the middle” veit ekki hvort hún á að vera upmarket eða downmarket, en þessi formúla svínvirkar fyrir mig og Binna!
Stanslaus át, drykkjar, sólar og letiveisla frá kl. 13-23, geri aðrir betur.

P.S. Rosalega finnst mér greinilega gaman að skrifa um mat og drykk. Ég las örugglega of mikið af bókum Enid Blyton í gamla daga :-O Læt þó nautatunguna vera, bjakk!
þó synist mér ég eiga vinkonu sem hafi ekki síður áhuga á að fjalla um mat, reyndar frekar í formi mynda ;)

|

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Reality bites
Jæja, nú heldur alvara lífsins áfram. Undanfarna daga hef ég smátt og smátt verið að koma mér í gírinn fyrir mastersritgerðina en það hefur svei mér reynst erfitt að koma sér niður á jörðina eftir fríið góða. Hugurinn á það til að reika aftur til ljúfa lífsins á Sikiley...En nú þýðir ekki að væla yfir því lengur. Mastersritgerð skal skrifast á næstu 4 mánuðum. Efnið er umdeilt: aðgangseyrir inná náttúruperlur Íslands (semsagt vilji fólks til að greiða hann, hvað hefur áhrif á þennan vilja og líkleg áhrif aðgangseyris á heimsóknir). Ekki spyrja mig of mikið útí hvers vegna ég valdi þetta efni, mér datt þetta í hug fyrir löngu, áður en ég byrjaði í þessu námi, svo gleymdi ég þessu og fékk nokkrar aðrar hugmyndir en ég var ekki nógu ánægð með neina þeirra. Þurfti svo að ákveða efni á no time. Nennti ekki að skrifa um e-ð loðið eigindlegt dæmi eins og ég gerði síðast þegar ég skrifaði ritgerð. Vildi gera megindlega rannsókn (hver fann uppá þessum leiðindaorðum orðum megind/eigindlegt...blah svo ólýsandi), og vera með skýrt vandamál og praktískt. Viti menn, eftir smá rannsókn á blöðum og heimasíðum heima kom í ljós að þetta er ‘hot potato’. En lítið sem ekkert rannsakað. Túdúdú hér kem ég! Þetta verður heljarinnar dæmi og virkar pínu óyfirstíganlegt núna -sérstaklega að gera könnunina (jæja, get svosem kennt sjálfri mér um fyrir að velja að gera könnun!). En ég þarf semsagt að hoppa yfir á klakann um miðjan júní og skunda uppí Skaftafell og Gullfoss/Geysi og deila út amk. 200 spurningalistum. Ef einhver vill aðstoða þá endilega hafa samband, verður svakalega gaman! Býð út að borða á móti.

Ég get nú samt látið mig hlakka til smá auka-frís í næstu viku þegar Ásta P. vinkona kemur í heimsókn. Við Ásta höfum verið vinkonur frá 8 ára aldri í Álftamýrarskóla. Hún bjó á Háaleitisbrautinni og átti litla systur sem var gaman að stríða. Ég átti heima í Safamýrinni og átti stóra systur sem var gaman að pirra. Það er ekki hægt að segja að við höfum verið aðalpæjurnar á svæðinu á þeim tíma. Ásta með sitt stutta rauða hár, sokkana yfir buxurnar alltaf í fótbolta, og ég með úfnar krullurnar útí loftið e-ð að reyna að vera jafn sportí og hún. Úffa. Já við eigum örugglega eftir að rifja upp góðar stundir í kofabyggingu ofl., og uppfinningar eins og “hláturspokann” góða. Já það var mikið flissað í þá daga, hláturstaugarnar voru greinilega að þróast. “Tíhíhí” eins og pabbi myndi segja að hefði verið það helsta sem hægt hefði verið að koma uppúr okkur í þá daga. Nú er öldin önnur. Við báðar orðnar þvílíkar skvísur og gáfurausið úr okkur stoppar ekki. Jahamm.

