<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 25, 2005

Glatadur Gael
Trui thvi varla ad Binni hafi misst af thessum gaeja i gaer. Eins og Svenni vinur Binna segir fra (varud: daldid mikid um rassaborutal og annad ordbragd i grofara laginu a thessu annars bradfyndna bloggi ussussuss- ekki fyrir vidkvaema! flott format samt hehe), tha haetti Binni vid ad fara til London i gaer med Arnari tho allar likur vaeru a thvi ad their myndu hitta thennan naunga (i gegnum vin Arnars sem er sam-leikari Gael, skilst mer).

Thessi gaur, Gael Garcia Bernal, er ein heitasta mexikanska hollywood stjarnan i dag, lek m.a. i Motorcycle Diaries og i Almodovar myndum. Einmitt svona myndir sem eg fila. Argghhh! Vildi ad eg hefdi komist med Arnari! (en eg var sko ad passa i Woodbridge um helgina, fjarri godu gamni). Reyndi ad sannfaera Binna um ad skella ser, en Guildford helt hann fostum tokum. Ae thad er kannski eins gott ad Binni for ekki, hefdi ofundad hann svo mikid af ad hitta svona kul gaeja. En Binna fannst audvitad ekki nandar eins spennandi og mer ad hitta sudraenan honk sem leikur i geggjudum myndum. Onei.

En ad vissu leyti finnst mer thad bara kul. Thad er svo Binnalegt eitthvad. Hann er sko yfir thad hafinn ad vera ad elta einhverjar mexikanskar stjornur. Er bara heima ad borda fiskinn sinn (eda hvad var var sem hann gerdi i gaer) i stadinn og horfa a Top Gear eda eitthvad. Eda med ordum hans heilagleika:

Er nokk sama um thennan leikara.
Just another pretty face, u know.
Gaeti leikid miklu betur en hann.
Uje.

That's my Binni! Svo satt (nema kannski 3ja setningin en hann vidurkennir ad hun se kannski rong). Svo fannst Froken Fix svo lika miklu skemmtilegra i korfubolta og superman leik med litla fraenda i gaer en thad hefdi nokkrum timann verid ad hitta Mr Mexico :-O

|

föstudagur, apríl 22, 2005

UniS best!
Ja herna, rosalega er madur stoltur, University of Surrey er kominn i 15. saeti (af 122) yfir bestu haskola i Bretlandi a Guardian listanum. Sko minn! Meira ad segja a undan Bristol Uni og Durham hi a ykkur hahahaha....

|

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Út-skriftargleði
Þá er skólagöngu minni formlega lokið. Lokið með stóru L-i. Fékk loksins MSc skírteinið mitt í póstinum í gær. Bíður eftir að vera rammað inn ásamt Binna MSc skírteini. Eða hvað, hehe. Já ekki seinna vænna að koma útskriftarminningum á blað. Næstum 2 vikur liðnar en þær hafa flogið áfram í allri gestagleðinni undanfarna daga.

Þetta var mjög skemmtilegur dagur. Búningurinn var bara ágætur, amk. var ég fegin að vera ekki að útskrifast með doktorsgráðu því doktorsnemar voru í skærrauðum skikkjum með linan dúskahatt. Þá bið ég frekar um ferkantaða hattinn minn og svörtu og bláu skikkjuna. Þó skikkjan hafi alltaf verið að renna niður af öxlunum á mér, hatturinn adeins laus og litli hattadúskurinn alltaf að snúast útum allt. En búningurinn fór manni samt bara ágætlega eftir alltsaman sýndist mér. En það sem var skemmtilegast var nú samt að hitta aftur kunningjana og familíurnar þeirra sem og mína.

Maður fann sitt sæti í kirkjunni og á meðan beðið var eftir öllum prófessorunum var pabbi duglegur að dúkka upp hér og þar í kringum mann og smella myndum af manni. Svo orgelspil og læti, prófessorastrolla í allskyns lituðum skikkjum og dóti - og svo var maður bara kominn upp á svið að taka í hendina á Duke of Kent (var það víst - frændi drottningarinnar - úhú hef tekið í konunglega hönd!). Og finito. Prófessorstrollan tilbaka, meira orgel og búið. Þegar komið var útúr kirkjunni átti að smala hópnum saman til að taka mynd en veðurguðirnir voru ekki á eitt sáttir og sendu niður massa rigninngu og rok akkúrat á þessari stundu svo allir flúðu og tvístruðust og engin mynd. Búhú. En okkur tokst öllum að rata á gamla góða Wates House háskólapöbbinn og fengum okkur “a well earned pint” þar svífandi um í nostalgíumóki að njóta síðustu mínútnanna í búningnum.