Vel á minnst, eins og glöggar konur og menn sjá er ég komin með “comment” kerfi á bloggið mitt. Svo nú getið þið rifist og skammast útí bullið í mér (ekki vera alltof vond samt!) eða hrósað því eða bara sagt hæ og bullað á móti. Vessgú.

|

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Sikileyjarsaga: seinni hluti
Ég ætla ekki að rekja allt sem við gerðum en eftirfarandi var það sem stóð uppúr:

1. Pistasíuísinn í Aci Trezza. Ég dýrka pistasíubragð, svo Sikiley var mín paradís! Þetta var mest creamy ís sem ég hef nokkurntímann smakkað, með heilum pistasíubitum mmm. Ekki skemmdi umhverfið fyrir heldur, en Aci Trezza er lítið sjávarþorp með einkennilegar hraunmyndanir við ströndina (svipaðar Reynisdröngum). Þó ég viti lítið um grískar goðsagnir þá skv. Hómer bjó víst Polyphemus í Etnu og henti þessum hraunkögglum í sjóinn á eftir Odysseifi sem hafði blindað hann. Virkar einhvernveginn ekkert ótrúlegt þegar maður er kominn á þessar slóðir.

2. Kvöldið í Catania. Við fórum eitt kvöldið á pöbbarölt í Catania. Byggingarnar í þeirri borg eru úr dökkum hraunsandi (hugmynd fyrir okkur Íslendinga!), hrikalega spes og svolítið drungalegar að kvöldi. Þetta var á 2. í páskum og frábær stemmning í bænum. Pöbbagata eða réttara sagt pöbbatröppur fullar af fólki, mest stúdentagengi, að chilla. Við fórum inná mjög spes bar með kommúnista-þema þar sem Binni fékk hættulega stórt og ódýrt viskíglas og ég rændi níð-plakati af Berlusconi (ekkert verðmætt þó, bara ljósritað á A4!).

3. Fiskimarkaðurinn í Catania. Við fórum seinna í dagsferð til Catania. Sáum þá hraunbyggingarnar betur, rosalega fallegar margar í barokk-stíl. Og á aðaltorginu krúttleg stytta af fíl sem er víst merki Cataniuborgar. Bestur var samt fiskimarkaðurinn. Þar var sko stemmning! Fyrir utan allt skrítna stöffið sem kallarnir voru að selja: lítil lifandi glær seyði (ugghh), lifandi sniglar, sverðfiskhausar (1 metra langir) og risa túnfisksteikur, þá var mikið hrópað og kallað, á Sikileysku sem Francesco gat engann veginn skilið (hvað þá við). Einu sinni varð allt brjálað, höfðum ekki hugmynd af hverju en allt í einu ærðist allt þegar einhver kall labbaði inn og öskraði “Preganisica cumbierto bale bale ficaronito!!!” eða eitthvað þannig. Kannski voru þeir bara að rífast um hver ætti stærri og betri fiska. En þetta var stemmning sem ég gleymi ekki. Maður fílaði sig líka svo hrikalega “out of place” þarna...

4. Etna. Maður vippaði sér úr sumarkjólnum yfir í gönguskó, húfu og vettlinga og uppí 2300 metra hæð (í bil reyndar, svo smá svindl!). Komumst ekki alveg uppá topp, bannað því Etna litla er enn að pústa, en við fengum að ganga um nokkra gíga í roki og sól og með frábært útsýni yfir ströndina. Hittum líka fljúgandi talibana. Sem reyndist síðan vera Francesco með trefil um hausinn í rokinu.

5. Ströndin og rústirnar í Taormina. Taormina er helsta túristapleisið á austurstönd Sikileyjar og var eitt aðalstoppið í “Grand Tour” ferðum ensku aristókratanna (“ferðamennska” eins og við þekkjum hana í dag hófst eiginlega með þessum ferðum þar sem ungir karlmenn á 16.-19. öld voru sendir að ferðast um Evrópu í marga mánuði til að “kúltíverast”). Þetta er klettótt svæði þar sem er svakalega falleg vík með strönd. Aðalstrandarsvæðið reyndist þó vera steinaströnd og frekar ómögulegt að finna þægilega stellingu á henni (á, steinn stingst í bakið á mér, á nei núna í rassinn..argh!) og sjórinn var...hmmm...ÍS-kaldur! Ég er þó mjög stolt yfir því að hafa enst í nokkrar sekúndur í honum. Held svei mér þá að þetta brjálæði hafi lagað kvefið! Eftir ströndina fórum við upp í bæinn þar sem er gamalt grískt hringleikahús með stórkostlegt útsýni yfir Etnu og ströndina. Ég gleymi ekki heldur lyktinni af appelsínutrjánum.

6. Home-cooking. Við fórum eitt kvöldið á litla fjölskyldurekna Trattoriu í bæ rétt hjá húsinu. Tók alveg smá tíma að finna hana og við vorum einu gestirnir. Þarna átti víst að vera besti home-cooked Sikileyski maturinn á svæðinu, og það reyndist rétt. Stemmningin mjög authentic líka. Það borgar sig að vera með lókal leiðsögumann! Innréttingarnar voru mjög fábrotnar, sterk lýsing, rauðköflóttir dúkar og fjölskyldumeðlimirnir skiptust á að sitja á næsta borði og horfa á einhvern fáránlegan deit-þátt í sjónvarpinu á milli þess sem kræsingarnar birtust (fólk kom fram í brúðarkjólum og allt í þessum þætti, heaven knows hvað þetta var en gamla og sýndist mér tannlausa mamman hafði mikinn áhuga!). Ferskt heimalagað pasta, grilluð eggaldin og þistilhjörtu og kálfasteik naaaaaaaamm. Þegar við fórum tók fjölskyldufaðirinn í höndina á okkur öllum. Molto bene, grazie, prego!

Ferðin okkar endaði svo á nokkrum klukkutímum í Róm. Höfðum vaknað mjög snemma um morguninn fyrir flugið svo Francesco fékk að leiða okkur um allt dösuð eins og zombies, mjög þægilegt. Sáum það helsta t.d. spænsku tröppurnar, Colosseum, Via Imperiale og Pantheon. Það síðastnefnda varð mér sérstaklega eftirminnilegt því þar sjást ýmis forn tákn sem ég hafði nýlega fræðst um í bók sem er algjört MÖST að lesa: The Da Vinci Code eftir Dan Brown. Ein geggjaðasta bók sem ég hef lesið, frábær reyfari og það besta er að bókin uppljóstrar ýmsum raunverulegum sögulegum “leyndarmálum” og þýðingu ýmissa fornra tákna. Þessi bók hefur vissulega verið gagnrýnd en mér er sama. Ég þurfti enga leiðsögubók til að segja mér hvað hafði gerst á þessum stað forðum daga og leiðsögubók hefði hvort eð er örugglega ekki sagt það. En ég ætla ekki að uppljóstra því hér, þeir sem hafa áhuga verða bara að lesa þessa bók! Yfir í Róm aftur, en við vorum pínu óheppin með veður. Þegar það fór að hellirigna hentumst við inná næsta bar sem reyndist vera írskur pöbb! Það var nú ekki alveg á planinu. Hálf furðulegt eitthvað, manni fannst maður hálfpartinn vera kominn strax heim aftur, en það skipti ekki máli, bjórinn var kærkominn eftir stagl um Róm, 5 manns að troðast undir 2 regnhlífum! Róm var aðeins öðruvísi en ég hafði ímyndað mér, hélt hún væri miklu opnari en það er mjög skemmtilegt hvernig maður labbar þröngar göturnar svo alltí einu opnast útá eitthvern risa-gosbrunn, torg eða byggingu. Maður þarf að fara þarna aftur í almennilegu veðri, með meiri tíma og helst vakandi, það er á hreinu.