Svo fóru allir í lunch á fínum pöbb við ána. Sátum þar í heila 3 tíma held ég bara. Fjölskylda og vinir, þar á meðal grískir foreldrar Alex og mongólskir foreldrar Goyo. Þeir töluðu enga ensku en það virkaði samt bara allt í lagi. Grikkirnir brostu bara og léku sér með talnaböndin sín. Laumuðu svo grískum dessert og víni niður borðið eftir matinn, sem vakti mikla kátínu. Mongólarnir voru aðeins feimnari - eða kannski voru þeir bara í smá menningarsjokki svona fyrsta skipti í útlöndum (í flugvél). Amk sagði Goyo að þeim hafði fundist mjög skrýtið að vera í kirkjunni og fannst seremónían eins og “a cartoon”. I don´t blame them! Annars var pabbi Goyo nú bara eins og beinn afkomandi Gengis Khan. Svolítið “veðraður”, með langt skegg, lítinn koll-hatt og neftóbak. Já þetta var fjörugur lunsj. Eftir hann röltum við niðrí bæ í after-lunsj móki og ég naut frídagsins í botn. Fínn dagur. Takk allir sem komu í heimsókn núna nýlega og takk fyrir gjafirnar!

Helgina eftir fórum við svo á bíl suður með mömmu og pabba. Komum við í Bodiam castle sem var mjög sætur, eins og uppblásinn Playmo kastali eiginlega í laginu, svona “týpískur” teiknimyndakastali með vatni í kring. Snilldarlega hugsað um hann af National Trust í dag að sjálfsögðu. Förinni var svo haldið til Hastings, eða nánara tiltekið bæjarins Battle þar sem Hastings bardaginn var háður árið 1066. William the Conqueror, einhver svaka dúd, vann bardagann og bjargaði Englandi ....blabla. Já - læt aðra um að útskýra það alltsaman. Sagan hefur aldrei verið mín sterka hlið. En þetta var ágætur grasflötur til að fá sér göngutúr um - ok kannski dáldið merkilegri en bara grasflötur - en ég hafði ekki þolinmæði í annað en að labba rösklega hringinn.

Eftir þetta lá leiðin til Brighton. Change of scene heldur betur! Brighton er einn af þessum strandbæjarstöðum sem voru uppá sitt besta seint á 19. öld og 20.öld til the 60´s þegar það varð ódýrt að fljúga til Spánar. Æ æ. Þá vildi enginn lengur þurfa að hríðskjálfa á ströndinni og éta greasy fish and chips, og allt fór í niðurníslu. En núna í dag er Brighton einn helsti strandbæjarstaðurinn þar sem hefur tekist að snúa þróuninni við að einhverju leiti með klúbba og gay menningu, og bara almennt með að breyta ímyndinni í svona “hallærislega-kitsch-kúl”. Við röltum útá bryggjuna, Brighton pier, sem er mjög löng og öll í tacky neon-skiltum, spilakössum og spákonubásum, candy-floss og fish & chips stöðum. Tókum the full monty bara og fengum okkur ágætis fish & chips. Hentum nokkrum tíköllum í spilakassa og unnum ekki neitt, og svo plataði ég Binna og mömmu í tívolítæki á enda bryggjunnar. Vúppí! Já það var bara gaman að koma aðeins til Brighton. Tékkaðum á indverska “pavillion-inu” líka þó bara utan frá. Það var einhver geðveikur royal gæi sem byggði þessa höll í indverskum stíl að utan og kínverskum stíl að innan. Virkar mjög “out of place” þarna en passar samt alveg við stemninguna. Alveg ótrúlegt hvernig stemmningin breytist þegar maður er kominn út við sjó. Maður getur næstum því snert meginlandið (mig grunar nú að strandbæirnir í Frans hinum megin við sundið séu samt heldur meira sjarmerandi -ótrúlegt hvernig það getur verið svona ólíkt) og fær svona ferskan útlanda-frelsis-fíling.

Þessa dagana er ég annars í miklum nostalgíu fíling. Hann byrjaði þarna í útskriftinni þó það hafi ekki verið meira en 1 ár til að vera nostalgískur yfir. En svona er þetta, hlutirnir eiga til að breytast svo hratt í því lífi sem ég hef valið mér, og þannig finnst mer það skemmtilegast. Þessa dagana er ég lika að hlusta á Soul II Soul disk sem ég fékk á útsölu, sem þýðir að ég er í geðveikum nostalgíufíling á leið í og úr vinnu þessa dagana. Early nineties hljómborðs-sándin þeirra (t.d. í Back to Life, Keep on Movin´, Meaning of Life), “o je” og “common common” minnir mig á unglingavinnu-sumur og ferðir okkar Emblu niður í kjallarageymslu að finna fyndnar húfur og jakka til að sjokkera og dissa aðalgellurnar í skólanum. Eftir tvær vikur ætla ég svo að skella mér i nostalgíuferð til Osló en það er löngu kominn tími á það -5 ár síðan ég flutti þaðan. Ég á ennþá nokkrar góðar vinkonur þar sem verður rosaleg gaman að heimsækja.