Þetta var engin verslunarferð. Einu minningargripirnir í þetta skiptið voru ólífuolía, krukka af eggaldinmauki, pestókrukka, pistasíunúggat, Berlusconi plakatið og tveir hraunmolar úr Etnu. En allt mun hverfa ofan í magann (núggatið kláraðist t.d. í gær, búhú) nema það tvennt síðastnefnda. Og myndirnar og minningarnar. Verst að nú eru félagarnir farnir útum allt. Alex til Grikklands, Francesco á flakki milli Ítalíu, Canada og Kambódíu, Rhi reyndar mest bara í London eða Hampshire en ég get treyst á Karen til að vera áfram í Guildford. Svo verður vonandi reunion von bráðar.


|

mánudagur, apríl 19, 2004

Sikileyjarsaga: fyrri hluti
Ævintýrid byrjaði þegar við vöknuðum kl. 4 um nótt til að keyra á Stansted flugvöll með ansi scary leigubílstjóra. Hann leit út fyrir að hafa verið nýlentur sjálfur frá ókunnugu landi og virtist lítið kunna á bílinn. Sagði ekki orð, var alltaf að stoppa og eyddi heilli eilífð í að fikta í ýmsum tökkum.Við vorum svaðallega fegin þegar við komum loksins syfjuð á Stansted í miðri páskatraffíkinni. Flugum með Ryanair til Genou, sem leit út fyrir að vera ansi boring frá flugvellinum en ku víst vera staðurinn þaðan sem Kólumbus lagði af stað til Ameríku svo það hlýtur að vera e-ð áhugavert á bakvið blokkarskrípin sem við sáum. Svo öllu betri Lufthansa vél til Catania, aðalborgin á austurstönd Sikileyjar. Flugvöllurinn þar var troðinn af fólki, kaos, og Rhi (hálf velsk, hálf ensk, longtime Tansaníubúi, hresst partídýr og vínsvelgur hvers helsta áhyggjuefni er að verða “spinster” og svekkja móður sína) talaði um að flugvöllurinn væri ansi “third-worldy”. Henni leist heldur ekki vel á ítölsku strákana í leðurfrökkunum með tonn af geli í hárinu og OTT sólgleraugun. Mér leist hinsvegar vel á þetta alltsaman. A good sign of things to come!

Francesco (lítill, nær-sköllóttur ítali, bráðfyndinn, vel gefinn og einstaklega fjölhæfur eins og átti eftir að koma í ljós sem m.a. leiðsögumaður, túlkur, kokkur og söngvari) sótti okkur og keyrði að húsinu sem pabbi hans á í þorpi rétt hjá Catania. Fín villa sem Garibaldi bjó víst í í 1 viku i gamle dager, með sundlaug, verönd með mjög kósí húsgögnum sem mikið var lesið, drukkið og dottað í, tennisvelli og síðast en ekki síst geggjuðum garði með öllum mögulegum gróðri: kaktusar, appelsínu, sítrónu og bananatré, krydd og marijuana.

Nei ok ekki þetta síðasta. Við létum bjór og vín duga.

Sikiley var grænni en ég hélt, en árstíminn útskýrir það líklega. Mjög fallegt landslag, strendur úr annað hvort hrauni eða gylltum sandi, með Etnu í bakgrunni. Samt sem áður fannst mér Sikiley vera einkennileg blanda af fallegu og ljótu. Gamlir Fíatar og rauðir Ferrari bílar saman í umferðarkaosinu. Slatti af ljótum blokkum (sumt frá Mussolini tíð og svo mafíutíð þegar ódýrt húsnæði var byggt handa þeim fátæku sem þróaðist svo í slömm) og húsum sem þarfnast viðgerðar (en minnst af aðstoðarpeningum frá ESB rata alla leið í þannig framkvæmdir...).

Við vorum einu túristarnir í bænum og á flestum stöðum sem við komum virtumst við vekja mikla forvitni bæjarbúa (enda örugglega furðulegt gengi í þeirra augum með okkar hvítu leggi!). Hver dagur var eins og sunnudagur í bæjunum, þ.e. róleg stemmning, löng “siesta” og oft óútreiknanleg t.d. var allt í einu ómögulegt að kaupa brauð á miðvikudagseftirmiðdegi -“neibb allt lokað á miðvikudagseftirmiðdögum”, eða “nei þú getur ekki komið núna starfsfólkið er að fá sér morgunmat”. Og fólk bara hangir einhvernveginn, mest gamlir kallar þó, bara standa við götuna og gera ekki neitt eða sitja á torgunum og kjafta eða bara horfa. Skondið að hugsa til þess hversu ólíkt þetta er menningunni hér eða heima, þar sem áherslan er svo mikið á framleiðni og hraða, ég hugsa að Sikileyjingar viti ekki einu sinni hvað þau orð þýða! Líka kannski ekkert skrytið þegar það er t.d. ómögulegt fyrir ungt hæfileikaríkt fólk að fá starf við hæfi á Sikiley án þess að vera frá réttu familíunni/klíkunni. Eimir af mafíutöktum þar, þó þeir væru annars ekki áberandi en það voru samt litlir hluti sem vöktu athygli manns eins og t.d. bílastæða-bendarar eða hvað þeir gætu kallast, maður þarf semsagt að borga einhverjum gæja fyrir að benda manni á laust bílastæði - ofan á venjulega gjaldið! ussussuss

Margar mismunandi menningar skópu Sikiley. Grikkirnir, Rómverjarnir, Arabarnir, “Normans” og Spánverjarnir hafa allir skilið eftir sín spor, t.d. í arkitektúr og mat. Maturinn var geggjaður. Hef aldrei séð eins girnileg bakarí, en þau eru yfirleitt skemmtileg blanda af -ja- bakaríi, bar og ísbúð eins og líka annars staðar á Ítalíu. Stórsniðug hugmynd, eitthvað fyrir alla. Nahahamm! Bökur fylltar með mozzarella osti, skinku og grænmeti sem bráðna í munninum, risa-croissant bombur með tonni af ricottakremi inní (eiginlega too much!), djúpsteiktar pistasiubollur....Ég var dugleg að háma þetta stöff í mig, þó ekki jafn dugleg og Alex (“the greek”, rólegur og yfirvegaður, mikill bökuhámari sem leynir á sér -hann og Francesco voru alltaf að rífast um hvor menningin sé merkilegri -rómverska eða gríska hmm ég held að ég hallist nú frekar að þeirri ítölsku amk. hvað varðar matarmenningu en það er væntanlega skekkt mat hjá mér, þarf að testa betur þá grísku!).

Týpískur dagur var svona: vakna hægt og rólega við flissið í Karen úti á verönd (þýsk, með allt á hreinu týpa, alltaf fyrst að vakna og fyrst í beddann, mikill flissari), skríða svo geispandi út á verönd þar sem beið manns oftar en ekki e-ð ferskt úr garðinum (t.d. geggjaðasti ferski appelsínudjús sem ég hef smakkað, beint frá trjánum), kjafta eða lesa eða bara liggja í sólinni, svo um hádegi var farið á bílunum tveimur í skoðunarferð. Ég mátti ekki vera í blæjubílnum (arg) því ég var með kvef (glatað!) en Binni keyrði okkur Karen í Golfinum og var afskaplega duglegur í þessari furðulegu umferð en það eru fáar umferðareglur á Sikiley, eina reglan virðist vera frumskógarreglan, sá sem er frekastur kemst áfram! Annað vandamál er að það eru oft misvísandi eða hreinlega engin skilti en við komumst að því í eitt skiptið þegar við vorum að reyna að komast á strönd hjá lítilli byggð og vorum gjörsamlega búin að missa áttirnar og fara fram og tilbaka og í hringi, að það væri af því byggðin væri ólögleg. Hmmm “M”-orðið kemur í hugann aftur... En þrátt fyrir þessa klikkuðu umferð gekk allt klakklaust fyrir sig, amk. mikið betur en hjá bílstjóra nokkrum í Hollandi um páskana. Eftir sightseeing var komið heim aftur, dólað sér aðeins meira, tekinn upp bjór og svo grillað eða farið út að borða fyrir slikk. Ahhhh ljúfa líf.