Lengi lifi minningar.

|

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Maestro in da hás
Á morgun mun ég útskrifast sem meistari vísindanna og verða jafnoki Binna maestro. Júddillíha. Og það í einni ljótustu dómkirkju sem ég hef séð, Guildford cathedral. (Hún var notuð í hryllingsmyndinni Omen en það segir sitt). Verð þar í tradisjónal búningi þ.e. með hatt, skikkju og hettu - og það mjög líklega í tradisjonal breskri rigningu. Þetta verður áhugaverð reynsla.

Í gær byrjaði svo gestasveiflan mikla í ár. Alex sem er orðinn reglulegur gestur mætti í gær, en svo fer hann yfir á hótel með fjölskyldu sinni í dag, en í kvöld mæta mamma og pabbi svo galvösk til að sjá dóttur sína í ljótri dómkirkju með skrýtinn hatt og skikkju - (mig grunar þó og vona að þau líti aðeins öðruvísi á þetta!) Það er semsagt mikið fjör framundan og kominn tími á það. Orðið hálf tíðindalítið hér í Guildford svona þegar flestir vinirnir eru farnir i burtu og við bæði erum útivinnandi. (Næstum) allir fyrrum bekkjarfélagarnir mínir munu mæta á morgun og við munum skála saman fyrir þessa eina ári sem við vorum saman í bekk. Eitt besta ár lífs míns án vafa.

Á næstu tveimur vikum eru svo heimsóknir frá Kollu og Aroni, foreldrum Binna, og Arnari vini Binna á kortinu. Fyndið hvernig heimsóknir virðast alltaf hrúgast á sama tíma. Mig langar annars að nýta tækifærið hér og tilkynna að það fæst ennþá næg gisting fyrir sumarið! Besti tíminn til að koma líka, heitt í (grill)kolunum úti í garði, ódýr bjór í litlu indversku búðinni á móti, Guildfest tónleikarnir í júní í parkinum og svona.

Þar sem við Binni erum byrjuð að spá í sumar(haust)fríi og öðrum fríum, og vinahópurinn minn Smjatt&Sötr farinn að spá í þrítugs-afmælisferð okkar á næsta ári, þá reikar hugurinn vítt og breitt um þessar mundir. Ég sá frétt á mbl.is um að nokkrir staðir á Íslandi hefðu náð á einhvern lista yfir 1000 staði sem maður ætti að sjá áður en maður deyr. Hér er linkurinn á þessa síðu en það er gaman að smella á hina og þessa staði og láta sig dreyma (um Gullfoss og Geysi - nei kannski ekki alveg).

Reyndar er eitthvað í þessu “1000 places you have to see before you die” eða “1000 things you have to do before you die” æði sem fer illa í mig. Bókabúðirnar eru fullar af bókum með svona titlum. Þetta er ágætis hugmynd, að taka saman svona “best of” lista, en það er samt eitthvað við þetta sem fer í taugarnar á mér. Kannski er það áminningin um eigin dauðleika sem er svosem allt í lagi í hófi en ekkert sérstaklega skemmtileg þegar hún æpir á mann af annari hverri bók í búðargluggunum (eða úr bokahillunni inni stofu). En það er líka held ég þetta mentalitet, að það sé einhver listi og maður eigi að strika yfir jafnóðum og maður er búinn að “taka” einhvern stað. Fyrir utan það að vera hálfgerð vanvirðing við staðina að minu mati þá verður maður hreinlega stressaður af þeirri hugmynd að maður skuli vera að “missa af” svona miklu - “must-see” þetta og “must-do” hitt...þú VERÐUR að fara þangað og hingað o.s.frv. - púffa - maður mun aldrei geta séð eða gert þetta allt á einni ævi hvort sem er. þyrfti minnst 9 lif i það. Halelúja og hilsen til allra ferðamanna sem ætla að “taka” Gullfoss og Geysi í ár.

Annars er ég bara fúl útí Playstation leikinn minn þessa dagana. Er algjörlega föst í Pitfall leiknum mínum sem var svo rosalega skemmtilegur. Arghh!! Er komin á borð þar sem ég þarf að berjast við endalausa gaura hendandi í mig dínamíti og drepst alltaf áður en ég kemst á endann. Er búin að kíkja á svindl guide-inn (roðn) en hann segir bara “This scene is not as difficult as it looks. Just kill the guys that keep coming at you”. Já, nefnilega. Er að reyna það! Urrrrr....langar svo að geta svindlað eitthvað meira og komist framhjá þessu borði. Týpískt að ég verði stökk á einhverju svona bardagadæmi, finnst það svoooo leiðinlegt! Er því í Playstation fýlu um óákveðinn tíma. Hrrmmph.

En á morgun verður gaman.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?