|

laugardagur, apríl 17, 2004

Back in black
Jaeja tha er madur kominn aftur til Guildford. Friid buid buhu! En Sikiley var mognud. Aetla ad skrifa ferdasoguna um helgina, en thangad til hun birtist vil eg benda a ferdasogu fodur mins a heimasidu kajakmanna sem ma finna her. En mamma og pabbi foru til Chile i vetur a kajak og ferdasogunni fylgja skemmtilegar myndir af landslagi, Pancho nokkrum og pabba i kajaksvuntu. Ja thad er aldeilis gaman ad eiga svona aktiva foreldra! : )

|

föstudagur, apríl 09, 2004

Afsakið hlé
Þá er komið páskafrí. Ég er stokkin til Ítalíu í viku þar sem ég er búin að mæla mér mót við Toto Riina uppá Etnu á Sikiley og við páfann í Róm.
Hef aldrei upplifað það áður að pakka saman í einni ferðatösku gönguskóm+ flíspeysu og bikiní+sandala!

Ciao tutti e felice Pasqua

|

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Ferðahugleiðingar
Nú þegar líður að páskaferðalagi okkar Binna leiðir huga minn að ferðalögum (ja...hugur minn er reyndar oftast meira eða minna yfirfullur af slíkum hugleiðingum, fræðilegum eða draumkenndum!)

Orðið “travel” kemur víst frá einhverju úrgömlu latnesku orði sem þýddi í raun pyntingartól! Kannski ekkert skrýtið því fyrr á öldum var jú bjévítans vesen að ferðast. Maður þurfti að yfirgefa öryggi og hlýju heimilisins og voga sér út á stórhættulegar leiðir stráðum ýmsum óvildarvörgum. Engar bókanir og engar ferðatryggingar í þá daga. En þeir sem lifðu ferðalögin af sögðu þeim heima alla söguna og töluðu um kikkið sem þeir fengu út úr því að sjá nýja hluti og upplifa ævintýri.

Í dag eru breyttir tímar. Varla fermeter af landi óuppgötvaður, óvildarvargarnir farnir og ævintýrin eru pökkuð pent saman og sett í plastpoka fyrir okkur. Hægt að hoppa uppí flugvél til Timbuktú á nóinu. En við fáum sömu kikkin. Eða hvað? Sumir vilja meina að erfiðara sé að finna ævintýrin í dag, að maður verði að hafa fyrir því að kvitta sig nútímaþægindum til að upplifa þau. Mér finnst reyndar ævintýrin geta legið í svo mörgu: mat sem maður hefur ekki bragðað áður, skemmtilegu samtali eða jafnvel nyrri lykt! Við sem lifum í dag amk. í hinum þróaða heimi erum allavega alveg einstaklega heppin að geta leyft okkur að ferðast. Það er nefnilega ekki svo langt síðan að það var hægt af einhverju ráði. Ferðalög (fyrir norður-evrópubúa amk.) voru eiginlega ekki “demókratíseruð” fyrr en með byltingarkenndu ódýru ferðunum til Spánar sem byrjuðu ca. 1960. Maður gleymir þessu svo oft þegar maður kvartar að maður á ekki pening til að fara neitt (sérstaklega langt) og finnst allir aðrir vera að fara eitthvert. En eins og Alain de Botton, heimspekingur og rithöfundur segir þá berum við okkur alltaf saman við þá sem eru í kringum okkur (vini sem og stjörnurnar), þess vegna finnst okkur við aldrei nógu rík/góð, við berum okkur t.d. sjaldan saman við hvernig forfeður okkar höfðu það í gamla daga en samanborið við þá erum við massarík (sérstaklega í tækifærum)! Maður ætti að hugsa oftar þannig og vera þakklátur.

Ég vil benda þeim sem hafa jafn mikinn áhuga á ferðabókmenntum og ég á að kíkja á nýja hlekkinn minn hér til vinstri, ferðasögurnar, en á þessari síðu (undir “travel articles” og svo “travel stories”) er fullt af skemmtilegum ferðasögum frá allskonar fólki, hægt að velja eftir svæði. Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa svona sögu um stað sem ég hef áhuga á en þurru praktísku upplýsingarnar frá t.d. Lonely Planet (eða ok að byrja þar og fá svo dýpri/fjölbreyttari innsýn t.d. hér). Ef einhverjir eru duglegir að skoða þá fatta þeir líka að ég stal fróðleiksmolanum mínum um uppruna orðsins travel frá þessari síðu. Úbbs þá er ég víst búin að segja öllum, jæja : )

|

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Skandall
Á mbl.is í síðustu viku var sagt frá því að það ætti að fara að setja hámark á upphæð fæðingarorlofs heima (480þús minnir mig). Ástæðan var sú að það hafi nýlega fattast að nokkrir vel fjáðir aðilar (á súperdúperhyper forstjóralaunum væntanlega) hefðu fengið tæpa 1,5milljón á mánuði! OK, var þetta semsagt að “fattast” bara um daginn? Dísus ég á ekki orð. Hvernig gat þetta farið framhjá mönnum svona lengi? Hvað voru menn að pæla að láta fólk komast upp með þetta og ekki setja hámark fyrr? Fæðingarorlof sem á að veita fólki stoð til að geta eignast börn og sérstaklega þau minna fjáðu, ríkispeningar, misnotaðir af þeim sem síst þurfa. What a scam. Ég vona að þetta hafi verið tekið almennilega fyrir heima. Ef þetta hefði verið hér úti hefði einhver örugglega þurft að segja af sér! Ég hef náttúrulega ekki hugmynd, en nógu lítið fór fyrir þessari frétt á mbl.is og einhverveginn get ég ímyndað mér að það hafi ekki verið mikið meira en einn Kastljós þáttur um þetta. Hrmmmph. Ég er reið núna. Skrifa eitthvað skemmtilegra næst!

|

þriðjudagur, apríl 06, 2004

The science of smmuryphymulogology
Bókasafnið geymir ótrúlegustu gullmola. Kallið mig skrýtna en stundum þegar ég labba um gangana að ná í fagtímarit þá get ég ekki að því gert að reka augun í einhverja furðulega titla og verða forvitin. OK, einhverjum kann að þykja mitt efni skrýtið, en mér finnst það auðvitað ofur venjulegt. Vanalegustu fagtímaritin hjá mér eru t.d. Tourism Management og Annals of Tourism Research (frekar skiljanlegt mennskum mönnum), samt þarf maður stundum að detta í aðeins sérhæfðara stöff t.d. International Journal of Heritage Studies, Land Economics, Journal of Consumer Psychology, Museum Management and Curatorship og The Canadian Geographer (ok las bara eina grein þaðan en varð að setja þetta með til heiðurs aðal kennarans míns og aðalgúrúsins í ferðalandafræði, Richard Butler, sem skrifaði fræga grein í þessu tímariti um það hvernig ferðamannastaðir þróast. Algjör snillingur hann Butler kallinn!). Já það er víða komið við enda fjölbreytt fag.

En í síðustu viku stóðst ég ekki mátið í mínum afslappaða gír og tékkaði á tímaritunum sem stóðu við hlið þeirra sem ég var að skoða. Ég fann hvort eð er ekki það sem ég vildi (vildi sko Leisure Sciences en þá var bara allt annað til: Leisure Studies, Leisure Management og m.a.s. Leisure Opportunities! arggh) En allavegana þá fann ég ýmislegt forvitnilegt, t.d:

Life Sciences: ok fyrst þetta er enn í gangi þá hafa þeir enn ekki ráðið gátuna um tilgang lífsins, eða hvað? úhúúú
Macromolecular Review: fegin ég fór ekki í efnafræði! Það birtast mér í huga myndir af efnafræðikennurum í MH...tilraunasullstímar hjá Einari Óskarssyni sweet memories haha
Kommunist: fletti í þessu og allt á rússnesku brjétski snjétski hrmmmp - njet ekki alveg...
Journal of Wound Cure: ugghhh...
Pacific Journal of Mathematics: er þá hægt að gera e-ð annað á kyrrahafseyju en að liggja í leti og sötra kokteila? (hmm ætti að vita það ferðamálafræðingurinn)
Thin-walled Structures: oh my god, get a life!
Theoretical Computer Science: eek! stay away from me
Zeitschrift fur Germanistische linguistik: anyone?
Industrial Robot: getur maður látið hann þrífa íbúðina? já takk!

Svo eru nokkrir aðrir dúbíus sjúrnalar:
International Journal of Remote Sensing: úúú.....vissi ekki að það væri hægt!
International Journal of Fluid Flow: hmmm not sure about this...

Nei ég er sko bara sátt við mitt. En gaman samt að vita að svona mikið sé að gerast í allskonar dóti um allan heim. Já heimur batnandi fer.

ABBA á víst afmæli í dag, 30 ár síðan þau sungu Waterloo* og dilluðu sér í þröngum spandex-göllum með yndislegar vængjagreiðslur í Eurovision. Til hamingju ABBA, thank you for the music!
*Fróðleiksmoli: water er borið fram með a-i ekki o hljóði á alvöru staðnum. Það hefði samt varla hljómað jafn vel hjá þeim ef þau hefðu farið eftir ströngum belgískum framburðarreglum!

|

föstudagur, apríl 02, 2004

Föstudagur til frama
Þá er aftur komið að vikulokum, vá hvað vikan hefur liðið hratt. Mér hefur gengið frekar hægt með research proposal (hef hreinlega ekki verið í stuði svona strax eftir próf og það allt og hef ákveðið að reyna loks að njóta þess að geta t.d. farið í ræktina og verið með Binna á kvöldin) en planinu verður samt skilað á mánudaginn!

Í dag er útskriftardagur hér við háskólann. Skikkjuklæddir drengir og stúlkur svifu um garðana, svolítið furðulegt, eins og maður væri komin í Harry Potter mynd (hef samt aldrei séð Harry Potter mynd! en voru þeir ekki í einhverskonar skykkjum?) en mjög góð stemmning. Vor og von í lofti. Nú sér maður fólk í sínu fínasta pússi labba framhjá glugganum, eflaust á leið í útskriftarveislur. Vonandi verð ég hér eftir ár í skikkju. Það væri gaman. Held ég yrði einstaklega smekkleg í skikkju með hatt (yeah right!). Það yrði sérstaklega gaman ef bekkjarfélagarnir myndu láta sjá sig líka. Og svo ein stór BBQ útskriftarveisla á Stocton Road mmm...en ég hef aldrei haldið háskólaútskriftarveislu, ekki Binni heldur. Þurfum að bæta úr því.

Ég sit hér með bjór í hendi. Í kvöld er pepperoni pizza í matinn. Hún er í ofninum og ég finn lyktina, yummy. Búum hana alltaf til með uppskrift Emblu að botninum, takk Embla, alltaf jafn góð uppskrift! Bjuggum til pizzur handa félögunum um daginn og þær vöktu mikla lukku. Með pizzunni verður eðal Sikileyskt vín sem vínbókin okkar góða mælti með og svo er það mjög viðeigandi líka.

Á morgun ætlum við Binni í labberíið mikla sem við (ok, aðallega Binni) erum búin að hugsa um síðan við komum hingað til Guildford, það eru gönguleiðir hér allt um kring og við ætlum að reima á okkur gönguskóna og taka góðan labbitúr með viðeigandi stoppi fyrir “pub lunch”. Spái því að Binni fái sér "steak and ale pie". Góða helgi!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?